Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 11

Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 11
■ Evrópa 11FIMMTUDAGUR 5. júní 2003 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík Sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík Sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri Sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík Sími 421 4790 Dalshraun 13 Hafnarfirði Sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi Sími 482 3767 Bæjarlind 6 Kópavogi Sími 544 4411 599kr. lítrinnm.v.10 lítra dós 672kr . lítrinn 789 kr. lítrinn 399kr. lítrinn Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn SUMARTILBOÐ Dönsk yfirvöld: Samþykktu ESB aðild KAUPMANNAHÖFN, AP Dönsk yfirvöld hafa samþykkt ákvörðun Evrópu- sambandsins um að bæta við tíu nýjum meðlimum í sambandið á næsta ári. Ákvörðunin var sam- þykkt með 96 atkvæðum gegn engu á danska þinginu. 68 þingmenn voru fjarverandi. Átta lönd; Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvakía, Slóvenía, Litháen, Lettland, Eistland, Kýpur og Malta, ganga í ESB í maí á næsta ári fari svo að öll aðildarríki sam- bandsins samþykki formlega aðild þeirra. Fyrirhugað er að tvö lönd til viðbótar, Rúmenía og Búlgaría, gangi í ESB árið 2007. ■ SUMARHÚS Ýmsar hættur geta leynst í nágrenni við sumarhús og hjólhýsi. Námskeið Rauða krossins: Hættur við sumarhús SLYSAVARNIR Námskeið um örygg- ismál sumarbústaða og hjólhýsa verður haldið á vegum Rauða kross Íslands. „Við erum að reyna að draga athyglina að því að fólk þurfi að gera sömu öryggisráðstafanir í sumarbústöðunum og heima,“ segir Guðlaugur Leósson, leið- beinandi á skyndihjálparnám- skeiðum hjá Rauða krossinum. „Sumarbústaðir eru ekki griða- staðir varðandi slys og fólk þarf að kunna að bregðast við þeim.“ Námskeiðið er tvö kvöld og kennt verður 4. og 11. júní frá klukkan 19 til 22. Allar aðrar upp- lýsingar gefur Reykjavíkurdeild Rauða krossins. ■ BRÉF MEÐ BRÚNU DUFTI Yfirvöld í Belgíu eru að rannsaka dularfull bréf með dufti sem stíluð voru á Guy Verhofstadt forsætis- ráðherra og bandaríska sendiráðið. Lagt var hald á bréfin á pósthúsum víðs vegar um landið. Sérfræðing- ar staðfesta að um sé að ræða eit- urefni sem meðal annars er notað sem skordýraeitur en er ekki lífs- hættulegt mönnum. GJALDTAKA Í STOKKHÓLMI Borg- aryfirvöld í Stokkhólmi hafa ákveðið að leggja gjald á þá öku- menn sem keyra í gegnum Stokk- hólm. Gjaldið verður sem svarar 100 til 200 íslenskum krónum. Markmiðið er að draga úr um- ferðaröngþveiti og mengun í borginni. Gjaldtakan hefst árið 2005.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.