Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.06.2003, Qupperneq 14
5. júní 2003 FIMMTUDAGUR LANDSSÍMINN Erfið mál hafa plagað Sím- ann allt frá því Þórarinn Viðar og Friðrik Pálsson tóku við stjórnartaumum. VIÐSKIPTI Landssíminn á að baki sex ára sögu valdabaráttu og ein- kennilegra viðskiptahátta þar sem hvert hneykslið hefur rekið annað. Fyrirtækið hefur á undan- förnum árum verið mjög til um- fjöllunar fjölmiðla vegna hneyksl- ismála sem tengst hafa helstu stjórnendum þess. Það hefur lengi þótt vera kræsilegt að sitja í stjórn Símans og á forstjórastóli. Nærtækt er að álíta að þar hafi menn horft til þeirra gífurlegu hagsmuna sem fylgdu því að vera í valda- stöðu á ein- hverju stærsta fyrirtæki lands- ins sem þar að auki var í eigu ríkisins. Valdabarátt- an innan Símans hófst í tíð Hall- dórs Blöndal samgönguráð- herra. Hann gerði Pétur Reimars- son, forstjóra sjávarútvegsfyrir- tækisins Árness, að stjórnarfor- manni Pósts og síma árið 1997. Þegar fyrirtækinu var skipt upp í Íslandspóst og Landssímann árið 1998 varð Guðmundur Björnsson forstjóri Landssímans og Þórar- inn Viðar Þórarinsson stjórnar- formaður. Guðmundur var innan- hússmaður og hafði verið í stjórn- unarstöðu hjá Pósti og síma allt frá árinu 1981. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Pétur hafi stefnt að því að verða starfandi stjórnarformaður og fá þannig að ráða ferðinni. Það tókst ekki og Þórarinn Viðar Þórarinsson tók við í skjóli Halldórs Blöndal sam- gönguráðherra, sem fór með eig- andavald í Símanum. Þórarinn Viðar tók við og varð strax at- kvæðamikill í stjórnun fyrirtæk- isins. Þórarinn Viðar var á þeim tíma grjótharður samningamaður Vinnuveitendasambands Íslands og naut óttablandinnar virðingar þeirra sem vildu sækja kjarabæt- ur á hendur vinnuveitendum. Þór- arinn Viðar þótti því vera góður kostur til að stýra Símanum í gegnum viðkvæmt tímabil einka- væðingar. Það sem ekki fór hátt á þessum tíma var að Þórarinn Við- ar var á þessum tíma í umtals- verðum einkarekstri heima hjá sér. Þetta var á þeim tímum þegar veislan á hlutabréfamarkaðnum stóð sem hæst og hinn nýi stjórn- arformaður Símans tók þátt í henni og hann var á flugi eins og allir. Það leyndist ekki þeim sem best þekktu til að stjórnarformað- urinn leit forstjórastólinn hýru auga. Hann naut á þessum tíma velþóknunar innan Sjálfstæðis- flokksins og átti náð æðstu emb- ættismanna flokksins. Eftir hálft annað ár á stóli stjórnarformanns tókst Þórarni Viðari að festa hönd á forstjórastólnum. Þórarinn Við- ar gerði starfslokasamning við Guðmund Björnsson í júní 1999. Guðmundur tók að sér að sinna sérverkefnum hjá Símanum. Síð- an gekk Þórarinn til þess að ráða nýjan forstjóra, sjálfan sig. Hall- dór Blöndal var um þetta leyti far- inn af stóli samgönguráðherra og Sturla Böðvarsson tekinn við. Það kom í hlut Sturlu að ganga frá því máli. Samningaleikni Þórarins Viðars kom að góðu gagni því hann gerði starfssamning við Sturlu sem átti eftir að skila hon- um milljónatugum og vekja þjóð- arathygli. Þá var ákvæði í samn- ingnum um að Þórarni væri heim- ilt að stunda hlutabréfaviðskipti í nafni hlutafélags sem hann átti ásamt eiginkonu sinni. Skilyrði voru þó um að hann mætti ekki eiga í Símanum eða samkeppnis- fyrirtækjum hans. Tvíeyki Símans Jafnhliða ráðningu Þórarins Viðars skipaði samgönguráðherra Friðrik Pálsson, virtan forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, sem stjórnarformann. Frið- rik hafði þá orðspor sem fyrir- mynd annarra í viðskiptalífinu og var að auki í bakvarðasveit Sjálf- stæðisflokksins. Auk þess að þiggja hefðbundin laun stjórnar- formanns var um það samið að tjaldabaki að Friðrik yrði sem verktaki í ráðgjöf vegna starfa sinna við Símann. Hann samdi við Sturlu og Þórarin Viðar um að einkafyrirtæki hans Góðráð ehf. myndi innheimta fyrir ráðgjöfina upphæð sem nam um hálfri millj- ón á mánuði. Baksamningur stjórnarformannsins kom aldrei fyrir augu stjórnar. Tvíeykið Þórarinn Viðar og Friðrik áttu að gefa Landssíman- um þá ímynd sem yrði til þess að fyrirtækið yrði sem verðmætast þegar að einkavæðingu kæmi. Framan af leit allt mjög vel út og siglingin frá ríkiseign í einkavæð- ingu hófst. En á leiðinni voru fengsæl fiskimið að mati for- svarsmannanna tveggja sem ákváðu að styrkja fjárhaginn enn frekar með því að taka þátt í æv- intýrum á hlutabréfamarkaði. Milljarðasjóðir Landssímans voru þar gott vegarnesti. Friðrik Páls- son bjó að mikill reynslu í sölu- málum sjávarfangs en Þórarinn Viðar hafði orðið mikla reynslu af hlutabréfakaupum í gegnum einkafyrirtæki sitt. Árið 2000 fjárfesti Síminn í 32 fyrirtækjum fyrir samtals 1.290 milljónir sem var gífurleg aukning frá árunum á undan en árið 1999 fjárfesti fé- lagið fyrir 325 milljónir króna og árið 1998 fjárfesti það fyrir 257 milljónir. Heimsbylting boðuð Áður en varði kom hið gullna tækifæri til að gera Símann að al- þjóðlegu öflugu fyrirtæki. Á fjör- ur Friðriks og Þórarins Viðars rak breskan sölumann, Graham Butler, sem benti þeim á frábært viðskiptatækifæri. Breti þessi hafði það orð á sér að vera sölu- maður fram í fingurgóma og haft var eftir kunnugum að hann „hefði getað selt ömmu sína þrisvar“. Butler kom Símamönn- unum í samband við aðila sem bjuggu yfir lausn á fjarskiptum sem myndu gera Símann að stór- veldi á heimsvísu. Aðeins þurfti að leggja fram 5 milljónir dollara og Síminn myndi eignast 15 pró- senta hlut. Lausn Bretanna fólst í því að stórauka allan hraða í fjar- skiptum heimshorna í milli. Þór- arinn Viðar og Friðrik helltu sér út í málið af ástríðu og Síminn fjárfesti í fyrirtækinu í febrúar 2000, sjö mánuðum eftir ráðningu Þórarins. Þeir gerðu kjarakaup því 20 prósenta hlutur fékkst fyr- ir 5 milljónir dollara. Síminn lagði til 4 milljónir en íslenskir sam- starfsaðilar 1 milljón dollara. Nýja fyrirtækið hét því frumlega nafni @IP-Bell. Síðari hluti nafnsins segir í raun allt um það stórveldi sem var í fæðingu því vísað er til upphafsmanns símans, Alexanders Grahams Bells. Þórarinn Viðar sagði af því tilefni að um væri að ræða það sem kallað hefði verið „næsta kynslóð fjarskiptakerfa“. Forstjórinn sagði að aðkoma Cisco, Hewlett Packard og Oracle hefði endan- lega sannfært Símamenn um að skynsamlegt væri að fara inn í þetta samstarf. Lykilmaður í nýja fyrirtækinu varð Alan Bashforth, forstjóri Skye Capital. Gefið var út að einungis væri tímaspursmál hvenær @IP-Bell yrði skráð á Nasdaq-verðbréfamarkaðnum. Svarta klíkan Um það leyti sem Þórarinn var að stíga sín fyrstu skref sem forstjóri réð hann til sín ýmsa lykilstarfsmenn. Sérstakt þótti að forstjórinn hafði sjálfur hönd í bagga með ráðningar í stað þess að ráðningarstofur önnuð- ust málið. Meðal starfsmanna kallaðist sá hópur „Svarta klík- an“. En til að sannmælis sé gætt er rétt að halda því til haga að margir þessara starfsmanna voru hæfir og áttu eftir að lifa forstjóra sinn í starfi. Meðal þeirra sem störfuðu náið með nýja forstjóranum var aðalfé- hirðir Símans, Sveinbjörn Krist- jánsson, sem ráðinn hafði verið til Símans árið 1998 eftir að hon- um var sagt upp störfum hjá Fínum miðli. Sveinbjörn var múrari og iðnrekstrarfræðingur að mennt og það þótti vera stíl- brot að ráða hann. Samstarf hans og Þórarins Viðars var með miklum ágætum en Sveinbjörn annaðist flestar millifærslur fjármuna frá Símanum. Og það var nóg að gera því fjárfesting- ar voru yfirgripsmiklar. Úr sjóðum Símans runnu háar fjár- hæðir í samræmi við nýja fjár- festingarstefnu en mest fór í @IP-Bell og bæði Friðrik og Þórarinn Viðar voru á tíðum ferðalögum til að hlúa að fjár- festingunni. Sveinbjörn féhirðir greiddi út dagpeninga og milli- færði. Það sem enginn vissi var að á árinu 1999 hafði Sveinbjörn féhirðir seilst í fjárhirslurnar „Breti þessi hafði það orð á sér að vera sölumaður fram í fingur- góma og haft var eftir kunnugum að hann „hefði getað selt ömmu sína þrisvar“. HVAR ERU ÞEIR? FRIÐRIK PÁLSSON: Eftir að hann hraktist af stóli stjórnarformanns Landssímans vegna Góðráða og annarra mála hélt hann áfram sem stjórnarformaður Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda. Hann er á launum þar sem stjórnarformaður og ráðgjafi. ÞÓRARINN VIÐAR ÞÓRARINSSON: Tók sér nokkurra mánaða frí eftir brottreksturinn frá Sím- anum og sinnti einkafjárfest- ingum. Keypti síðan hlut í lög- mannastofunni AM Praxis sf. þar sem hann starfar að samn- ingagerð og fleiru. Eftir brott- hvarfið frá Símanum leiddi hann samstarfshóp ríkisstjórn- arinnar og Landssambands eldri borgara um breytingar á almannatryggingalögum og endurskoðun á lífeyrisgreiðsl- um. LITLI LANDSSÍMA- MAÐURINN: Eftir brottreksturinn frá Sím- anum vann hann um tíma að sérverkefni á Línu.Neti. Var síðan atvinnulaus. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON: Lauk sérverkefnum sínum hjá Landssímanum en hóf síðan störf í hagdeild Seðlabanka Ís- lands. ÓSKAR JÓSEFSSON: Sneri aftur til starfa sem end- urskoðandi eftir að hann hætti sem bráðabirgðaforstjóri Sím- ans. ALAN BASHFORTH: Eftir gjaldþrot @IPbell spurðist síðan til hans á skatta- paradísareyju á Ermarsundi. GRAHAM BUTLER: Þegar @IP-Bell komst í þrot hvarf sölumaðurinn. Ekkert hefur spurst til hans hér á landi síðan. STURLA BÖÐVARSSON: Situr enn á stóli samgönguráð- herra. SVEINBJÖRN KRISTJÁNSSON: Aðalféhirðirinn var handtekinn í maímánuði og situr nú í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. HALLDÓR BLÖNDAL: Varð forseti Alþingis en missir þann stól á miðju kjörtímabili. BRYNJÓLFUR BJARNASON Í hans hlut kemur að sópa upp eftir fyrr- verandi forstjóra og byggja upp að nýju traust á Símanum. Hneyksli skekja Símann Allt frá stofnun Landssímans hafa hneyksli og valdabátta sett mark sitt á ímynd fyrirtækisins. Góðráð stjórnarformanns þáðu milljónir fyrir ráðgjöf. Forstjórinn lét Símann greiða reikninga tengda sumarhúsi. Aðalgjaldkerinn starfaði í skjóli Þórarins Viðars.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.