Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 23

Fréttablaðið - 05.06.2003, Side 23
 Sýning á útskriftarverkum nemenda í Ljósmyndaskóla Sissu. Sýningin er í Stúdíói Sissu, Laugavegi 25, 3. hæð og stendur til 9. júní. Opið virka daga frá kl. 14 til 19 og 14 til 18 um helgar.  Sýning á verkum Kristjáns Davíðs- sonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði. Sýningin stendur til 31. júlí.  Sýning á verkum Matthew Barney stendur í Nýlistasafninu. Sýningin stend- ur til 29. júní.  Sýningin “Afbrigði af fegurð“ er opin á Prikinu. Það er Femínistafélag Íslands sem stendur fyrir sýningunni.  Stóra norræna fílasýningin í sýning- arsal Norræna hússins. Á sýningunni eru verk eftir dönsku listamennina Peter Hentze, Thomas Winding og Pernelle Maegaard. Victoria Winding hefur séð um gerð fræðslutexta.  Sýning Claire Xuan í Ljósmynda- safni Íslands við Tryggvagötu. Listakon- an kynnir þar myndverk sín og ljós- myndir og fimmtu ferðdagbók sína, Ís- land.  Eggert Pétursson sýnir í galleríinu i8 við Klapparstíg.  Ljósmyndasýningin Myndaðir máls- hættir stendur nú yfir í Caffé Kúlture í Alþjóðahúsinu við Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikhúsinu. Þetta er sýning á loka- verkefnum útskriftarnema í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Sýningin stendur til 6. júní og er hún opin á af- greiðslutíma kaffihússins.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar.  Steinunn Marteinsdóttir er með sýningu á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar sýnir hún málverk og verk úr leir.  Útskriftarsýning myndlistar- og hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helga- dóttur.  Gunnar Karl Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af um það bil 60 brúm á þjóðvegi 1 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.  Málverkasýning eftir Stefán Berg Rafnsson stendur yfir á Kránni, Lauga- vegi 73.  Fimmta alþingiskosningasýning Kristjáns Guðmundssonar stendur í Slunkaríki á Ísafirði. Að þessu sinni er Kristján með grafíkmyndir í farteski sínu. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. FIMMTUDAGUR 5. júní 2003 ✓ ✓ ✓ SAMÚEL SAMÚELSSON Ég á nokkur hljóðfæri, þar af 3básúnur. Uppáhaldsbásúnan mín er af gerðinni King. Ég keypti hana frá Bandaríkjunum fyrir einum 6 árum og borgaði með námslánunum. Þetta gekk ekki átakalaust fyrir sig því fyrsta ein- takið sem ég fékk var beyglað þannig að ég þurfti að panta aðra. Um básúnu er það meðal annars að segja að þetta er eina hljóð- færið sem lengist við núning. Eft- ir nokkra notkun lekur vökvi út um ventil við enda sleðans. Hljóð- færið er líka fallega straumlínu- lagað og er kvenkyns. Hljóðfæriðmitt Um helgina opnaði Ómar SmáriKristinsson sýningu í Gallerí Hlemmi, sem ber titilinn Fréttir. Myndirnar gerði Ómar Smári á þriggja mánaða tímabili, en myndefnið styðst við alla frétta- tíma á tímabilinu. „Verkin á sýn- ingunni eru tilraun til að ná mynd af heimi líðandi stundar og að hnoða sjónarhóli manneskjunnar saman í eina mynd,“ segir Ómar Smári. „Meðan á kvöldfréttum sjónvarpsins stóð teiknaði ég, eft- ir fremsta megni, allt sem fram fór á skjánum. Ég er með rúmlega 100 slíkar skyndimyndir, bæði teikningar og vatnslitamyndir.“ Ómar Smári Kristinsson út- skrifaðist frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands árið 1996 og frá Fachhochschule Hannover – Bild- ende Kunst árið 1998. Síðan þá hefur hann að meðaltali verið með tvær einkasýningar og tekið þátt í þremur samsýningum á ári hverju. Jafnframt hefur hann stundað verslunarrekstur í Land- mannalaugum og veðurathuganir og bústörf í Æðey í Ísafjarðar- djúpi. Í hliðarsal er vinur Ómars, Karl Jóhann Jónsson, með fimm málverk sem hann tileinkar Ómari Smára og eiginkonu hans Nínu. „Yfirskriftin er Fólk, tré og ávextir. Ég mála aðallega por- trett og er með portrett af þeim báðum, Nínu í líki heilagrar konu, en myndin nefnist einmitt Heilög Nína. Ég reyni svo að sýna Ómar Smára sem íhugandi og djúpvitr- an mann og endurspegla í mynd- unum þá rómantísku mynd sem ég hef af þeim hjónum. Þau eru nefnilega andlegir risar sem hafa þrek í að hírast saman tvö á eyju með veðurvita og húsdýr á Ísa- fjarðardjúpinu meirihluta ársins, brenna svo beint inn í Land- mannalaugar og veltast þar um í náttúrunni og fara algerlega á mis við dásemdir höfuðborgar- lífsins nema tvo, þrjá daga á ár- inu.“ Karl Jóhann Jónsson útskrifað- ist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Sýningin er opin fimmtudag til sunnudaga frá klukkan 14-18. ■ HEILÖG NÍNA Portrett eftir Karl Jóhann Jóhannsson, listmálara, sem hann gerði af vinkonu sinni Nínu. Heilagt fólk og líðandi stund ■ GALLERÍ HLEMMUR STÓRA SVIÐ NÚLLSJÖ NÚLLSEX 2003 Dansleikhúskeppni LR og ÍD Lau 7/6 kl 20 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 6/6 kl 20 Fö 13/6 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR Í VOR LITLA SVIÐ RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 6/6 kl 20 - UPPSELT Lau 21/6 kl 20 - AUKASÝNING ATH: SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasalan, sími 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 568 0383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA! Borgarleikhúsið er fjölskylduvænt leikhús: Börn, 12 ára og yngri, fá frítt í leikhúsið í fylgd með forráðamönnum. (Gildir á ÖFUGU MEGIN, PÚNTILA, SUMARÆVINTÝRI, MAÐURINN SEM). Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími: 563 1770 LESSTOFA OG AFGREIÐSLA opin alla virka daga kl. 10-16. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1.sept. 2003 Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Lokað. 13. júní verða opnaðar sýningarnar: Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg samtímalist og Erró. KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Rússnesk ljósmyndun – yfirlitssýning, Örn Þorsteinsson, Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson – Nútímamaðurinn Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is s: 577-1111 Fjölbreytt dagskrá í alla hvítasunnuhelgina Nýjar sýningar í Árbæjarsafni: Lárus Sigurbjörnsson Daglegt líf á sjötta áratugnum Fyrsta ganga í Viðey þriðjudaginn 10. júní kl. 19.30 Menningarmiðstöðin Gerðuberg www.gerduberg.is • sími 575 7700. Innritun í Gagn og gaman stendur yfir. Sýningar: Brýr á þjóðvegi 1 Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af brúm á þjóðvegi 1 Íslandsteppin Ísl. bútasaumsfélagið sýnir bútasaumsteppi. Síðasti sýningardagur 6.júní. Lokað um helgar frá 31. maí - 1.sept. s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma: s. 552 7545 og á heimasíðu www.bokasafn.is Ritsmiðja í Borgarbókasafni Ritsmiðja fyrir 8 - 12 ára krakka 10. - 13. júní Upplýsingar í síma 5631717 og 567 5320 og á heimasíðu safnsins www.borgarbokasafn.is Minjasafn Orkuveitunnar Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal er opið sun. 15-17 og eftir samkomulagi í s. 567 9009

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.