Fréttablaðið - 05.06.2003, Page 36
Ef manni er þungt í sinni erbesta ráðið að fara út að ganga
og taka vel á. Þá myndast endorfín
í heilanum og maður kemur endur-
nærður heim. Tilbúinn að takast á
við lífið,“ segir Bergþóra Reynis-
dóttir, sem var að verja meistara-
ritgerð sína um þöggun þung-
lyndra kvenna. Bergþóra er geð-
hjúkrunarfræðingur og hefur lengi
unnið með fólki með geðraskanir.
Það raskar þó ekki ró hennar
sjálfrar:
„Ég sinni meðal annars heima-
geðhjúkrun og hitti þannig alls
kyns fólk. Það skemmtilegasta við
starfið er að sjá fólk lifna við og
takast á við lífið án lyfja. Það ger-
ist sem betur fer oft,“ segir Berg-
þóra, sem er ógift og sjálfstæð,
eins og hún segir sjálf, fjögurra
barna móðir sem nýtur lífsins til
fulls á milli þess sem hún sinnir
geðfötluðum:
„Að sjálfsögðu hef ég lent í eðli-
legum sveiflum lífsins. En ég veit
sem er að það kemur dagur eftir
þennan dag,“ segir Bergþóra og
leggur áherslu á að sú staðreynd sé
mikilvæg í hugsanaferli allra sem
finna fyrir þunglyndi. „Lífið er líka
þjáning og það hlýtur að enda með
ósköpum ef deyfa á alla vanlíðan
með geðlyfjum. Of oft er gripið til
þeirra sem fyrsta og eina úrræðis
gegn þunglyndi. Því fylgir hins
vegar oftar en ekki að kynlöngun
hverfur og bros af vörum líka. Þá
er fátt eftir,“ segir Bergþóra, sem
sækir lífskraftinn í gönguferðir
með sjónum og á fjöll. Þá hefur
hún lengi stundað skíðaíþróttina
með börnum sínum fjórum sem
eru á aldrinum 15 til 30 ára. Hún
nýtur þess að ferðast innanlands;
uppalin í Reykjavík með rætur á
landsbyggðinni sem kalla þegar
stund gefst milli stríða. ■
Þetta er nú bara heimilisiðnað-ur. Var að dunda við þetta um
vetrarkvöld, timbraður eftir
þorrablótið,“ segir Guðmundur
Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísa-
firði, sem hannað hefur dverga-
flotvörpu fyrir prins í Arabíu.
Ekki þó til þess að veiða dverga
heldur fiska því prinsinn er orð-
inn leiður á árangurslítilli stang-
veiði í Persaflóa: „Það veiðist orð-
ið ekkert þarna í Flóanum þannig
að menn
verða að grípa
til stórbrotn-
ari aðgerða,“
segir hafnar-
stjórinn, sem
þegar hefur
sent dverga-
trollið til Abu
Dhabi þar sem
prinsinn býr
og stundar
s p o r t v e i ð a r
sínar. Guð-
mundur segir
að prinsinn
eigi marga skemmtibáta en trollið
er svo lítið að auðveldlega má
koma því fyrir í bakpoka og fara
með hvert sem er: „Þetta er svona
30 prósent af stærð venjulegs
fiskitrolls,“ segir hann.
Dvergatrollið er vönduð smíð
og lýtur öllum lögmálum í upp-
byggingu venjulegrar dragnótar.
Aðeins smækkuð útgáfa. „Ég lét
smíða toghlera úr ryðfríu stáli í
Danmörku og þeir fylgja með,“
segir Guðmundur, sem ætlar sjálf-
ur að fara til Abu Dhabi og kenna
prinsinum að fara með trollið. „Ég
á bara eftir að finna mér tíma til
ferðarinnar en ég fer í sumar.“
Guðmundur þekkir ekki ar-
abíuprinsinn sjálfur en þekkir
mann sem þekkir hann. Þannig
kom málið til. Guðmundur hefur
starfað víða um heim við fisk-
veiðiráðgjöf, meðal annars í
Austurlöndum nær. Hann gerir
ráð fyrir að prinsinn ætli að
veiða ýmiss konar hitabeltisfisk
í trollið sitt og nefnir þar til sög-
unnar fiska sem nefnast
groupers og snappers á ensku:
„Þetta eru fallegir fiskar sem
fara vel á grillið,“ segir Guð-
mundur.
eir@frettabladid.is
Hrósið 34 5. júní 2003 FIMMTUDAGUR
Persónan
BERGÞÓRA
REYNISDÓTTIR
■ var að verja meistararitgerð sína um
þunglyndar konur. Sjálf er hún hress og
nýtur lífsins.
Imbakassinn
...fá Stuðmenn fyrir sígilda
sumarkæti og enn einn
sumarsmellinn, Halló, halló,
halló.
Fréttiraf fólki
Lífið er líka þjáning
Helgi Hjörvar fór mikinn íræðustól Alþingis í jómfrú-
arræðu sinni á dögunum og var
gangurinn á hon-
um slíkur að ald-
ursforsetanum,
Halldóri Ásgríms-
syni utanríkisráð-
herra, var nóg
boðið og benti
nýja þingmannin-
um á að gæta
orða sinna. Framganga Helga
virðist ekki hafa komið dóms-
málaráðherranum Birni Bjarna-
syni verulega á óvart enda veit
hann það eftir skamma viðkyn-
ingu við Helga í borgarstjórn
Reykjavíkur að drengurinn er til
alls vís.
Björn gerir upp við frumraungamla MORFÍS-jaxlsins á Al-
þingi í nýjum pistli á heimasíðu
sinni og segir
meðal annars:
„Ég hef kynnst
framgöngu Helga
Hjörvars í borgar-
stjórn Reykjavík-
ur og oft undrast
hinn ósvífna tón,
sem hann tileinkar sér í málflutn-
ingi. Starfsaldursforseti þingsins
kærði sig ekki um, að þessi tónn
setti svip sinn á umræður í
þingsalnum, enda er hann til þess
eins fallinn að færa umræður á
lægra plan en menn eiga að venj-
ast á alþingi.“ ■
DVERGATROLLIÐ
Íslenskur heimilisiðnaður sem hafnarstjórinn dundaði sér við á löngum vetrarkvöldum að
loknu þorrablóti.
Vestfjarðaundur
■ Hafnarstjórinn á Ísafirði hefur hannað
smækkaða gerð af dragnót fyrir prins í
Abu Dhabi. Prinsinn er orðinn leiður á
árangurslitlum stangveiðum í Persaflóa
og grípur því til stórtækari aðgerða til að
ná sér í fisk á grillið.
Dvergatroll á
Ísafirði fyrir
prins í Arabíu
GUÐMUNDUR
KRISTJÁNSSON
Hafnarstjóri á Ísafirði
sem lætur drauma
rætast við Persaflóa.
LJ
Ó
SM
YN
D
: Þ
O
R
ST
EI
N
N
J
. T
Ó
M
AS
SO
N
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Brynjólfur Bjarnason.
Roy Makaay.
Pétur Blöndal.
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að
hágengisvandinn og áfengisvandinn eru
tvennt. Annað getur þó leitt til hins.
BERGÞÓRA REYNISDÓTTIR
Sækir kraft í sjávarloftið þegar hún gengur
hraustlega við sjóinn.