Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2003, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 05.06.2003, Qupperneq 38
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR Það eru fáir bílar betri ferðabílar en Subaru Legacy. Og hann fæst nú á lægra verði en flestir meðalstórir fólksbílar, traustur, sérlega rúm- góður og þar að auki fjórhjóladrifinn. Subaru Legacy kann vel við sig á íslenskum vegum og ber þig og fjölskylduna mjúklega yfir, jafnvel þótt ójafnt sé undir. Kjalvegur eða Kjalarnes, Subaru er hvergi banginn. Vantar þig drifkraftinn til að ferðast innanlands í sumar? 2.320.000kr.verð frá Sævarhöfða 2 · Sími 525 8000 · www.ih.is F í t o n / S Í A F I 0 0 7 2 1 6 Veglegur ferðapakki innanlands fylgir með kaupum á nýjum Subaru Legacy í júní. Ég flutti til Íslands að vori til,fæddist og ólst upp framan af barnæskunni ögn sunnar í Evrópu. Ég man enn hvernig ég beið eftir sumrinu þetta fyrsta vor á Íslandi, fór í bæinn með mömmu að kaupa stuttbuxur og bol eins og við vorum vanar á vorin. Einu sinni hætti ég mér út í þessum búningi og enn get ég endurlifað tilfinninguna þegar kuldinn nísti gegnum merg og bein. En sumarið kom aldrei þetta sumar og ekki mörg þau næstu. Í minning- unni var mér eiginlega samfellt kalt árum saman, alltaf nema þegar fjöl- skyldan ferðaðist til landsins sem hafði fóstrað mig frá fæðingu. LOKS lærðist mér að sumar er ekki það sama og sumar. Íslenskt sumar er eins og skandínavískt vor eða haust og það er í góðu lagi. Kúnstin er bara að ímynda sér ekki að það sé steikjandi hiti í íslensku sumri. Það er að minnsta kosti galdurinn sem gildir fyrir mig. Hins vegar finnst mér gæta mikillar veðurbjartsýni hér í þessu góða landi. Sú bjartsýni er nokkuð skemmtileg íþrótt sem brýst til dæmis út í undrun yfir roki og rigningu að sumarlagi og jákvæð- um veðurminningum frá umliðnum sumrum og ekki síst stórbrotnum lýsingum á veðurlagi í öðrum lands- fjórðungum, einkum og sér í lagi fyrir norðan og austan. ÉG HEF SJÁLF oft komið austur og dvalið langdvölum fyrir norðan sumar eftir sumar. Svo einkennilega vill til að hitabylgjurnar hafa samt aldrei skollið á mér. Einu sinni fannst mér þetta algert svindl en nú er mér alveg sama því íslenskt sum- ar er nú besta sumar sem ég veit og mér hefur lærst fyrir löngu að kaupa ekki stuttbuxur á vorin heldur þunnar ullarpeysur, gjarnan í ljósum litum, eða glaðlega flíspeysu sem getur verið öndvegissumarflík. UM DAGINN var dásamlegt veður á laugardegi, bæði hlýtt og sólskin. Þjóðin sameinaðist í stuttbuxum, dró garðhúsgögnin út á palla og svalir, þreif útigrillin og eldaði á þeim kvöldmatinn. Daginn eftir var enn bjart í veðri en heldur var samt orð- ið hráslagalegt. Ég fór út í búð og dáðist að bjartsýni manns sem þar var að versla og var enn á stuttbux- um. Þrautseigur, hugsaði ég og fann um leið kuldann læðast upp eftir fót- leggjunum. Ég var nefnilega berfætt í sandölum! ■ Sumarið

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.