Fréttablaðið - 13.07.2003, Síða 1

Fréttablaðið - 13.07.2003, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 24 Leikhús 24 Myndlist 24 Bíó 24 Íþróttir 20 Sjónvarp 26 DAGURINN Í DAG SUNNUDAGUR 13. júlí 2003 – 157. tölublað – 3. árgangur ARAFAT HÓTAÐ Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, hvatti Evrópuríki í gæt til að skera á tengslin við Yasser Arafat. Talsmaður stjórnarinnar hótaði því að Arafat yrði gerður brottrækur frá Palestínu ef hann ynni gegn friðar- ferlinu. Sjá bls. 2 KR VANN Íslandsmeistarar KR unnu efsta lið deildarinnar, Þrótt, með tveimur mörkum gegn engu. Sjá bls. 2 ALLIR REKNIR Fjárhagslegir erfiðleikar leika Altech grátt. Fyrirtækið hefur sagt upp öllum starfsmönnum. Þeir eiga inni laun hjá fyrirtækinu. Sjá bls. 2 Í HÁR SAMAN Bretar og Bandaríkja- menn eru komnir í hár saman um hvort upplýsingar Breta séu trúverðugar. Yfirmaður CIA segir að svo sé ekki en utan- ríkisráðherra Bretlands vísar því alfarið á bug. Sjá bls. 4 SEGIR EKKERT Sigurður Már Hreið- arsson, forstjóri Kaupþings Búnaðarbanka, vill ekkert tjá sig um atburði 30. júní. Sjá bls. 2 ▲ SÍÐUR 18-19 viðtal VEÐRIÐ Í DAG Stærsta útsalan battlmenningin blómstrar ● einvígi orðanna Rapp í Reykjavík: ▲ SÍÐA 12 Ég ætla þér að sýna, hvernig á að ríma ímynd hinnar sjálfstæðu konu Katharine Hepburn: ▲ SÍÐA 10 Sérvitur stórstjarna Ingibjörg Pálmadóttir fær fjölskylduna í mat Sunnudagssteikin: ▲ SÍÐA 30 Slegist um hrygginn Fátt aumlegra en gervibros ▲ SÍÐUR 16-17 úttekt Raunhæf hugmynd eða della? Halldór Ásgrímsson: Íslensk hersveit Réttað verður í Reykjavík Ekki kemur til greina af saksóknara hálfu að flytja réttarhöld frá Reykjavík þrátt fyrir að hnífstungumaðurinn sé kominn í hendur varnarliðsins. DÓMSMÁL Þó varnarliðsmaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að stinga mann með hnífi í miðbæ Reykjavíkur hafi verið afhentur varnarliðinu til gæslu meðan á gæsluvarðhaldi stendur kemur ekki til greina af hálfu ríkissaksóknara- embættisins að afhenda forræði yfir málinu og rétta í því annars staðar en í Reykjavík samkvæmt heimildum blaðsins. Ekki kemur til greina að íslenskur saksóknari sæki málið á svæði bandaríska varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli. Vonir utanríkisráðuneytisins standa þó enn til að ríkissaksóknari framselji manninn í hendur varn- arliðinu. „Við teljum ekki ómögu- legt að sátt náist um ákvörðunina. Erum ekki úrkula vonar um að rík- issaksóknari muni að lokum fallast á okkar rök,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu. „Þetta er ein- ungis spurning um vistunarstað, í þessu felst ekkert framsal á lög- sögu,“ segir Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari. Sjá bls. 2 Búast má við sólríku veðri á Austurlandi í dag en annars staðar koma regnhlífar að góðum notum. Sjá nánar á bls. 6 SAFNADAGUR Jafnt listasöfn, byggða- söfn sem náttúrugripasöfn um land allt eru með eitthvað sérstakt í gangi í dag í tilefni af safnadeginum. Gönguferðir um sögu- slóðir eru víða í boði, meðal annars um miðborg Reykjavíkur. Sjá nánar: Það mátti sjá gula miða víða í gluggum á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri í gær. Á miðunum fagnaði fólk fyrstu sunnudagsútgáfu Fréttablaðsins – blaðinu sem þú ert að lesa núna. Hér eftir mun Fréttablaðið koma út á sunnudags- morgnum sem aðra morgna vikunnar. Þar með mun fólk hafa aðgang að glóðvolgum fréttum, greinum og viðtölum á sunnudagsmorgnum en hingað til hafa íslensk dagblöð ýmist sleppt sunnudeginum eða gefið sunnudagsblöð sín út seinni part laugardags. Í gær var liðið eitt ár síð- an Frétt ehf. tók við útgáfu Fréttablaðsins og er aukin útgáfa blaðsins í raun lokahnykkurinn á fyrsta árinu. Sjá nánar síðu 8. Loksins dagblað á sunnudagsmorgni Fórnarlamb nauðgunar: Boðið fé fyrir þögn KYNFERÐISAFBROT „Þeir sögðu að ég vissi ekki hvað ég væri að gera manninum, hann ætti konu og börn. Auk þess kæmi þetta sér illa fyrir vinnustaðinn og myndi setja framtíð hans í hættu. Þeir héldu að ég væri að kæra til að hafa peninga af manninum. Ég kærði vegna þess að það var brotið á mér og vegna þess að hann þarf að bera ábyrgð á gerðum sínum.“ Þetta segir 24 ára stúlka sem hefur kært yfirmann sinn fyrir nauðgun á vinnustað þeirra í Reykjavík. Eftir að málið kom upp þrýstu vinir mannsins á stúlkuna að kæra manninn ekki og buðu henni greiðslu fyrir að falla frá máli sínu. Tilboð þeirra fóru hækkandi og hljóðaði síð- asta boð þeirra upp á rúma hálfa milljón króna. Stúlkan lýsir reynslu sinni í viðtali sem er hluti af úttekt Fréttablaðsins á kynferðisbrotamálum. Frá því að neyðarmóttaka fyr- ir þolendur kynferðisafbrota var sett á fót við Landspítalann fyrir tíu árum síðan hafa nær þúsund einstaklingar leitað þangað, langflestir konur. Eyrún Jóns- dóttir umsjónarhjúkrunarfræð- ingur segir þjónustu móttökunn- ar ekki bundna við þá sem ætla að kæra. Fyrst og fremst sé lögð áhersla á stuðning við þolendur kynferðisofbeldis. Sjá bls. 6

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.