Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2003, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 13.07.2003, Qupperneq 11
■ Starfið mitt ■ Listamannalaun Nokkra athygli vakti þegardanski tónlistarmaðurinn Kim Larsen hafnaði opinberum lista- mannalaunum sem honum voru boðin fyrir nokkru. Launin áttu að nema 14 þúsund dönskum krónum á ári, sem leggja sig á 160 þúsund ís- lenskar krónur. Fremur snautlegt miðað við það að heiðurslaun lista- manna hérlendis eru 1,6 milljón. Launasjóður listamanna í Dan- mörku tilnefndi Kim Larsen, sem er orðinn 57 ára gamall, fyrir fram- lag sitt til danskrar menningar. Larsen telur hins vegar að það stríði gegn skoð- unum sínum að þiggja verðlaun og styrki og hef- ur hann í gegnum tíðina slegið hendinni á móti fjöl- mörgum slíkum tilboðum. „Sko, Kim Larsen hefur efni á því að vera anarkisti. Hann hefur alla tíð hafnað öllum verðlaunum,“ segir Bjartmar Guðlaugsson, sem hefur hitt kappann og segir hann góðan gaur með réttlætiskenndina í fínu lagi. Fréttablaðið reyndi að finna íslenska hliðstæðu við Larsen og Bjartmar er góður kostur. Á þeim er hins vegar veigamikill munur. „Kim Larsen er götustrák- ur og mér finnst þetta fínt hjá hon- um,“ segir Bjartmar. „Hann er hins vegar með ríkari Dönum og það myndi vera hallærislegt í hinu sós- íalíska kerfi ef ríkur maður færi að þiggja styrki. Ég er hræddur um að ég hefði hins vegar ekki slegið hendinni á móti þessu. Ég er ekki viss um að ég sem blankur stjórn- leysingi gæti það. Það er allt í lagi að hafna titlum en verra að hafna peningum. Það er jafndýrt fyrir hugsjónamenn eins og aðra að lifa.“ jakob@frettabladid.is AUÐUR Auður Alfífa Ketilsdóttir hefur unnið í Góða hirðinum í eitt og hálft ár. Auður Alfífa Ketilsdóttir: Skemmtileg- asta búð í Reykjavík Auður Alfífa Ketilsdóttir hefurunnið í Góða hirðinum í eitt og hálft ár. „Mér líkar bara mjög vel hérna. Þetta er tvímælalaust skemmtilegasta búð í Reykjavík,“ segir Auður, sem er 23 ára. Hún er ein tíu starfsmanna búðarinnar, sem selur notaða hluti sem fólk hefur ekki lengur þörf fyrir. „Það er reyndar mjög nei- kvætt að vinna hérna ef maður er safnari,“ segir Auður. „Ég er mik- ill safnari og á allt of mikið af bók- um og allt of mikið af plötum.“ Hún gerir mikið af því að safna hlutum sem er komið með í búð- ina. „Ég versla bara hérna. Ég byrjaði meira að segja að versla í Góða hirðinum löngu áður en ég byrjaði að vinna hérna. Þetta er snilldarbúð.“ Auður segir að skrýtnasti hlut- urinn sem hefur rekið á fjörur Góða hirðisins sé hlust úr hval. Einnig rak hún upp stór augu þeg- ar stólpípa barst til búðarinnar. Fyrir áhugasama er rétt að geta þess að báðir hlutirnir eru seldir. ■ BJARTMAR GUÐLAUGSSON Hin íslenska hliðstæða Kim Larsen telur afar hæpið að hann myndi slá hendinni á móti listamannalaunum byðist honum þau. „Ég er ekki viss um að sem blankur stjórnleysingi gæti ég það.“ HEIÐURSLAUNÞEGAR LISTA- MANNA Á ÁRINU 2003 (1,6 MILLJÓNIR Á ÁRI) ERU: Atli Heimir Sveinsson Árni Kristjánsson Ásgerður Búadóttir Erró Fríða Á. Sigurðardóttir Guðbergur Bergsson Guðbjörg Þorbjarnardóttir Gunnar Eyjólfsson Hannes Pétursson Herdís Þorvaldsdóttir Jón Nordal Jón Þórarinsson Jórunn Viðar Kristján Davíðsson Matthías Johannessen Róbert Arnfinnsson Svava Jakobsdóttir Thor Vilhjálmsson Þorsteinn frá Hamri Þráinn Bertelsson Þuríður Pálsdóttir 11SUNNUDAGUR 13. júlí 2003 Kim Larsen afþakkaði listamannalaun. Bjartmar Guðlaugsson myndi ekki gera slíkt hið sama: Erfitt að vera blankur stjórnleysingi KIM LARSEN Með ríkari Dönum og líklega ekki mikið mál fyrir hann að hafna 160 þúsund kallinum sem honum var boð- inn í formi listamanna- launa.„Kim Larsen er götustrákur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.