Fréttablaðið - 13.07.2003, Side 13

Fréttablaðið - 13.07.2003, Side 13
■ Battl Dóri DNA er kannski ekki efst-ur á blaði yfir íslenska rapp- ara ef marka má umdeildan lista Sumarliða sem settur var fram á huga.is fyrir nokkru en hann er ótvírætt einn snjallasti battl- arinn,“ segir Gunnar Þorri P é t u r s s o n , pistlahöfundur í Víðsjá á Rás 1. Hann hefur skoðað fyrir- bæri sem teljast má með þeim nýjustu í unglinga- menningunni. Battl kallast það og er í raun einvígi milli rappara sem miðar að því að gera lítið úr and- stæðingi sínum með hnitmiðaðri rímnaþulu að hætti rappara. „Gúddsjitt eða ég er farinn“ Gunnar Þorri segir af frægu atriði úr einni rimmunni milli þeirra Dóra DNA og rappara sem kallar sig Steinbítinn. Það hlýtur að fylgja þessari sögu að Dóri DNA heitir Halldór Halldórsson og er barnabarn Halldórs Lax- ness. „Snemma í febrúar kom Dóri DNA fram í Norðurkjallara MH ásamt Bæjarins bestu og öðrum rappsveitum,“ segir Gunnar Þorri. „Framhaldið er nútí- magoðsögn sem finna má í ótel- jandi útgáfum á spjallrásum netsins. Svo virðist sem meðlimur í rapptríóinu Igore hafi látið í veðri vaka að kveðskapur Dóra væri lítt sæmandi barnabarni Nóbelskálds. Samstundis stekkur DNA upp á svið og rímar Igore í rot. Dóri lætur ekki þar við sitja og lætur aftur til skarar skríða í reykpásu skömmu síðar er hann ljóðar á Steinbít, rappara sem vermir sæti númer 46. á styrk- leikalista Sumarliða. Steinbítur reynir að krafsa í bakkann en Dóri DNA er ósigrandi og lýkur rímu sinni á setningu sem hefur orðið tilefni mikilla heilabrota meðal netverja. „Ef þú kemur ekki með eitthvað gúddsjitt þá er ég farinn.“ Steinbítur svarar að bragði: „Ég ætla þér að sýna / hvernig á að ríma...“ Við svo búið snýst Dóri DNA á hæl frekar en að svara manni sem býður ekki upp á annað en þennan hortitt. „Hey hvert ertu að fara, maður?“ kallar Steinbítur á eftir Dóra: „Ég ætla að sýna þér hvernig á að ríma...“ Sýna og ríma! Þetta er búið. Dóri yfirgefur svæðið og hverfur inn í bifreið sem skömmu síðar er aðeins reykský á bílaplan- inu.“ Sökkaði feitt í því battlinu Hugi.is er einn helsti vettvang- urinn fyrir skoðanaskipti í þess- um geira. Eftir þessi harkalegu viðskipti þeirra DNA og Steinbíts- ins fann Steinbíturinn sig knúinn til að senda frá sér tilkynningu á huga sem í styttri útgáfu er á þessa leið: „Hér er ekkert samsæri í gangi. Dóri sendi mér skilaboð og spurði af hverju ég væri að fronta svona, og sem front þá vil ég fronta og svara honum hér: Til að skapa smá spennu mar. Plús það að ég veit ég sökkaði feitt gegn þér og var arfaslakur í því battli, en afsakaðu sjálfstraustið, ég get freestælað og það væri aðeins skemmtilegra ef þú myndir líta á mig sem verðugan andstæðing. [...] Þú veist vel að mig dauðlang- ar að battla þig af því ég er algjör- lega á móti því að gaur úr Mos- fellsdalnum, komin af virðingar- verðum ættum rappi á íslensku, okkar forna fjársjóði, eins og hann búi á Malibu og sé með millj- óna dollara samninga hér og þar, hins vegar nærðu að koma því frá þér á drulluflottan hátt, annað en sumir rapparar sem einnig saurga okkar fornu tungu með svipuðum viðfangsefnum.Ég vona að ég geti haft einhver áhrif á þig. mcSB“ Öryrkinn Dóri DNA „Sko, það hafa verið haldnar þrjár keppnir. Eitt rímnastríð í Norðurkjallara MH og tvær á Gauki á Stöng: Rímnastríð og Battle of the MCs,“ segir sjálfur Dóri DNA sem þiggur viðurnefni sitt af hljómsveit sem hann var eitt sinn í. Dóri segir fyrirkomulagið vera þannig að tveir rapparar etja kappi og fá til þess tvær lotur sem eru hálf mínúta hver. „Á þessari hálfu mínútu áttu bara að láta hinn líta illa út og vera hress og skemmtilegur, „ segir Dóri. „Það er mikið kappsmál að þú semjir rímurnar á staðnum. Þeir sem koma með fyrirfram samið standa verr að vígi. Best er að semja þetta jafnóðum.“ Dóri vill reynd- ar meina að röppurunum hafi tek- ist að íslenska það sem nú kallast battlari. Öryrki sé ljómandi nafn, það eru þeir sem eru góðir að ör- yrkja og rappararnir séu í Ör- yrkjabandalaginu. Dóri segir að í þeim þremur keppnum sem haldnar hafa verið hafi hann og Elvar í Afkvæmum guðanna ævinlega mæst í úrslit- um. Dóri vann fyrstu viðureign- ina en Elvar þær tvær síðustu. Að- spurður segir Dóri það vera til vansa að vera með óburðugan dónaskap. „Ef maður segir að hinn sé fífl og mamma hans mella, þá er það einfaldlega lélegt,“ seg- ir hann. „Þetta er spurning um að vera sniðugur en ekki keppni í að vera svívirðilegri. Ég er til dæmis frekar þybbinn og ef einhver seg- ir mig feitan, þá er það alveg glat- að. Hins vegar sagði Elvar eitt sinn að ég væri að battla ham- borgaratilboð. Það var mjög gott hjá honum.“ Að sögn Dóra var keppni núm- er 2 þeirra besta battl og hafði Elvar verðskuldaðan sigur. „Þá sagði hann: Gæinn er bara frægur af því að afi hans er Halldór Lax- ness. Og það svínvirkaði hjá hon- um.“ „Ekki dissa mig, í rímum er ég fær“ Gunnar Þorri hefur sett fram skemmtilega og sannfærandi kenningu. Battlari er nýtt orð í ís- lensku líkt og bretteur var í Rúss- landi á 19. öld en bæði vísa til þeirra sem annálaðir eru fyrir einvígi. Þetta virðist fylgja nýjum straumum á menningarsviði Rússneskar bókmenntir voru að fæðast líkt og rappið á Ísla árið 2001. Og sagan endurtek sig. Árið 2001 komu út plö Sesar A og Rotweilerhunda, þ fyrstu þar sem eingöngu er r pað á íslensku „Í hverju eina lagi á plötu Rottweiler eru ra verulegir og ímyndaðir óvi skoraðir á hólm, battlaðir og battlaðir þar til rímnasmiður stendur einn og ósigraður eftir þessari plötu er að finna fyr birtingu Dóra DNA í rappheim og hann gefur ekki tommu efti Berst með orðum og nota þau s spjót á móti mér fellurðu eins og hlu bréf í DeCode; svo ekki dissa mig því í rímum ég fær Dóri DNA, Mosfellsbær“ jakob@frettablad 12 13. júlí 2003 SUNNUDAG Siglingadagar 2003 Ísafirði 18. til 27. júlí Nánar á: www.isafjordur.is/siglingadagar N e th e im a r e h f. UMDEILDUR LISTI - 50 BESTU RAPPARARNIR! Sá sem kallar sig Sumarliða á spjal svæðinu huga.is vogaði sér að setja saman lista yfir 50 bestu rapparana „Raðað eftir textum, flæði og frum- leika. Njótið.“ Listi Sumarliða gefur ágæta hugmynd um hversu öflugur þessi menningarkimi er en skemms er frá því að segja að á þessu helst spjallsvæði unglinga varð allt brjála og óteljandi svör bárust þar sem fjö margir lýstu yfir megnustu óánægju með listann. „Nú held ég að þú haf verið að skapa meira beef en Slátu félag Suðurlands,“ skrifar gsi, „Grei legt að þú ert ekkert annað en ein- hver árbæjaraðdáandi dauðans ef maður fer eftir efstu sætunum á lis anum þínum,“ segir ozo og frikki se ir: „Það er álíka gáfulegt að troða Igore inn á þennan lista eins og tan kremi aftur í túpuna.“ 1. Hr. Kaldhæðni (Afkvæmi guðanna) 2. Bent (xxx Rottweiler/Bent & 7Berg 3. Misskilinn (Afkvæmi Guðanna) 4. 7Berg (Bent & 7Berg) 5. Offbeat MC (Skytturnar) 6. Tact (Forgotten Lores) 7. Vivid Brain (P.O.P Forms) 8. BlazRoca (xxx Rottweiler) 9. Class B (Forgotten Lores 10. Mezzías MC 11. MagzE (Ant Lew/Maximum) 12. Bobbi Vandræðagemsi 13. Sesar A 14. Mystic (Twizted Minds) 15. Móri (Delphi) 16. Ómar Suarez (Quarashi) 17. Hlynur (Skytturnar) 18. Gunni (Skytturnar) 19. Hughvarfahríð (Get ekki gert upp á milli þeirra) 20. Mauze 21. Dóri (Bæjarins Bestu) 22. Mr. Slim (Forgotten Lores) 23. Svarthjarta (Smjattpattarnir) 24. Illhugi (Smjattpattarnir) 25. Beatific (Poetic Reflections) 26. Hefðarköttrinn (P.O.P. Forms) 27. Cell 7 (Subterranean/Faculty) 28. OPee (O.N.E.) 29. MC Rain (Twizted Minds) 30. Andri Izle 31. MC Tiny 32. Freydís 33. Ramses (Upprunalega Fólkið) 34. Andri (Diplomatiks) 35. Mikki (Diplomatiks) 36. Pési (Igore) 37. T-Bone (Bounce Brothers) 38. Frikki (Igore) 39. Marlon 40. Logbert (Dialectics) 41. Steini (D.N.A.) 42. L.KO (Dialectics) 43. Tha Angel 44. Chipha 45. Gretzky B. (Chosen Ground) 46. Steinbítur 47. Boli 48. Ægir (Dialectics) 49. Andri Pet (Chosen Ground) 50. MC Eddi „Battl“ er einvígi þar sem rapparar reyna að ríma hvorn annan í kaf. Battl getur reynst býsna illvígt og er allt látið flakka. Dóri DNA er einn tveggja bestu battlara á Íslandi og mótherjar hans hika ekki við að notfæra sér vaxtarlag hans og þá staðreynd að hann er barnabarn Nóbelskáldsins – þegar þeir senda honum tóninn. Ég ætla þér að sýna, hvernig á að ríma GUNNAR ÞORRI PÉTURSSON Hann hefur kynnt sér fyrirbærið battl og sér ákveðna samsvörun á milli þess að vera „battlari“ og svo „bretteur“ sem voru menn sem stunduðu einvígi í Rússlandi á 19. öld. „Þetta er spurning um að vera snið- ugur en ekki keppni í að vera svívirði- legri. HR. KALDHÆÐNI Efstur á lista Sumarlida. DÓRI DNA Sonarsonur Nóbelskáldsins er einn öflugasti „battlarinn“ í bransanum í dag. Battl er eins konar einvígi í að ríma - og getur orðið illvígt á stundum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÚT JÚLÍ-MÁNUÐ AF FÖRÐUNARLÍNU NO NAME SJÁ ÚTSÖLUSTAÐI Á WWW.NONAME.IS 15% AFSLÁTTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.