Fréttablaðið - 13.07.2003, Side 25
■ ■ ÚTIVIST
8.00 Dagsferð Ferðafélags Íslands
verður farin á Kerlinguna á Kaldadal og
þaðan ofan Hrúðurkarla á Litla-Björns-
fell og síðan áfram á línuveg við Hrauk.
Gangan tekur um sjö klukkustundir. Lagt
verður af stað frá BSÍ með viðkomu í
Mörkinni 6. Fararstjóri er Sigrún Huld
Þorgrímsdóttir.
■ ■ MESSA
10.30 Þema morgunsöngs í Hafn-
arfjarðarkirkju verður hið nýja fjöl-
menningarlega samfélag sem er í mót-
un á Íslandi. Prestur er séra Þórhallur
Heimisson en organisti Jón Ólafur Sig-
urðsson. Þetta er síðasti þemamorgunn
sumarsins.
■ ■ TÓNLIST
15.00 Helga Ingólfsdóttir sembal-
leikari flytur verk eftir Louis Couperin,
Georg Böhm og Jóhann Sebastian Bach
á Sumartónleikum í Skálholti.
15.00 Jazzfélagarnir Alfreð Alfreðs-
son á trommur, Árni Scheving á bassa,
Jón Páll Bjarnason á gítar og Þórir Bald-
ursson á hljómborð troða upp á fyrstu
sunnudagsuppákomunni í nýju og
glæsilegu Listasafni Árnesinga í Hvera-
gerði. Aðgangur er ókeypis.
16.00 Skálholtskórinn kemur í
heimsókn á dagskrá Listasumars á Sól-
heimum í Grímsnesi. Kórinn syngur
nokkur lög í kaffihúsinu Grænu könn-
unni.
16.40 Sönghópurinn Hljómeyki
flytur trúarleg verk eftir Oliver Kentish í
tónlistarstund fyrir messu á Sumartón-
leikum í Skálholti. Stjórnandi er Bern-
harður Wilkinson. Messan hefst síðan
klukkan fimm og í henni verða fluttir
þættir úr tónverkum eftir Oliver Kentish.
17.00 Páll Óskar Hjálmtýsson og
Monika Abendroth hörpuleikari leika
og syngja blandaða efnisskrá með nýju
og gömlu efni á Sumartónleikum í Ak-
ureyrarkirkju.
20.00 Roger Sayer, dómorganisti
frá Rochester, kemur fram á tónleikum í
röðinni Sumarkvöld við orgelið í Hall-
grímskirkju. Sayer leikur verk eftir Ed-
ward Elgar, César Franck, Anton Heiller
og Charles-Marie Widor.
Bandaríska hljómsveitin Mastodon
spilar á Gauknum. Forgarður Helvítis,
Changer og Brutal frá Vestmannaeyjum
hita upp. Þetta eru áfengislausir tónleik-
ar fyrir alla aldurshópa.
■ ■ SAFNADAGURINN
10.00 Selið í Skaftafelli. Ragnar F.
Kristjánsson þjóðgarðsvörður verður
með leiðsögn um bæinn í Selinu. Farið
verður frá Skaftafellsstofu. Önnur leið-
sögn verður klukkan 15.00.
13. júlí 2003 SUNNUDAG24
FAST AND T... 5.50, 8, 10.10 b.i
THE MATRIX R.. kl. 10 b.i
GULL PLÁN. m/ísl. kl. 2 Tilb. 30
BRINGING DOWN THE H... kl. 4 og
kl. 6, 8, og 10 POWERS. KL. 12 bi 14
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 b.i. 12 ára
kl. 6NÓI ALBINÓI
kl. 4 og 8 RESPIRO
kl. 4, 8 og 10 b.i. 12THE MATRIX REL...
kl. 4,JOHNNY ENGLISH
kl. 2, 5, 8 og 10
Sýnd í lúxus kl. 2, 5 og 8 VIP
TÖFRABÚÐ. m/ísl.
ANGER MANAGEMENT 5.45, 8, 10.30
Sýnd kl. 4, 7 og 10 b.i. 12 ára
Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8
3, 5.40, 8, og 10.20
Sýnd í lúxus kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50
kl. 5.40, 8 og 10.20 b.i. 14DARK BLUE
DUMB AND DUMB... 2, 4, 6, 8 og 10
AGENT CODY BANKS kl. 3.30
SKÓGARLÍF 2 m/ísl. kl. 2 og 4
KANGAROO JACK kl. 2, 4, 6 og 8
DARK BLUE kl. 8 og 10 b.i 16
TÖLVULEIKIR Í gær kom í verslanir
Eye Toy apparatið fyrir Play-
Station 2. Hér er á ferðinni nokkuð
sérstakt fyrirbæri sem saman-
stendur af stafrænni myndavél
með hreyfiskynjara og 12 smáleikj-
um. Hugmyndin er svo að setja
myndavélina ofan á sjónvarpið þar
sem spilað er og spila svo leikina
sem byggjast allir á því að nema
hreyfingar þínar sem þú átt að
reyna að samræma við fyrirmæli á
skjánum.
Þú getur átt að dansa, boxa, taka
nokkur karatehögg út í loftið eða
bara þrífa glugga, svo dæmi séu
tekin. Allir leikirnir byggjast þó á
hreyfingu og enginn stýripinni er
þarfur í sjálfa spilunina, bara til að
stilla valmöguleika og velja leiki.
Hreyfing og tölvuleikir eru ekki
hugtök sem iðulega er blandað
saman og gæti Eye Toy því verið
skemmtileg tilbreyting fyrir upp-
skrælnaða, náföla og vöðvarýra
leikjafíkla. Gamanið endist þó lík-
lega ekki að eilífu en Eye Toy smá-
leikirnir eru ekki fullgerðir og
djúpir leikir, heldur stuttir og e
faldir leikir sem hver sem ætti
geta skilið. ■
hvað?hvar?hvenær?
10 11 12 13 14 15 16
JÚLÍ
Sunnudagur
SÖFN „Söfnin í dag eru ekki bara
rykfallnir geymslustaðir. Þar er
ýmislegt um að vera og margt sem
höfðar til unga fólksins,“ segir
Gerður Róbertsdóttir, deildarstjóri
fræðsludeildar Árbæjarsafns.
Nánast öll söfn á Íslandi, bæði
byggðasöfn, listasöfn og náttúru-
gripasöfn, samtals fimmtíu söfn,
eru með eitthvað sérstakt í gangi í
dag í tilefni af safnadeginum, sem
nú er orðinn árviss viðburður.
„Hér á Árbæjarsafni erum við
með tvískipta dagskrá,“ segir Gerð-
ur. Annars vegar er söguganga niðri
í bæ þar sem Páll V. Bjarnason
sagnfræðingur ætlar að fylgja fólki
um Þingholtin. Lagt er af stað frá
túninu fyrir framan Menntaskólann
í Reykjavík klukkan tvö.
Hins vegar er dagskrá á Árbæj-
arsafni sem byrjar klukkan eitt.
Þar verður Guðjón Friðriksson
með leiðsögn um sýninguna Sögu
Reykjavíkur og að því búnu verð-
ur bókakynning þar sem höfundar
þriggja nýrra sagnfræðirita lesa
úr verkum sínum. Þetta eru þeir
Illugi Jökulsson, Guðjón Friðriks-
son og Eggert Þór Bernharðsson.
„Markmiðið með því að efna til
þessa safnadags er að vekja at-
hygli gesta á því blómlega star
sem fram fer í söfnum landsin
Það verða ýmsar uppákomur, t
dæmis er verið að sýna handver
og kynna ýmsar nýjungar í safn
starfi eins og sögugöngurnar, se
nú njóta mikilla vinsælda.“
Með sögugöngum er til dæm
átt við göngu Páls um Þingholti
Á Akureyri er boðið upp á göng
yfir Vaðlaheiði, þar sem far
verður gamla þingmannaleiðin.
Eyrarbakka verður farið í göng
ferð um gamla þorpið og á Hnjó
verður gengið upp í Sauðlauksda
gudsteinn@frettabladid
Fyrir börn á öllum aldri!
Fyrir
ferðina
GILOFA 2000
Upplagðir fyrir flugið
Fást í flestum
apótekum,
t.d. í
Lyf og heilsu,
Lyfju og
Ilskinn,
Háaleitisbraut.
EYE TOY MYNDAVÉLIN
Hreyfiskynjari og myndavél sem nýtist líka sem vefmyndavél ef því er til dreifa.
Tölvuleikjahreyfing:
Á fullri ferð framan við skjáinn
Safna ekki bara ryki
Nærri öll söfn á landinu eru með eitthvað sérstakt í gangi í dag.
FRÁ ÁRBÆJARSAFNI
Fimmtíu byggðasöfn, listasöfn og náttúrugripasöfn um land allt taka þátt í safnadeginum, sem nú er haldinn fimmta árið í röð.
kl. 2 og 4 Tilb. 500 kr.