Fréttablaðið - 13.07.2003, Blaðsíða 29
28 13. júlí 2003 SUNNUDAG
atvinnu/auglýsingar
Við leitum að
fulltrúa
Öryrkjabandalag Íslands óskar að ráða
fulltrúa á skrifstofu bandalagsins.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 1. ágúst nk.
Númer starfs er 3248.
Starfssvið:
Almenn skrifstofustörf.
Upplýsingagjöf.
Bréfaskriftir.
Prófarkalestur.
Yfirlestur innlendra og erlendra gagna.
Samantekt efnisatriða.
Samskipti við aðildarfélög Öryrkjabandalagsins.
Menntun og hæfniskröfur:
Háskólamenntun.
Nokkura ára starfsreynsla á almennum
vinnumarkaði æskileg.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi mjög gott
vald á íslenskri tungu, skrifi og tali ensku og a.m.k.
eitt Norðurlandamál.
Góð þekking á forritum eins og Microsoft Word og
Excel nauðsynleg.
Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Grunnskólakennarar,
Nokkrar stöður eru lausar ennþá
alm. bekkjakennslu.
Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn,
rúmgóður og vel búinn skóli með rúmlega
50 nemendum í hæfilega stórum bekkjar-
deildum. Á Raufarhöfn búa um 300
manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi.
Gott og ódýrt íbúðahúsnæði er til staðar. Á
staðnum er öll almenn þjónusta, góður
leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt
sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurs-
hópa. Fjölbreyttir útivistarmöguleikar eru ti
staðar í ósnortinni náttúru.
Á Raufarhöfn býr kraftmikið og skemmti-
legt fólk. Samfélagið á Raufarhöfn stendur
þessa dagana frammi fyrir vanda sem
verður leystur og er enga uppgjöf að finna
Ástæða þess er einföld: á Raufarhöfn er
gott að búa. Hver vill ekki gera tilraun og
leyfa börnum sínum að upplifa þá paradís
og það frelsi sem á staðnum er að finna?
Hver vill ekki komast í kynni við sjálfan sig
og losna við áreitið sem borgarlífinu fylgir?
Hver er ekki tilbúinn til að sannreyna orð
þeirra sem búa á staðnum?
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu Raufarhafnarhrepps í síma 465-1151
hildur@raufarhofn.is hjá Guðnýju Hrund
Karlsdóttur, sveitarstjóra gudny@rau-
farhofn.is og Sigþóri Þórarinssyni formann
skólanefndar í síma 893-1080. Einnig er
hægt að nálgast almennar upplýsingar um
skólastarfið á heimasíðu hreppsins
www.raufarhofn.is undir liðnum
Grunnskóli.
Raufarhafnarhreppur