Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 6
6 24. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
■ Viðskipti
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 77.31 -0,54%
Sterlingspund 123,94 -0,59%
Dönsk króna 11.86 -0,25%
Evra 88.16 -0,23%
Gengisvísitala krónu 124,40 0,08%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 161
Velta 1.208,2
ICEX-15 1.509 0,43%
Mestu viðskiptin
Pharmaco hf. 73.376.357
Sjóvá-Almennar tryggingar 37.732.943
Eimskipafélag Íslands hf. 17.499.784
Íslandsbanki hf. 16.323.411
Skeljungur hf. 15.341.866
Mesta hækkun
Samherji hf. 6,06%
Kaupþing Búnaðarbanki hf. 0,06%
Landsbanki Íslands hf. 0,25%
Mesta lækkun
Fiskmarkaður Íslands hf. -2,50%
Og fjarskipti hf. -0,38%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ: 9.105,9 -0,6%
Nasdaq: 1.697,1 -0,5%
FTSE: 4.086,5 0,2%
Nikkei: 9.615,3 1,4%
S&P: 982,0 -0,6%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Þrettán manns særðust þegar sprengj-ur sprungu á tveimur hótelum við
Miðjarðarhafsströnd Spánar. Hverjir
stóðu á bak við sprengingarnar?
2Breskur stjórnmálamaður og rithöf-undur var látinn laus úr fangelsi á
mánudag. Hver er maðurinn?
3Tveir synir Saddam Hussseins létu líf-ið í árás á þriðjudag. Hvað hétu þeir?
Svörin eru á bls. 38
Kaupm.höfn
London
París
Berlín
Algarve
Benidorm
Torrevieja
Krít
Kýpur
Róm
New York
Miami
24°C skýjað og skúrir
21°C skýjað og skúrir
21°C skýjað og skúrir
25°C skýjað og skúrir
25°C heiðskírt
27°C léttskýjað
29°C léttskýjað
27°C heiðskírt
33°C heiðskírt
30°C heiðskírt
24°C léttskýjað
30°C hitaskúrir
FöstudagurÍ dag
Laugardagur
Veðrið úti í heimi í dag
Úrkomusvæði eru skyggð á kortinu. Minniháttar skúraleiðingar eru táknaðar með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagildi dagsins.
Veðrið
EYJAR INNI
Í dag rofar heldur til
á vestanverðu land-
inu og þar verður
þurrt að kalla. Það
þýðir að Reykjavík
verður góður kostur.
Einnig Vestmanna-
eyjar en þar ætti að
viðra vel til golf-
iðkunar, þó maður
óttast alltaf þokuna.
Úrkomusvæðið yfir
Austurlandinu frá
Egilsstöðum til
Hornafjarðar er
nokkuð eindregið.
Fúlt það, fyrir ferða-
manninn í það
minnsta. Annars
eiga þessi fellihýsi
að þola allt. Er ekki
ágætt að sitja inni í
hlýju felli-
hýsi með
góða
bók?
Kveðja,
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veðurfræðingur
Strekkingur Hægur vindur
Breytileg átt
Hægviðri
Strekkingur
Hægur
vindur
Hægur
vindur
Hægviðri
Hægur vindur
Hægur
vindur
SOGN Í KJÓS
Snorri segir nautin seint verða ofdekruð
enda markmiðið með fóðruninni að gera
þau sem digrust.
Nautin á Sogni í Kjós:
Kleinur og
flatkökur
NAUTGRIPIR Snorri Örn Hilmars-
son, bóndi á Sogni, hefur tekið
upp á því að fóðra naut sín á flat-
kökum og kleinum. Hann heldur
tvisvar í viku til Reykjavíkur til
að ná í varninginn og færir naut-
unum. „Ég fæ þetta að kostnaðar-
lausu og nýti það enda eru nautin
sólgin í allt svona fóður.“ Að-
spurður hvort nautin séu ekki
ofdekruð segir Snorri þau aldrei
geta orðið of mikið dekruð enda
markmiðið að hafa þau sem
stærst og feitust. ■
ÍRAK Kynferðisofbeldi gegn kon-
um hefur aukist verulega í
Bagdad síðan stjórn Saddams
Husseins var steypt af stóli, að
því er fram kemur í nýrri skýrslu
alþjóðlegra mannréttindasam-
taka. Ástand þetta hefur orðið
þess valdandi að konur halda sig í
auknum mæli innan dyra og taka
því ekki virkan
þátt í daglegu
lífi í borginni á
þessum mikil-
vægu tímamót-
um.
Í skýrslu
s a m t a k a n n a
Human Rights
Watch er bent á
að innrásarhern-
um og borgara-
legum stjórnvöldum í Bagdad hafi
enn ekki tekist að tryggja öryggi
almennings og konur séu því auð-
veld bráð fyrir misindismenn.
Jafnframt er því haldið fram að
lögreglan sinni því ekki sem
skyldi að rannsaka glæpi af þessu
tagi.
Rannsóknir samtakanna gefa
til kynna að nauðgunum og öðrum
kynferðisglæpum hafi fjölgað
verulega í Bagdad á síðustu vik-
um og mánuðum. Einnig hefur
komið í ljós að fjölda kvenna og
ungra stúlkna hefur verið rænt af
götum borgarinnar, jafnvel um
hábjartan dag. Samtökin segja að
ótti kvenna við það að verða fórn-
arlömb kynferðisglæpamanna sé
orðinn slíkur að margar þeirra
þori ekki að yfirgefa heimili sín,
ekki einu sinni til að sækja skóla
eða mæta til vinnu.
Johanna Bjorken, einn af tals-
mönnum Human Rights Watch,
hefur rætt við nokkrar konur og
ungar stúlkur sem numdar hafa
verið á brott og bendir á að íraska
lögreglan hafi sýnt málum af
þessu tagi lítinn áhuga. Bjorken
segist hafa leitað til lögreglunnar
vegna fimmtán ára gamallar
stúlku sem haldið var fanginni í
heilan mánuð áður en henni tókst
að sleppa af sjálfsdáðum. Talið er
að ætlunin hafi verið að hneppa
stúlkuna í kynlífsánauð. „Það sem
olli mér mestum áhyggjum var að
íraska lögreglan sýndi máli
stúlkunnar engan áhuga. Þegar ég
ræddi við þá töluðu þeir um hana
sem „stúlkuna sem hljóp að heim-
an,“ sagði Bjorken.
Í ofangreindri skýrslu kemur
einnig fram að fórnarlömb kyn-
ferðisglæpamanna eigi síður en
svo greiðan aðgang að læknis-
þjónustu. Heilbrigðisstarfsmenn
sýni þeim lítinn skilning og þeim
sé oft á tíðum synjað um þjónustu
á heilsugæslustöðvum og sjúkra-
húsum.
Samtökin Human Rights Watch
fara fram á að Bandaríkin komi á
fót sveit sérþjálfaðra manna og
kvenna sem sjái um að rannsaka
kynferðisglæpi þangað til tekist
hafi að byggja upp öfluga lög-
gæslu í Bagdad. ■
SINGAPÚR, AP Læknar á Raffles-
sjúkrahúsinu í Singapúr telja of
snemmt að segja til um hvort
aðskilnaður suður-kóresku tví-
burasystranna Min Ji-Hye og
Min Sa-Rang hafi heppnast. Enn
eigi eftir að koma í ljós hvort
þær vaxi eðlilega.
Systurnar voru aðskildar í
fimm og hálfrar klukkustundar
langri skurðaðgerð í Singapúr í
fyrradag. Þeim líður eftir atvik-
um vel og vonast læknar til að
þær geti lifað eðlilegu lífi. Syst-
urnar, sem eru fjögurra mánaða
gamlar, voru samvaxnar á
mjöðmum. Þær eru enn á gjör-
gæsludeild en eru komnar úr
öndunarvélum. ■
ENN Í HÆTTU
Síamstvíburasysturnar Sa-Rang og Ji-Hye, eða Kærleikur og Viska eins og það útleggst, eru
enn í hættu eftir erfiða aðgerð þar sem þær voru aðskildar. Tíminn einn mun að sögn
lækna leiða í ljós hvort þær vaxi eðlilega.
Kóresku síamstvíburarnir:
Enn óvissa
KONUR Í BAGDAD
Svo virðist sem bandaríska herliðinu í Bagdad og hinni nýstofnuðu írösku lögreglu hafi
ekki tekist að gæta öryggis kvenna í borginni.
Fórnarlömb
kynferðisglæpa
Kynferðisglæpum hefur fjölgað verulega í Bagdad, samkvæmt nýrri
skýrslu. Konur þora ekki út úr húsi af ótta við misindismenn. Mann-
réttindasamtök krefjast aðgerða af hálfu bandarískra yfirvalda.
„Þegar ég
ræddi við þá
töluðu þeir
um hana sem
„stúlkuna
sem hljóp að
heiman“.
Suðvestur-Tyrkland:
Sterkir
jarðskjálftar
ISTANBÚL, AP Mikil skelfing greip
um sig í suðvesturhluta Tyrklands
í gær þegar öflugur jarðskjálfti
reið yfir landið laust fyrir klukk-
an átta að morgni. Fólk þusti ótta-
slegið út á götur Denizli og á ná-
lægum svæðum. Engan sakaði og
ekki er vitað til að skemmdir hafi
orðið.
Skjálftinn mældist 5,2 á
Richter-kvarða.
Skjálftinn var sterkastur suð-
vestur af höfuðborginni Ankara.
Jarðskjálftar eru tíðir í Tyrklandi.
Tveir stórir skjálftar kostuðu
18.000 Tyrki lífið árið 1999. ■
HITAVEITA HLÍÐAMANNA SELD
Orkuveita Reykjavíkur hefur
gengið frá kaupum á Hitaveitu
Hlíðamanna en með kaupunum yf-
irtekur hún einnig dreifiveitur í
eigu heimamanna. Veiturnar þjóna
um 200 sumarhúsum auk sveita-
býla en vatnið kemur úr borholu á
Efri Reykjum. Verðmæti samn-
ingsins er 65 milljónir króna og
tekur Orkuveita Reykjavíkur við
rekstri veitunnar 1. september.
Laugavegsganga 2003
10. - 13. ágúst 2003
Ógleymanleg ævintýraferð
fyrir göngufólk!
Snæland Grímsson ehf., sem er rótgróið fyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu,
mun efna til “Laugavegsgöngu” - frá Landmannalaugum í Þórsmörk,
dagana 10.-13. ágúst nk. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 10:00 sunnu-
daginn 10. ágúst og ekið sem leið liggur í Landmannalaugar. Þaðan
verður gengið í Hrafntinnusker þar sem gist verður þá nótt. Annan daginn
verður gengið að Álftavatni og þann þriðja í Emstrur. Síðasta daginn
verður gengið í Þórsmörk þar sem rúta sækir göngufólk.
Ferðin kostar kr. 25.000,- pr. mann. Innifalið í verði er akstur í
Landmannalaugar og úr Þórsmörk, flutningur á farangri, matur
og hópstjórn.
Allar nánari upplýsingar um ferðina og ráðgjöf varðandi út-
búnað eru veittar á skrifstofu Snælands Grímssonar ehf. í
síma 588 8660 eða með tölvupósti - snaeland@snaeland.is.
Bókaðu þig strax! Takmarkaður sætafjöldi!
Langholtsvegi 115 - 104 Reykjavík
Sími: 588 8660 - Fax: 588 8661
E-mail: snaeland@snaeland.is- www.snaeland.is