Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 9
10 24. júlí 2003 FIMMTUDAG ATVINNUMÁL Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent íslenskum stjórnvöldum lokaáminningu um að veita stofnuninni upplýsingar um framkvæmd tveggja tilskip- ana um vinnumál, annars vegar um hlutastörf og hins vegar um tímabundnar ráðningar. Stofnunin hefur nokkrum sinnum skrifað ís- lenska ríkinu með vinsamlegum tilmælum um að lagasetningu verði breytt til samræmis við til- skipanirnar tvær. „Það hefur ekki tekist að ljúka kjarasamningi milli ASÍ og félaga opinberra starfsmanna annars vegar og fjármálaráðherra og sveitarfélaganna hins vegar um þessar tilskipanir,“ segir Magnús M. Norðdahl, deildarstjóri lög- fræðideildar ASÍ. „Það stóðu yfir viðræður um báðar þessar tilskip- anir en þær hafa legið niðri um nokkurn tíma og ber nokkuð í milli.“ Að sögn Magnúsar hefur sam- komulag hins vegar náðst milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins um kjarasamning um gildistöku til- skipunarinnar um hlutastörfin. „Okkur hefur þó ekki tekist að klára kjarasamninga um tíma- bundnar ráðningar.“ Magnús segir áminningu ESA gefa aðilum vinnumarkaðarins svigrúm til þess að reyna að semja um þessa hluti. „Takist það ekki ber ríkisvaldinu að gera þetta með einhverjum öðrum hætti.“ ■ Atvinnuleysi í Finnland Ígildi íslensku þjóðarinnar HELSINKI, AP Atvinnuleysi í Fi landi mældist 9,6% í júní. Þ jafngildir því að 264.000 Finn séu án atvinnu, því sem næst j margir og öll íslenska þjóðin sama tíma í fyrra mældist vinnuleysið 9%, að sögn finns hagstofunnar. Atvinnuleysið mælist mun minna en í maí, þe 11,4% Finna voru án atvinnu. vinnuleysi meðal ungs fólks enn mjög mikið í Finnlandi. U fimmtungur fólks á aldrinum til 24 ára, 21,6%, er nú án atvin sem er svipað og var á sama tí í fyrra. ■ Ungliðar í norska Hægr flokknum: Gegn norskr mjólk NEYTENDUR Ungliðar í nor Hægriflokknum hvetja Norðme til að sneiða hjá þarlendum mjó urvörum. Ástæðan er ákvörð bændasamtakanna að auka áró gegn Evrópusambandinu. Ung arnir beina orðum sínum sérst lega að vörum Tina, sem stærsta mjólkurafurðastöð í N egi og samvinnufélag bæn Stöðin veitti 600 milljónum til a lýsinga þegar bændur lögðust ast í herferð gegn ESB. ■ SAMKEPPNI Þeir sem voru í aðal- hlutverkum í olíumálinu, þar sem um víðtækt samráð virðist hafa verið að ræða, geta sloppið frá refsingu ef fimm ár eru liðin frá þeim degi þegar refsiverðum verknaði eða athafnaleysi lauk. Þannig verður að teljast líklegt að menn á borð við Þórólf Árnason, fyrrverandi markaðsstjóra Olíu- félagsins, verði ekki sóttir per- sónulega til saka. Samkvæmt fyrri hluta frumskýrslu Samkeppnisstofn- unar eru meintar sannanir um aðild Þórólfs frá því í desember árið 1996, eða frá því fyrir tæpum sjö árum. Um það bil sem innrásin var gerð í olíufélög- in árið 2001 var sök Þórólfs því fyrnd að því gefnu að hann hafi ekki brotið af sér seinna á starfs- tímanum, sem lauk árið 1998, fyr- ir fimm árum síðan. Samkvæmt hegningarlögum fyrnist sök á tveimur árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Þegar um er að ræða samkeppnislög er refsiramminn að hámarki fjögurra ára fangelsi. Hegningarlög skil- greina fyrningu þannig að þegar um er að ræða brot sem varðar allt að fjögurra ára fangelsi fyrnist sök á fimm árum. Þetta lagaá- kvæði varð til þess að embætti rík- islögreglustjóra komst að þeirri niðurstöðu að sök væri fyrnd í grænmetismálinu svokallaða. Lengsti fyrningarfrestur er 15 ár, en þar er um að ræða alvarleg brot sem geta varðað allt að 10 ára tímabundnu fangelsi. Í 82. grein hegningarlaganna er fyrningarfrestur skilgreindur með eftirfarandi hætti: „Fyrning- arfrestur telst frá þeim degi, er refsiverðum verknaði eða refsi- verðu athafnaleysi lauk“. Samkvæmt því er meint sök margra í olíumálinu fyrnd eða um það bil að fyrnast. Allar sakir frá 1993, þegar lögin tóku gildi, til júlí 1998 eru þegar úti úr myndinni þótt skaðabótaábyrgð kunni að hvíla á félögunum sjálfum. rt@frettabladid.is BAGDAD, AP „Það er rétt hjá Banda- ríkjamönnum, stríðinu er alls ekki lokið. Vilji þjóðarinnar og Baath- flokksins er enn sterkur. Og þar sem stríðið stendur enn mun innrásarliðinu ekki takast að koma á jafnvægi í landinu. Vilji þjóðarinnar verður ekki bugaður,“ sagði rödd á upptöku sem arabísku sjónvarpsstöðvarnar Al-Arabiya og Al-Jazeera útvörpuðu í gær. Talið er að þar sé komið enn eitt ávarp frá Saddam Hussein, fyrr- um forseta Íraks. Ávarpið var að sögn tekið upp 20. júlí, tveimur dögum áður en synir Saddams voru skotnir í Mosul. Í ávarpinu eru þjáningar írösku þjóðarinnar harmaðar og skipar röddin her- mönnum Íraks að rísa upp gegn er- lenda innrásarliðinu. „Ég beini máli mínu til ykkar, höfða til heiðurs ykkar sem her- manna og minni á loforð sem þið gáfuð þjóð ykkar,“ sagði röddin, sem líktist mjög rödd Saddams. Röddin hvetur íraska hermenn til að missa ekki trúna og segist fá fréttir af göfugum aðgerð þeirra. ■ ÞINGHOLT Rannsókn máls litháísku flugvélarinnar sem flaug lágflug yfir Þingholtunum er á lokastigi. Rannsóknarnefnd flugslysa: Rannsókn miðar vel FLUG Rannsókn Rannsóknarnefnd- ar flugslysa á máli litháísku flug- vélarinnar sem flaug lágflug yfir Þingholtunum þann 29. júní síð- astliðinn miðar vel og er nú á lokastigi. Rannsóknarnefndin mun síðan fara vel yfir gögnin sem hún hefur aflað sér, en stefnt er að því að gefa út skýrslu um málið í byrjun vetrar. Að sögn Þormóðs Þormóðsson- ar rannsóknarstjóra urðu nokkrir samverkandi þættir valdir að at- vikinu. Hann segir bilun í tækja- búnaði vélarinnar meðal annars hafa komið upp, auk þess sem flugmaður vélarinnar var reynslulaus í blindflugi, en mjög lágskýjað var þennan dag. Einnig hafi komið upp tungumálaörðug- leikar. ■ Svonaerum við SAMRÆMD NEYSLUVERÐS- VÍSITALA Í JÚNÍ Þýskaland 0,9% Bretland 1,1% Finnland 1,2% Ísland 1,3% Noregur 1,5% Evrópusambandið 1,8% Evrusvæðið 2,0% Danmörk 2,0% Svíþjóð 2,0% Írland 3,8% Heimild: Hagstofa Íslands ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLAND Viðræður liggja niðri milli ASÍ og BSR annars vegar og ríkis og sveitarfélaga h vegar um framkvæmd tveggja tilskipa um atvinnumál. Eftirlitsstofnun EFTA sendir stjórnvöldum loka- áminningu: Tilskipanir um vinnumál gangi eftir ENN EIN UPPTAKAN Ávarp sem talið er frá Saddam Hussein, fyrrum forseta Íraks, var leikið á arabískum sj varpsstöðvum í gær. Saddam hvatti þar hermenn sína til dáða og sagði vilja þjóðar sin enn sterkan. Ný upptaka frá Saddam Hussein: Rísið upp gegn innrásarhernum TANKAR OLÍUFÉLAGANNA Í ÖRFIRISEY Verði einhverjir starfsmanna olíufélaganna taldir sekir um að hafa tekið afgerandi þátt í samráði olíufélaganna munu þeir væntanlega sleppa við ákæru. Sök fyrnist á fimm árum Ekki verður hægt að lögsækja þá sem grunaðir eru um brot á samkeppnislögum fyrir júlí 1998. ■ Um það bil sem innrásin var gerð í olíu- félögin árið 2001 var sök Þórólfs því fyrnd. www.saevarkarl.is ÚTSALA Í NOKKRA DAGA Sævar Karl Bankastræti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó HRYÐJUVERKAMENN HANDTEK IR Í ÍRAN Stjórnvöld í Íran segj ast vera með þó nokkra háttset meðlimi al Kaída-samtakanna í haldi. Ekki var gefið upp um hvaða menn er að ræða. Bush Bandaríkjaforseti hefur haldið því fram að Íran og Sýrland ha hlífiskildi yfir fjölda hryðju- verkamanna. Báðar þjóðirnar hafa neitað því harðlega. ■ Írak

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.