Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 17

Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 17
Sú saga var eitt sinn sögð aðþegar fólk í flokksstarfinu spyrji þingmenn hvort þeir hafi eitthvað að gera þegar hlé er á fundum þingsins yfir sumarið sé svarið nei. Þegar fjölmiðlamenn og aðrir spyrji sömu spurningar sé svarið það að alltaf sé nóg að gera. Ef til vill er svarið að finna einhvers staðar þar á milli eða eitthvað til í hvoru tveggja. „Úti í atvinnulífinu fer maður í sumarfrí og er alveg laus frá vinn- unni. Þegar á þing er komið er maður aldrei alveg í fríi. Jafnvel þegar maður fer í sumarfrí og ætl- ar að slappa alveg af er fólk að spyrja út í mál og leita til manns með eitthvað sem hvílir á því,“ segir einn þingmaður um við- brigðin við að taka sæti á þingi. Að sumu leyti væru þingmenn frjáls- ari en aðrir, bundnari að öðru leyti. „Mér finnst að þingmenn séu raunverulega í fríi ef þeir fara á eigin vegum til útlanda. Annars eru þeir ekki í fríi,“ sagði annar. Þegar fundardagar og nefndar- dagar Alþingis síðustu árin eru reiknaðir til vinnuvikna kemur fram að þær teljast á bilinu 17 til 22. Þar vantar þó inn í kjördæma- vikur. Frá því þingfundum lýkur að vori og þar til þeir hefjast aftur að hausti hafa liðið á bilinu þrír og hálfur upp í fimm mánuði. Jólahlé þingsins eru iðulega mánuður eða lengri. Það er ekki mikið um sýnileg þingstörf að sumri til. Það er helst þegar nefndir eru kallaðar saman að það veki athygli. Slíkt hefur gerst sex sinnum hjá þremur nefndum í sumar. Erfið- lega hefur gengið að manna suma fundi. Kalla þurfti til stað- gengla úr þingliðinu á alla vega tvo fundi utanríkismálanefndar vegna þess að aðalmenn og vara- menn í nefndinni komust ekki til fundar. Tvennt er iðulega nefnt meðal þess sem tekur upp tíma þing- manna yfir sumarið. Alþjóðasam- skipti geta tekið drjúgan tíma. Seta í Vestnorræna ráðinu, Norð- urlandaráði og öðrum nefndum og ráðum kalla á ferðalög. Þá er nokkuð um komur þingmanna- hópa erlendis frá sem vilja ræða ýmis mál við hérlenda þingmenn. Hitt sem er nefnt er undirbúning- ur fyrir komandi þingvetur. „Það er talsverður tími í að undirbúa þingmál, sérstaklega fyrir okkur í stjórnarandstöðunni sem fáum ekki jafn mikla aðstoð og stjórnar- liðar,“ segir Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, þingmaður Samfylk- ingar. brynjolfur@frettabladid.is 18 24. júlí 2003 FIMMTUDAG Lagersala 21.-31. júlí 40-70% afsláttur Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 ÖGMUNDUR JÓNASSON Vinstri grænir halda vikulega þingflokks- fundi á sumrin þar sem farið er í saumana á málum sem uppi eru í þjóðfélaginu. Ögmundur Jónasso: Dregur að sér fjallaloftið Við höfum þann hátt í þing-flokki Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að við höldum vikulega þingflokksfundi,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri Grænna. „Fundirnir eru símafundir að hluta til þar sem menn eru út og suður á þessum árstíma.“ Að sögn Ögmundar er á fundunum farið ofan í saumana á ýmsum málum sem uppi eru í þjóðfélaginu hverju sinni auk þess að menn undirbúi komandi þing. Ögmundur gegnir einnig for- mennsku í BSRB og segir áhersluna færast frá þinginu yfir á BSRB yfir sumartímann. „Þá er ég að huga að verkalýðs- málum og reyndar líka málum sem snerta störf mín sem þing- maður,“ segir Ögmundur. „Allt er þetta náttúrlega samtvinn- að.“ Ögmundur segir einstak- lingsbundið hvernig þingmenn haga tíma sínum yfir sumarið. „Þó held ég megi segja að eng- inn sem sinnir starfi sínu sem þingmaður af alvöru er í sumar- fríi frá því að þingi lýkur að vori þangað til það kemur aftur sam- an að hausti,“ segir hann. „Það held ég eigi ekki við marga þingmenn, ef einhverja.“ Sumarfríið sem Ögmundur tekur sér er í formi skottúra. „Ég er reyndar búinn að fara í einn slíkan,“ segir Ögmundur. „Ég fór í hestaferð upp á Ey- vindarstaðaheiði og Auðkúlu- heiði og átti stórkostlega daga á heiðum uppi.“ Ögmundur reynir einnig að fara í gönguferðir yfir sumartímann. „Maður reynir að draga að sér fjallaloftið og öðl- ast þannig lífsnæringu.“ ■ Þetta er frekar slitróttur tímihjá mér,“ segir Dagný Jóns- dóttir þingmaður Framsóknar- flokksins. Dagný keypti sér hús á dögun- um á Eskifirði og er í óðaönn að koma því í lag. „Pabbi er búin að vera mjög duglegur að hjálpa mér og hefur séð um mest allt á meðan ég reyni að stjórna.“ Aðspurð hvort ekki sé mikill munur á því að vera þingmaður og háskólanemi segir Dagný hlæj- andi að það sé svo sannarlega. „Þingmannsstarfið er alls engin rútína og það er eitthvað sem maður þarf að venjast og finna taktinn.“ Dagný segist ekki vera farin að slaka mikið á eftir kosningarnar og reiknast það til að hafa verið í vinnunni á hverjum einasta degi síðan baráttunni lauk. „Maður er mikið að sinna erindum, hitta fólk og síðan að komast inn í starfið þannig að vinnan kemur eitthvað við sögu á hverjum degi.“ Dagný býst þó við að finna sér viku til að fara til Þýskalands í sumar. „Ég var aupair í tvö sumur þannig að ég er að fara á gamlar slóðir í traust og gott umhverfi.“ Eskifjörður verður líklegast annað heimili Dagnýjar næstu árin þar sem hún hyggst dveljast þar þegar þingið er ekki að störf- um. „Það er mjög gott að hafa bækistöð í kjördæminu og ég von- ast til að geta eytt þar um það bil helmingnum af árinu. Eskifjörður er líka svo yndislegur staður til að vera á.“ ■ ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON „Pabbi mælti með starfinu og sagði að þingi væri skemmtilegur vinnustaður,“ ir Ágúst, en faðir hans Ágúst Einarsson, einnig á þingi. Ágúst Ólafur Ágústsso Klárar loka ritgerð Það er nú ekki mikið sumarhjá mér þar sem ég er að kl lokaritgerðina mína í lögfræ inni,“ segir Ágúst Ólafur Ágú son, nýr þingmaður Samfylking Ágúst vinnur að ritgerðinni a daga, en náði þó að skreppa í vi ferð til Krítar með fjölskyldun „Það var nauðsynleg afslöpp eftir kosningarnar,“ segir hann Ágúst hefur þó aðeins náð kynnast starfi þingsins þar s hann var kallaður inn á fund ut ríkismálanefndar, þar sem ha er varamaður. „Það var m gaman,“ segir Ágúst. „Ma fannst maður vera kominn in svolitla hringiðu og það var skaplega fróðlegt.“ En er ekki leiðinlegt að v nýorðinn þingmaður og fara st í sumarfrí? Ágúst Ólafur tek ekki undir það. „Maður hefur tí til að kynnast starfinu og það jákvætt,“ segir hann. „Það er l alltaf eitthvað sem dettur inn þ nig að það er í raun nóg að ger Ágúst nefnir sem dæmi að h fyrr um daginn hitt tælens þingmenn í tengslum við n starfið. Ágúst hlakkar þó til hausts þegar starf Alþingis hefst fyrir vöru. „Þá byrjar hasarinn,“ se hann. „Maður fór í þetta til þ að skipta einhverju máli og bre samfélaginu til batnaðar.“ ■ DAGNÝ JÓNSDÓTTIR Er að hefja sitt fyrsta kjörtímabil á alþi og segir sumarið góðan tíma til að se sig inn í starfið. Dagný Jónsdóttir er á þeytingi í sumar: Bækistöð á EskifirðiSUMAR- FRÍ NEFNDAFUNDIR Í SUMAR Nefnd Fundir Utanríkismálanefnd 4 Landbúnaðarnefnd 1 Samgöngunefnd 1 YFIRLIT YFIR STÖRF ALÞINGIS SÍÐUSTU ÁR Fundar- Nefndar- Þing Þingi Þing dagar dagar hefst lýkur Jólahlé 2003 2 0 26. maí 27. maí 2002 - 2003 74 11 1. október 15. mars 14/12 - 21/1 2001 - 2002 96 14 1. október 3. maí 14/12 - 13/1 2000 - 2001 96 13 2. október 20. maí 16/12 - 15/1 1999 - 2000 89 21 1. október 13. maí 21/12 - 1/2 1999 5 0 8. júní 16. júní ÚR ÞINGSALNUM Fundarsalur Alþingis hefur verið tómur frá því stuttu sumarþingi lauk. Síðan þá hafa verið haldnir sex nefndarfundir. Frjálsari en um leið bundnari Það fer ekki mikið fyrir störfum þingmanna að sumarlagi. Sú skoðun er því útbreidd að þingmenn geri ekki mikið meðan hlé er á fundum Al- þingis. Þeir eru ekki alveg sammála þeirri skoðun.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.