Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 19

Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 19
Tony Charles Lynton Blair erfæddur í Edinborg 6. maí 1953 en eyddi meirihluta æskuára sinna í Durham. Blair lærði lög- fræði við Oxford-háskóla og gerð- ist eftir það lögfræðingur, eins og faðir hans hafði verið. Blair var aðeins þrítugur þeg- ar hann hóf feril sinn innan Verkamannaflokksins, en frami Blairs innan flokksins var skjótur. Hann var upphaflega talsmaður viðskipta og iðnaðar, en varð fljót- lega áberandi baksviðs í Verka- mannaflokknum. Árið 1992 eignaðist Verka- mannaflokkurinn nýjan formann, John Smith, sem gerði Blair að einum helstu aðstoðarmanna sinna og eftir að Smith lést óvænt tveimur árum seinna vann Blair stóran meirihluta í formanns- kosningum innan flokksins. Um leið og Blair var sestur í formannssæti Verkamanna- flokksins hóf hann miklar breyt- ingar á stefnu flokksins í átt til nútímans. Flokkurinn vann sigur í kosningunum 1997, eftir 18 ár í stjórnarandstöðu, og varð Blair þá yngsti forsætisráðherra Breta síðan árið 1812, aðeins 43 ára að aldri. Verkamannaflokkurinn var svo endurkjörinn í þingkosn- ingunum 2001. Blair er giftur lögfræðingnum Cherie Booth og eiga þau fjögur börn. ■ Í Fréttablaðinu í dag er greint fráathugasemdum Samkeppnis- stofnunar í frumskýrslu um ólög- legt samráð tryggingafélaganna. Þar kemur fram að tryggingafé- lögin lækkuðu iðgjöld sín árið 1995 til að svara samkeppni í bifreiða- tryggingum en hækkuðu þessi ið- gjöld síðan öll samtímis árið 1999 þegar þau voru búin að bíta af sér s a m k e p p n i n a . Tryggingafélagið sem hafði innleitt verðsamkeppni á tryggingamarkaði gafst upp. Gömlu félögin sem höfðu selt tryggingar á háu verði fram að samkeppni héldu stöðu sinni – og hækkuðu trygging- arnar aftur í tilefni af því. Í skýrslu sam- keppnisstofnunar kemur fram að við- brögð tryggingafé- laganna voru samhæfð í gegnum samráðsvettvang þeirra; Samband íslenskra tryggingafélaga. Þá ger- ir Samkeppnisstofnun einnig at- hugasemdir við starfsemi sameig- inlegra fyrirtækja tryggingafélag- anna; Samsteypu íslenskra fiski- skipatrygginga og Íslenskrar end- urtryggingar – en þessi félög hafa verið lögð niður. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er frumskýrslan um tryggingafélögin ekki jafn kolsvört og skýrslan um samráð olíufélaganna. Engu að síður bend- ir hún til að víðtækt samráð hafi lengi viðgengist á Íslandi milli fyr- irtækja sem á yfirborðinu látast vera í harðri samkeppni. Þetta er svo sem í anda þess sem flesta landsmenn hefur grunað. Íslensku viðskiptalífi var lengst af skipt niður í lén þar sem tilteknar fyrir- tækjablokkir stefndu frekar að því að hámarka völd sín innan síns léns en að þær stefndu að stækkun þess með samkeppni við önnur lén. Þessi hugsunarháttur gat af sér samráð um verð á vöru og þjón- ustu. En hann hefur einnig dreg- ið afl úr íslensku viðskiptalífi á fleiri vegu. Eftir að frumskýrsla Samkeppn- isstofnunar um olíufélögin varð op- inber hafa menn velt vöngum yfir mörgu; til dæmis hvernig standi á því að Skeljungur skuli svindla á Flugleiðum þegar þessi félög hafa lengst af tilheyrt sömu fyrirtækja- samsteypunni. Hvernig stendur á því að Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða, lætur það viðgangast að Hörður Sigur- gestsson, stjórnarmaður í Skelj- ungi, standi í samráði við önnur olíufélög til að halda uppi verði á eldsneyti til Flugleiða? Nú er það ekki svo að Hörður hafi setið sam- ráðsfundi en það er með ólíkindum léleg frammistaða stjórnarmanna olíufélaganna ef þeim hefur ekki verið kunnugt að grunnurinn að viðskiptakúltúr þeirra hafi byggst á samráði. Annað hvort hafa stjórn- armennirnir látið sér nægja að þiggja veitingar á stjórnarfundum og spjallað frekar um daginn og veginn en málefni félaganna eða þá að þeim hefur verið kunnugt um eðli starfseminnar. Ef svo er má ætla – í ljósi þess að víða sátu sömu menn í stjórnum olíufélaganna og þeim félögum sem þau svindluðu á – að samráðið hafi verið viður- kenndir viðskiptahættir langt út fyrir olíufélögin. Þeir sem hafa lifað á Íslandi vita að útgerðarfélag sem tilheyrði Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna tryggði hjá Sjóvá eða Trygginga- miðstöðinni og keypti frakt af Eim- skipi og olíu af Skeljungi. Félög innan hverrar blokkar voru þannig ekki að leita að bestu þjónustu fyr- ir lægsta verð. Það var skrifað í skýin við hvern þau áttu í viðskipt- um. Í slíku umhverfi skiptir verð ekki máli og í sjálfu sér ekki held- ur hvort einn svindli á öðrum – aðalatriðið er að viðskiptin haldist innan tiltekinnar blokkar. Í slíku umhverfi getur sá sem er kjörinn til að gæta hagsmuna hluthafa eins félags misst sjónar af því hlut- verki sínu og talið sér trú um að meginverkefnið sé að vernda hagsmuni einhverrar ótilgreindrar viðskiptablokkar. Skýrsla Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna varpar ljósi á meinsemd í íslensku við- skiptalífi – og þar með íslensku samfélagi. Það segir nokkuð um hversu víðfeðm þessi meinsemd er hversu margir hafa látið hafa það eftir sér að þeir séu ekki hissa á samráðinu heldur hversu ófyrirleit- ið og víðtækt það var. Vissan um spillt viðskiptalíf hefur því lengi verið til staðar í íslensku samfélagi þótt þess séu fá merki að menn hafi viljað sporna gegn henni. Skýrslur Samkeppnisstofnunar um olíu- og tryggingafélögin gefa tilefni til að leggja af þann ósið – að láta vonda viðskiptahætti draga mátt úr ís- lensku samfélagi. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um verðsamráð trygginga- og olíufélaga. 20 24. júlí 2003 FIMMTUDAG Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Björn Bjarnason stýrir dóms-og kirkjumálaráðuneytinu sem kunnugt er. Ekki veit ég hvernig verkaskipting er innan- dyra í ráðuneytinu, en ég gef mér að hermálin, ef til kæmi, yrðu dómsmálaráðuneytismegin. Fyr- irgefning syndanna myndi hins vegar að öllum líkindum falla undir kirkjumál. Á báðum þes- sum sviðum hefur Björn látið til sín taka að undanförnu. Hann vill stofna íslenskan her með mynd- arlegu aðalliði og yfir tuttugu þúsund manna varaliði. Hinn þátturinn í málatilbúnaði Björns, sem varðar syndaaflausnina, snýr að samráði olíufélaganna um olíuverð. Ránsfengnum skipt Félögin létu í veðri vaka að þau stæðu í grimmri samkeppni og tækjust á í útboðum þegar raunveruleikinn var sá að samið var á bak við tjöld- in um hver ætti að koma með hag- stæðasta tilboðið og síðan var gróð- anum bróðurlega skipt. Nær væri reyndar að tala um ránsfeng og skipt- ingu á honum. Þetta er svo ótrúleg óskamm- feilni að menn rek- ur í rogastans – verða nánast orð- lausir. Það á hins vegar ekki við um Björn Bjarnason k i r k j u m á l a r á ð - herra. Skýring Björns á svika- myllu olíufélaganna er sú að flest sem henni tengist sé runnið und- an rifjum Sovétríkjanna sálugu. Fréttablaðið var svo vinsamlegt að veita okkur innsýn í frétta- skýringar Björns Bjarnasonar fyrr í vikunni en þær geta menn síðan kynnt sér nánar á heima- síðu hans. Þar segir meðal annars að olíufélögin séu nú „að súpa seyðið af því, að hafa ekki á markvissan og skipulegan hátt horfið frá viðskiptaháttum Sovét- tímans í íslenskum olíuviðskipt- um“. Þar höfum við það. Fórnarlömbum Sovétkerfis- ins verði fyrirgefið Forstjórarnir í olíufélögunum og hjálparhellur þeirra eru sem sagt fórnarlömb Sovétríkjanna sálugu og eins og við vitum ber að fyrirgefa öllum þeim sem ekki eru sjálfráðir gjörða sinna. Eitt- hvað vefst þetta þó fyrir ráðherr- anum því hann veltir vöngum og finnst „undarlegt að áhrif hruns Sovétríkjanna á íslenskt efna- hags- og atvinnulíf skuli hafa ekki orðið meiri en varð á sínum tíma“. Það er vissulega undar- legt. Ætli menn hafi ekki hrein- lega gleymt að segja þeim hjá Skeljungi og Olíufélaginu frá falli Sovétríkjanna? Getur annars verið að menn vilji láta taka svona málflutning alvarlega? Meinar Björn Bjarna- son þetta virkilega? Ef hann g ir það leikur enginn vafi á hann hefur sett heimsme nýstárlegum söguskýringum. Þótt samið hafi verið same inlega um innkaup á olíu landsins fyrr á tíð er ekki með sagt að hægt sé að se samasemmerki á milli þess þeirra blekkinga sem hér h greinilega verið stundaðar skipulegri yfirvegun og kvæmni. Í rauninni ætti að bi alla þá afsökunar sem dylgjað um á þennan hátt. Spillingin varð til hér á landi Hinn pólitíski lærdómur þessu máli er innihaldsleysi y lýsinga þeirra stjórnmálama sem stýrt hafa þjóðfélagi ok undanfarinn áratug eða svo. U ir því fororði að einkaaðilum e um sé treystandi fyrir fjármun almennings hafa almannaeign stórum stíl verið færðar í hen hinna margrómuðu „einst linga“. Og hvernig hefur tek til? Spillingarsögurnar ætla ald enda að taka. En áfram er hal og alltaf fundnar nýjar skýrin þegar nýtt svínarí kemur fra dagsljósið, nú síðast þessi s fenglega skýring Björns Bjar sonar á einokunarsamsærinu; það sé heimskommúnismanum kenna. Hvernig skyldi dóms- kirkjumálaráðherra skýra he ingaskiptin á þjóðbönkunum sem flokksgæðingarnir hafa raðað sér á garðann? Þetta er spilling sem hægrisinna stjórnmálamenn forðast að ho ast í augu við. Staðreyndin er að spillingin er íslensk og búin af Íslendingum. Eftir fall Sovétríkjanna st þarlendir fjármálamenn nán öllu steini léttara út úr efnaha kerfinu. Sagt var frá einum s um, Roman Abramovits, í Mo unblaðinu um daginn þegar ha keypti enska fótboltaliðið Ch sea. Hann er 36 ára og sag eiga 440 milljarða króna. Va eru það vel fengnir peningar. hvort skyldi sökin liggja gömlu sameignarkerfi eða hinum sem nú fara ránshendi samfélagið? Samkvæmt ívitn um söguskýringum Bjö Bjarnasonar ætti svarið að v augljóst. Og án efa lumar kirk málaráðherra Íslands á sö skýringu fyrir þennan „athaf mann“. Eða má ekki ætla einnig hann hafi verið fórn lamb Sovétkerfisins og eigi skilið fyrirgefningu syndanna Reykvíkingar og hjálmar Sigríður Sía Jónsdóttir skrifar: Ég fékk mér göngutúr eittkvöldið og gekk hluta af stígn- um sem liggur eftir strandlengj- unni umhverfis Reykjavík. Fljót- lega mætti ég manni á reiðhjóli. Hann var hjálmlaus og datt mér í hug að gera smá könnun á því hve margir væru með hjálma. Samtals mætti ég 41 borgarbúa á línuskaut- um eða reiðhjóli og af þeim voru aðeins átta með hjálma. Sem sagt 33 hjálmlausir einstaklingar. Af þeim átta sem voru með hjálma voru fjögur börn og með þeim þrír fullorðnir og svo einn eldri maður. Mér fannst gleðilegt að sjá öll börnin sem voru á hjóli með hjálma og eins foreldra þeirra. Velti því hins vegar fyrir mér hvað sé því til fyrirstöðu að hinir 33 noti hjálma. Ef þeir hafa ekki efni á að kaupa hjálm væri ráð fyrir Kiwan- isklúbbana að gefa fullorðnum hjálm. Er ef til vill ekkert sem þarf að verja á milli eyrnanna á full- orðnum Reykvíkingum? ■ Um daginnog veginn ÖGMUNDUR JÓNASSON ■ skrifar um viðhorf dómsmálaráðherra verðsamráðs. Björn Bjarnason setur heimsmet ■ Bréf til blaðsins Hörður svindlar á Herði Yngsti forsætisráð- herra Breta í 170 ár ■ Af Netinu Nei eða já En Þórólfur er ekki einn um að skulda svör. Borgarfulltrúar Samfy ingarinnar verða einnig að svara þeirra spurningu hvort þeir sætti við að Þórólfur starfi í umboði þei án þess að svara því opinberlega hvort hann hafi tekið þátt í samsæ gegn almenningi. Ef þeir sætta sig það eru þeir annað hvort huglaus eða skortir sannfæringu orða sinn HINRIK M. ÁSGEIRSSON AF VEFNUM POLITIK.IS Vinalausir hægri menn En semsé; nú hefur líka komið í l að hægrimenn í Bandaríkjunum engir vinir Davíðs og Björns, hva þá Halldórs. Vinskapurinn var ba í aðra áttina. Það er auðvitað sá fyrir íslenska hægrimenn að uppl EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON AF VEFNUM KREM ■ Hvernig stendur á því að Hörður Sigurgestsson, stjórnarformað- ur Flugleiða, lætur það við- gangast að Hörður Sigur- gestsson, stjórn- armaður í Skelj- ungi, standi í samráði við önnur olíufélög til að halda uppi verði á eldsneyti til Flugleiða? ■ Þótt samið hafi verið sameigin- lega um inn- kaup á olíu til landsins fyrr á tíð er ekki þar með sagt að hægt sé að setja samasem- merki á milli þess og þeirra blekkinga sem hér hafa greini- lega verið stundaðar af skipulegri yfir- vegun og ná- kvæmni. Fréttablaðið: Aðsendar greinar GREINAR Fréttablaðið tekur við að- sendum greinum. Greinarnar eiga að vera á bilinu 200 til 400 orð í word. Senda skal greinarnar á netfangið kolbrun@frettabladid.is ásamt mynd af greinarhöfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að velja og hafna og stytta greinar. ■ Maðurinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.