Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 23
24 24. júlí 2003 FIMMTUDAG
SIF PÁLSDÓTTIR
Sif Pálsdóttir, Íslandsmeistari í áhaldafim-
leikum undanfarin fjögur ár, leikur listir
sínar. Sif keppir ásamt níu öðrum Íslend-
ingum á heimsmeistaramótinu í áhalda-
fimleikum í Anaheim í Kaliforníu í næsta
mánuði. Stökkið kallast Jager, en þá slepp-
ir Sif ránni, gerir heljarstökk og grípur aftur
í ránna. Það er nýtt í æfingu Sifjar og mun
hún nota það á HM.
SUND „Við höfum ekki komist á
verðlaunapall en árangur liðsins
er mjög góður,“ sagði Steindór
Gunnarsson, yfirþjálfari íslenska
sundlandsliðsins, en það er statt á
Heimsmeistaramótinu í sundi í
Barcelona á Spáni.
„Allir krakkarnir eru að bæta
árangur sinn og fjögur ný Íslands-
met hafa náðst þannig að það er
ómögulegt að vera annað en
ánægður með það. Þau eru öll að
sýna að þau standast það álag sem
fylgir því að taka þátt í risamóti í
sundi og það er einnig mjög mikil-
vægt.“
Örn Arnarson bætti eigið Ís-
landsmet um tæpa sekúndu í 100
metra skriðsundi og Jakob Jóhann
Sveinsson bætti einnig eigið met í
200 metra bringusundi. ■
FRÁ HM Í SUNDI
Íslensku keppendunum hefur gengið vel í sínum greinum.
Íslenska sundlandsliðið stendur sig vel í Barcelona:
Fjögur ný Íslandsmet
FÓTBOLTI Nýtt leikmannaráð UEFA
er skipað öflugu sóknartríói, Spán-
verjanum Emilio Butragueño,
Frakkanum Jean-Pierre Papin og
Ítalanum Gianluca Vialli. Það var
sett á leggirnar fyrir atbeina Andy
Roxburgh, tæknistjóra UEFA,
með það að markmiði að efla
framgang knattspyrnunnar. Hann
telur mest virði í reynslu þeirra
sem lengi hafa staðið í eldlínunni
og vitnar í spænskt máltæki því til
stuðnings: „Það er ekki það sama
að tala um naut og að standa í
nautaatshringnum.“
Leikmannirnir fyrrverandi
hvetja dómara og aganefndir til að
beita þungum viðurlögum við leik-
araskap og hafa einnig áhyggjur
af fjölgun meiðsla vegna olnboga-
skota en bentu á að olnbogaskotin
væru oft viðbrögð við peysutogi.
Þremenningarnir fögnuðu
þeirri ákvörðun UEFA að fækka
leikjum í Meistaradeildinni því
leikmenn þurfa lengri hvíld eftir
erfiða leiki. Þreyta vegna mikils
álags getur freistað manna til að
reyna leikaraskap.
Misnotkun háttvísireglunnar
veldur Papin, Vialli og Butragueño
áhyggjum. Það eru óskrifuð lög að
boltinn er sendur úr leik þegar
leikmaður liggur meiddur á vellin-
um og að honum er skilað til liðsins
sem sendi boltann út af þegar leik-
ur hefst að nýju. Samt sem áður
„skila“ sum lið boltanum til baka
með því að senda hann út fyrir hlið-
arlínu við hornfána á vallarhelm-
ingi mótherjanna. Síðan pressa þau
mótherjana, sem eru skyndilega
komnir í varnarstöðu. Þremenning-
arnir segja þetta útúrsnúning á
háttvísuireglunni og skort á virð-
ingu fyrir mótherjum.
„Óvirk“ rangstaða er umdeilt
atriði sem leikmennirnir ræddu
lengi. Þeir segja regluna túlkaða
með mismunandi hætti frá einu
landi til annars. Í sumum deild-
um eru aðstoðardómarar hvattir
til að lyfta ekki flagginu fyrr en
þeir sjá hver tekur við sending-
unni en vafamál er með leik-
mann sem er „óvirkur“ í fyrsta
hluta sóknarinnar en nýtir sér
síðar stöðu sína þegar hann tekur
við sendingu fyrir markið e
nær frákasti. Leikmennir
vilja skýrari skilgreiningar
leiðbeiningar í þessum efn
sem gilda alls staðar í Evrópu
leggja áherslu á að leikmenn
almenningur verði upplýstir
túlkun á reglunni. ■
BARÁTTA UM BOLTANN
Philippe Violeau, leikmaður Lyon, og Cliff Richards, leikmaður Kaizer Chiefs, berjast um boltann í leik félaganna í Friðarbikarkeppnin
Suður-Kóreu. Richards rígheldur í treyju Violeau, sem lætur sér fátt um finnast.
Skilgreina þarf rang-
stöðureglu betur
Papin, Vialli og Butragueño skipa leikmannaráð UEFA. Þeir ræddu um háttvísi, „óvirka“ rang
stöðu og álag á leikmenn í júníhefti UEFAdirect.
FÓTBOLTI „Það verður að meta í
hverri sendingu hvort rangstaða
sé virk eða ekki,“ sagði Gylfi Þór
Orrason knattspyrnudómari
þegar hann var beðinn að út-
skýra virka og óvirka rangstöðu.
Gylfi útskýrir regluna með
dæmi: „Leikmaður inni á miðj-
um vellinum getur verið rang-
stæður þegar boltinn er gefinn
upp vinstri kantinn á leikmann
sem er ekki rangstæður. Síðan
heldur hann áfram með boltann
upp kantinn að endamörkum og
gefur fyrir á þann sem var upp-
haflega rangstæður. Með því að
leika boltanum upp að enda-
mörkum er hann búinn að upp-
hefja rangstöðu hins. Í sjálfu
sér er hægt að segja að hann
hafi með óbeinum hætti hagnast
á því að vera rangstæður en það
er bara hver sending sem er
metin. Ef hann er ekki talinn
hafa haft áhrif á leikinn þegar
boltinn var gefinn upp kantinn
verður hann ekki rangstæður
seinna þegar annar leikmaður
er búinn að upphefja rangstöð-
una.“ ■
GYLFI ORRASON
Dómarar þurfa að meta við
hverja sendingu hvort rangstaða
leikmanns sé virk eða ekki.
Rangstaða:
Hver sending metin
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
JÓN ARNAR MAGNÚSSON
Jón Arnar Magnússon keppir m.a. í grinda-
hlaupi á Meistaramóti Íslands um helgina.
Meistaramót Íslands:
Flestir þeir
bestu keppa
FJRÁLSAR ÍÞRÓTTIR 77. Meistaramót
Íslands í frjálsum íþróttum fer
fram á Skallagrímsvelli í Borgar-
nesi um helgina. Um 150 keppend-
ur eru skráðir til leiks frá 16 fé-
lögum og héraðssamböndum.
Flest allt besta frjálsíþrótta-
fólk landsins tekur þátt í mótinu
að þessu sinn m.a. Jón Arnar
Magnússon, Þórey Edda Elísdótt-
ir, Magnús Aron Hallgrímsson,
Sunna Gestsdóttir og Silja Úlfars-
dóttir.
Jónas Hlynur Hallgrímsson
(FH) keppir í átta greinum um
helgina, langstökki, stangar-
stökki, 110 metra grindahlaupi,
hástökki, spjótkasti, þrístökki,
kúluvarpi og kringlukasti. Tug-
þrautarkappinn Jón Arnar Magn-
ússon keppir í 200 metra hlaupi,
langstökki, stangarstökki, 110
metra grindahlaupi, spjótkasti og
kúluvarpi.
Mótið verður með svipuðu
sniði og undanfarin ár. Und-
ankeppni verður fyrir hádegi, í
þeim greinum þar sem þátttaka
verður mikil, og úrslitakeppni og
undanúrslit í styttri hlaupum eftir
hádegi. Með þessu fyrirkomulagi
er stefnt að því að bjóða áhorfend-
um upp á stutt og skemmtilegt
frjálsíþróttamót. ■