Fréttablaðið - 24.07.2003, Síða 37
38 24. júlí 2003 FIMMTUDAG
■ Krossgáta
Garðsláttumenn í heimagörð-um mega ekki setja slegið
gras í öskutunnur sínar. Byggir
bannið á reglugerð Reykjavíkur-
borgar sem kveður á um að garð-
úrgangur, grjót, timbur, járn og
gler annað en flöskur fari annað
en venjulegt heimilissorp:
„Við getum ekki verið að
flytja gras fyrir fólk fyrir 8 krón-
ur kílóið. Í slíkum flutningum
myndi það kosta okkur 8 þúsund
krónur að flytja hvert tonn af
grasi,“ segir Garðar Steingríms-
son, fulltrúi á Umhverfis- og heil-
brigðisstofu Reykjavíkurborgar,
og styðst þar við gjald sem tekið
er fyrir flutning á hverju kílói af
úrgangi. „Fólk verður sjálft að
fara með grasið í Sorpu.“
Margir húseigendur hafa
freistast til að losa sig við gras
sem til fellur við garðslátt í
sorptunnurnar heima við og sjá
ekki muninn á því og öðrum úr-
gangi sem til fellur á heimilinu.
En því fer víðs fjarri ef marka
skal reglugerðir Reykjavíkur-
borgar og orð Garðars Stein-
grímssonar. ■
Garðsláttur
■ Þeir sem slá garðinn heima hjá sér og
losa sig við grasið í sorptunnur ættu að
hugsa sig tvisvar um. Það er bannað
samkvæmt reglugerð enda kostar 8
krónur að flytja hvert kíló af úrgangi frá
heimilum manna.
Ekkert gras í tunnurnar
Pikköplínuhandbókin fylgir
sex-pakka af 0,5l Coke í
Select verslunum
www.saevarkarl.is
ÚTSALA
Í NOKKRA
DAGA
Sævar Karl
Bankastræti
Imbakassinn
Handbók
Ég er fæddur í Reykjavík enforeldrarnir voru báðir úr
Möðruvallasókn í Eyjafirði,“ seg-
ir Bragi Steinarsson vararíkissak-
sóknari, sem hefur haft í mörg
horn að líta vegna máls varnar-
liðsmannsins sem nú situr í
meintu gæsluvarðhaldi á Kefla-
víkurflugvelli. Bragi hefur starf-
að hjá embætti ríkissaksóknara
frá því hann lauk lagaprófi fyrir
tæpum 42 árum:
„Hér hafa komið mörg spenn-
andi tímabil og minnist ég sér-
staklega allra landhelgismálanna
þegar við þurftum að vera með
annan fótinn úti á landi í málflutn-
ingi. Þá var víða farið og mikil til-
breyting í starfinu,“ segir Bragi,
sem man fyrst eftir sér á Melnes-
veginum sem lá þar sem Þverholt-
ið er nú í Reykjavík. Melnesveg-
urinn lá alla leið niður að sjó en
síðan voru byggðar blokkir yfir
hann miðjan þar sem nú er Skúla-
gata:
„Svo flutti ég inn á Hofteig
þegar ég var átta ára og fór í
Laugarnesskóla. Síðan hef ég
alltaf verið kenndur við Laugar-
neshverfið,“ segir Bragi, sem nú
býr í Safamýrinni en skiptir sér
lítið af fótbolta þó hann búi við
hliðina á Framsvæðinu.
Bragi er orðinn 67 ára og á því
enn nokkur ár eftir í stafi. Hann
býst við að ferðast og gera ýmis-
legt skemmtilegt þegar hann fer á
eftirlaun enda við ágæta heilsu
„...eftir að hafa farið í gegnum all-
an pakkann,“ eins og hann or
það sjálfur og á þar við hjar
skurði og annað. „Nú er ég eins
nýr maður,“ segir hann.
Bragi er kvæntur Ríkey R
arðsdóttur hjúkrunarfræðingi
saman eiga þau þrjú uppkom
börn. ■
étt: 1hannar, 6aría,7skuggi, 9aa,
gos,11lugt, 12org,13nes,15il,
nett.
ðrétt: 1hasarinn,2arka,3níu,
aggur, 5reist,8goggi, 11lost,
ee,16lá.
1
6
7
9 10
12
13 14
17
15 16
2 3 4
8
11
5
Jújú, það
stendur
þarna!
„Ef ítrekaðar endur-
ræsingar bera engan
árangur, grípið þá öxi
og brjótið allt heila
draslið í klessu.“
Já, þú segir
nokkuð...
GARÐURINN
Ekkert úr garðinum má fara í tunnurn
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að synir
Saddams voru eitt sinn börn.
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
ETA, aðskilnaðarhr. Baska.
Jeffrey Archer.
Uday og Qusai.
BRAGI STEINARSSON
Flutti ungur á Hofteiginn og kennir sig við Laugarneshverfið.
Persónan
BRAGI STEINARSSON
■ vararíkissaksóknari man tímana tvenna
eftir nær 42 ár í starfi. Hjá ríkissaksókn-
ara hefur hann lifað spennandi tímabil
og aldrei leiðst.
Starfað hjá ríkis-
saksóknara í 40 ár
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
R
A
Lárétt: 1 býr til, 6 tónsmíð, 7 dökk
eftirmynd, 9 samtök, 10 ólga, 11 ljósk
12 garg, 13 tangi, 15 á fæti, 17 lipurle
Lóðrétt: 1 lætin, 2 skunda, 3 tölu,
4 harðskeyttur maður, 5 ber sig vel,
8 munni, 11 taugaáfall, 14 tveir eins,
16 ásaka.
Lausn: