Fréttablaðið - 06.08.2003, Page 1

Fréttablaðið - 06.08.2003, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 14 Leikhús 14 Myndlist 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 16 MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 2003 – 179. tölublað – 3. árgangur AFSLÁTTARKJÖR TRYGGINGAR- FÉLAGA Tryggingafélög innan Sambands íslenskra tryg- gingafélaga veittu hvort öðru upplýsingar um bónusafslætti ökutækja- trygginga viðskiptavina sinna. Þetta kemur fram í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð tryggingafélaganna. Sjá bls. 2 ÞRÝST Á VERÐ SJÁVARAFURÐA Líklegt er talið að verð sjávarafurða fari lækkandi vegna aukins framboðs og sam- keppni. Krónan er líkleg til að styrkjast og framlegð útgerðarfyrirtækjanna dregst sam- an. Auknar aflaheimildir auka framboð og geta leitt til verðlækkunar. Sjá bls. 4 SVER AF SÉR ÁVIRÐINGAR SAM- KEPPNISSTOFNUNAR Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga,fullyrðir að sú vinna sem hafi átt sér stað innan sam- bandsins sé í fullu samræmi við það sem erlend systursambönd sambandsins hafi haft með höndum, sem og önnur hags- munasamtök á Íslandi. Sjá bls. 2 ÍRAKAR GRÓFU ÞOTURNAR Banda- rískir hermann fundu fjölmargar herþotur sem Írakar höfðu grafið í eyðimörkinni norður af Bagdad. CIA segir stutt í upplýs- ingar um gereyðingavopn Íraka. Sjá bls. 6 Eigandi Chelsea Roman Abramovich: ▲ SÍÐA 12 Býður himin- háar upphæðir Johnny Depp þykir vandlátur á hlutverk Pirates of the Carribean: ▲ SÍÐA 14 Bölvaðar beinagrindur KERTAFLEYTING Á TJÖRNINNI Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í kvöld. At- höfnin er í minningu fórnarlamba kjarn- orkuárásanna á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasakí 6. og 9. ágúst 1945, um leið og kröfunni um kjarnorkuvopna- lausan heim er haldið á loft. DAGURINN Í DAG VÍSINDI Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins vinnur nú að álitsgerð fyr- ir íslenska söluaðila og framleið- enda eldislax vegna bandarískrar skýrslu sem varar við neyslu á eld- islaxi. Skýrslan hlaut heimsat- hygli, en hún var unnin á vegum umhverfissamtakanna Environ- mental Working Group. Stofnunin telur að höfundar skýrslunnar hafi farið út fyrir ramma vísindanna og að ýmsar ályktanir þeirra standist ekki. Í skýrslunni er fólki ráðlagt að borða ekki eldislax oftar en einu sinni í mánuði. Skýrslan greindi frá því að magn eiturefnisins PCB í eldislaxi, þar á meðal íslenskum, væri yfir mörkum umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. PCB er þrávirkt lífrænt efni sem safnast fyrir eftir því sem ofar dregur í fæðukeðj- unni og er talið valda krabbameini. Höfundar skýrslunnar telja mun- inn á PCB magni eldislaxins skýr- ast af fóðri eldislaxins, sem er upp- sjávarfiskur á borð við loðnu og kolmunna. Skýrsluhöfundar báru saman PCB-viðmið sem notuð eru af bandarísku umhverfisstofnuninni fyrir einstök veiðivötn og ná yfir villtan lax, og viðmið bandaríska matvæla og lyfjaeftirlitsins, sem ná yfir eldislax. Mæltu þeir með því að viðmið villta laxins giltu ein- nig um eldislax. Guðjón Atli Auðunsson, efna- fræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, gagnrýnir rann- sóknina harðlega. „Mér mislíkar stórlega allur umbúnaðurinn og túlkunin. Þetta eru ekki vísindamenn sem eru vandir að virðingu sinni. Þeir nota rannsóknina í þeim tilgangi að breyta markaðsstöðu og vekja ótta í brjósti fólks. Þeir útlista mögu- lega hættu, en ekki þann vafa sem er tengdur þessum rannsóknum.“ Í skýrslunni er hvatt til þess að borðaður sé villtur lax frá Alaska, í stað eldislax. Rannsakaðir voru tíu eldislaxar, þar á meðal einn ís- lenskur, og voru þeir bornir sam- an við eldri niðurstöður úr rann- sókn á fimm villtum löxum. Guðjón Atli segir vísindamenn- ina byggja niðurstöðu sína á veik- um grunni. Hann gagnrýnir meðal annars að vísindamennirnir hafi leyft sér að draga umfangsmiklar ályktanir út frá mjög takmörkuð- um gögnum, og lýst eldislaxi ein- hliða. „Það er ekki í verkahring umhverfissamtaka að gefa mann- eldisráð, heldur bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitsins. Íslenski eldislaxinn er sextugfalt undir PCB-mörkum bandaríska mat- væla- og lyfjaeftirlitsins. Að öllu samanteknu eru kostir þess að borða eldislax mun meiri en ókost- irnir.“ jtr@frettabladid.is Bandarískir vísindamenn: Ósonlagið að styrkjast VÍSINDI Bandarískir vísindamenn segjast hafa sannanir fyrir því að ósonlagið fyrir ofan Suður- heimskautslandið sé að styrkj- ast, Þetta er í fyrsta sinn sem slík- ar sannanir finnast. Hraðinn á eyðingu ósonlagsins hefur minnkað um 8% á undanförnum tveimur áratugum, sem er mun meira en búist var við. Talið er að eyðingin muni stöðvast að fullu á næstu árum. Gatið sjálft yfir Suðurheimskautslandinu jafnar sig aftur á móti ekki fyrr en eftir að minnsta kosti 50 ár. Bann við notkun ósoneyðandi efna var sett á árið 1987. ■ FERÐALÖG Mikil hitabylgja gengur nú yfir Spán og hefur hitinn í Sevilla slagað upp í 50 gráður undanfarið. Hitabylgjan hefur kostað þrettán manns lífið á síð- astliðnum sjö dögum. Flestir þeirra þjáðust af öndunarfæra- og hjartasjúkdómum sem tóku sig upp vegna hitans. Guðmundur Sveinsson, farar- stjóri Heimsferða á Costa del Sol, segir hitann inn til landsins óbærilegan. Tæplega 500 Íslend- ingar dveljast nú á Costa del Sol, sunnan við Sevilla. „Við ráðleggj- um fólki að fara ekki til Sevilla um stundarsakir vegna veðurs- ins.“ Að sögn Guðmundar hefur hann fengið fjölda símtala frá fólki sem endurskoðar fyrirhug- aða Spánarferð vegna hitans. „Fólk ætti að hafa áhyggjur, held- ur halda sig við sjóinn, þar sem hitinn er þó ekki meiri en 35 gráður. Inni í landi hreyfir ekki vind, en hafið bjargar okkur hérna.“ Almenningur á Spáni, einkum börn og gamalmenni, hefur verið hvattur til að drekka mikið vatn, klæðast víðum fötum og forðast líkamlega áreynslu utandyra. ■ Hitinn á Spáni nálgast 50 gráður: Fólk forðist Sevillaferðir HITABYLGJA Á SPÁNI Íbúar borgarinnar Cordoba í Andalúsíu á suður Spáni hafa þurft að þola gríðarmikinn hita undanfarna daga. Hitinn hefur farið vel yfir 40 gráður og hafa sumir gripið til þess ráðs að kæla sig niður í gosbrunnum borgarinnar. Mislíkar stórlega túlkun vísindamanna AP /M YN D VEÐRIÐ Í DAG GÓÐVIÐRI ÁFRAM Hægviðri og hlýindi einkenna veðurlagið og sú gula sýnir sig annað slagið, mest á Vestfjörð- um. Í dag og fram eftir morgundeginum verður þurrt. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins gagnrýnir harðlega bandaríska skýrslu sem segir neyslu eldislax hættulega. Skýrsluhöfundar rannsökuðu tíu laxa, þar af einn íslenskan. GUÐMUNDUR SVEINSSON Fararstjóri Heimsferða á Costa del Sol ráðleggur íslenskum ferðamönnum að fara ekki til Sevilla á meðan hitabylgja ríður þar yfir. Benazir Bhutto: Dæmd fyrir pen- ingaþvætti SVISS, AP Dómastólar í Sviss hafa fundið Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistan, og eiginmann hennar Asif Zardari, sek um peningaþvætti. Hjónin voru dæmd í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi og þeim gert að greiða sem svarar yfir 160 millj- ónum íslenskra króna til pakist- anska ríkisins, að því er framkem- ur á fréttavef BBC. ■ Kyssir samstarfsfólkið bless Þorsteinn J. Vilhjálmsson: ▲ SÍÐA 22 Sagt upp störfum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.