Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.08.2003, Qupperneq 4
4 6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR Hvert fórstu um Verslunarmannahelgina? Spurning dagsins í dag: Hvernig fannst þér bréfið frá Árna Johnsen? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 7,4% 2,2% Galtalæk 40,9%Var í höfuðborginni 42,4%Annað Akureyri 3,7%Vestmanneyja Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Viðskipti ■ Lögreglufréttir Viljayfirlýsing undirrituð: Bretar vilja kaupa Altech VIÐSKIPTI Íslenskir og erlendir aðil- ar hafa undirritað viljayfirlýsingu um aðkomu að fyrirtækinu Altech, sem hannar búnað til framleiðslu á áli. Altech sagði upp nánast öllu starfsfólki sínu í síðasta mánuði vegna fjárhagserfiðleika, en nú vinnur fyrirtækið að skuldbreyt- ingu hjá Landsbanka Íslands. Hugmyndin er að bresk-rúss- neski álframleiðandinn Transal eignist verulegan hluta fyrirtækis- ins úr höndum Jóns Hjaltalíns Magnússonar, forstjóra fyrirtæk- isins, sem nú á 90 prósenta hlut. Fyrirhugaðir íslenskir kaupendur eru ekki gefnir upp að svo stöddu. Jón Hjaltalín kveðst reikna með að gengið verði frá lausum endum um miðjan mánuðinn. „Við stefn- um að því að halda sama fjölda starfsfólks, enda eru mörg verk- efni í farvatninu.“ Altech hannar búnað til fram- leiðslu á áli og flytur út 90 prósent framleiðslu sinnar. Meðal þess sem Altech undirbýr er sala til fyr- irhugaðs álvers Alcoa á Reyðar- firði. Þá er Altech aðili að Atl- antsáli, sem er undirbúningsfélag um byggingu 90 þúsunda tonna ál- vers við Húsavík í meirihlutaeign Transal. Að sögn Jóns stendur eftir að útvega rafmagn fyrir Húsavíkur- álverið, en stefnt er á notkun jarð- orku. Auk þess ræður afstaða yfir- valda um veitingu starfsleyfis úr- slitum. ■ Þrýst á verð sjávarafurða SJÁVARÚTVEGUR Ytri skilyrði í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja fara versnandi og framlegð þeirra lækkar. Styrking krónunnar hefur haft neikvæði áhrif á rekstur þeirra. Árið 2001 var afar gott ár í rekstri sjávarút- vegsfyrirtækja . Krónan var sterk og verð afurða í er- lendum myntum hátt. Framlegð fyr- irtækjanna var þegar best lét allt að 35 prósent af rekstrartekjum fyrirtækjanna. Í sex mánaða uppgjöri Brims, sjáv- arútvegsstoðar Eimskipafélags- ins er framlegðin komin niður í tæp sextán prósent. Í morgunkorni greiningar- deildar Íslandsbanka er bent á fleiri blikur á lofti í rekstri sjáv- arútvegsins. Þar er bent á að verð sjávarafurða hafi verið að gefa eftir. Nýjasta mæling verðvísitölu sjávarafurða lækkað um 1,6 pró- sent í SDR frá því í maí. Meðal- verð á fyrri helmingi ársins er þó 1,8 prósentum hærra í ár en í fyrra. Greiningardeild Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir því að verð hækki á næstunni í erlendri mynt og telur þrýsting vera til lækkun- ar. Ástæður þessar eru mikil sam- keppni við aðra matvöru svo sem eldisafurðir og almennur hæga- gangur í efnahagslífi helstu við- skiptalanda okkar. Sérfræðingar telja að til skamms tíma sé umhverfi sjávar- útvegs með lakara móti. Á móti er á það bent að auknar aflaheimild- ir og betra ástand lífríkis hafsins auki mönnum bjartsýni til lengri tíma. Að mati greiningar Íslands- banka má þó vænta þess að auk- inn afli þrýsti verði afurða niður. Afkoma sjávarútvegsfyrir- tækja er almennt lökust á þriðja ársfjórðungi. Neysla sjávarfangs er minni en í skammdeginu. Á móti kemur að gengi krónunnar gefur eftir að sumrinu. Sérfræð- ingar búast við því að krónan muni halda áfram að styrkjast og bitna á framlegð sjávarútvegsins meðan innstreymi gjaldeyris vegna byggingar álvers og virkj- unar stendur yfir. haflidi@frettabladid.is INNBROT Í KÓPAVOGI Brotist var inn í tvö fyrirtæki í Kópavogi um helgina. Að sögn lögreglunnar var meira um skemmdarverk að ræða í öðru tilvikinu en í hinu var brotist inn í vinnuskúr. Í VÍMU Á HAFNARFJARÐARVEGI Tilkynnt var um sofandi öku- mann í bifreið sinni við Hafnar- fjarðarveg á mánudagsmorgun. Maðurinn var færður í vörslu lögreglunnar vegna gruns um neyslu fíkniefna en við leit í bif- reiðinni fannst eitthvað magn meintra kanabisefna. FJÖGUR INNBROT Tilkynnt hefur verið um fjögur innbrot í Hafnar- firði eftir helgina. Brotist var inn í tvö íbúðarhús, nýbyggingu og fyrirtæki. Litlu sem engu var stolið úr íbúðarhúsunum en tölvu og verkfærum úr fyrirtækinu. FÍKNIEFNI Í GALTALÆK Þrjú fíkni- efnamál komu til kasta lögregl- unnar á bindindishátíðinni í Galtalæk. Lögreglan á Hvolsvelli sagði mikinn eril hafa verið um helgina enda þrjár hátíðir í þeirra umdæmi. Þegar mest var voru tólf lögreglumenn á vakt. GRUNAÐUR UM ÖLVUN Fjórir árekstrar voru í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli um helgina. Tvær bílveltur voru auk tveggja árekstra. Í annarri bíl- veltunni leikur grunur á ölvun. Ekki urðu mikil meiðsl á fólki. SOFNAÐI UNDIR STÝRI Bíll fór út af í Svínahrauni þegar ökumaður- inn sofnaði undir stýri. Bílnum var ekið út af þar sem hann fór áfram 90 metra en ökuferðin end- aði í gjótu sem var 8 til 10 metra djúp. Ökumaðurinn slapp vel en hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. MIKLU STOLIÐ Tilkynnt var um innbrot í heimahúsi á Selfossi eft- ir verslunarmannahelgina. Tölu- vert miklu af verðmætum var stolið svo sem skartgripum, tölvu og víni. Málið er í rannsókn lög- reglunnar á Selfossi. SÉÐ ÚR ÞYRLUNNI Myndin var tekin er TF-LIF kom að Akureynni aðfaranótt þriðjudags. TF-LIF sækir sjómann: Slasaður á auga LANDHELGISGÆSLAN Skipverji á Ak- ureynni EA-110 slasaðist illa á auga aðfaranótt þriðjudags. Eftir að skipverjar höfðu rætt við lækni þyrlu Landhelgisgæslunnar, og búið var að ráðfæra sig við augn- lækni, var ákveðið að halda á TF- LIF til móts við skipið. Sjúklingur- inn var hífður upp í björgunar- lykkju með sigmanni þyrlunnar og ákveðið að lenda á Reykjavíkur- flugvelli þar sem sjúkrabíll beið. Maðurinn var fluttur á Landspítal- ann við Hringbraut og er líðan hans ágæt. ■ Arabaríki funda: Viður- kenna ekki Íraksstjórn KAÍRÓ, AP Samtök Arabaríkja eru ekki tilbúin að viðurkenna bráða- birgðastjórnina í Írak og vilja bíða þess að lýðræðislega kjörin stjórn taki við völdum í landinu. Að loknum fundi utanríkisráð- herra Arabaríkja í Kaíró í Egypta- landi sagði Amr Moussa, fram- kvæmdastjóri samtakanna, að bráðabirgðarstjórnin væri aðeins fyrsta skrefið og hlutverk hennar væri að ryðja brautina fyrir lýð- ræðislega kjörna ríkisstjórn. Bráðabirgðarstjórnin í Írak sendi ekki fulltrúa á fundinn. ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL Félagsmála- ráðuneytið hefur úrskurðað að bæjarráði Vestmannaeyja hafi verið óheimilt að kjósa varamenn fyrir aðalfulltrúa í bæjarráði. Varamenn skuli einfaldlega vera þeir sem næstir aðalmönnum komu á framboðslista. Klofningur kom upp innan raða framsóknarmanna eftir að eini bæjarfulltrúi þeirra, Andrés Sig- mundsson, sleit meirihlutasam- starfi við Sjálfstæðisflokk í mars. Andrés myndaði meirihluta með Samfylkingunni en næstu menn á framboðslistanum studdu hann ekki í þeirri ákvörðun. Til að tryggja meirihlutann í sessi var því brugðið á það ráð í lok júní að efna til sérstakrar at- kvæðagreiðslu í bæjarráðinu um skipan varamanna. Þá var Stefán Jónasson valinn sem varamaður Andrésar. Guðríður Ásta Halldórsdóttir var annar maður á framboðslista Framsóknarflokks og óháðra í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra vor. Guðríður, sem er and- stæðingur Andrésar, sætti sig ekki við kosningu annars vara- manns í sinn stað. Hún kærði til félagsmálaráðuneytis sem komst að fyrrgreindri niðurstöðu. ■ ALTECH Vonast er til að endurfjármögnun um miðjan mánuðinn geri fyrirtækinu kleift að halda sama fjölda starfsfólks. UNNIÐ AÐ YFIRTÖKU Fjárfesting- arfélagið Straumur vinnur nú að yfirtöku Framtaks. Stærsti eig- andi utan Straums er Norvik sem er í eigu Jóns Helga Guðmunds- sonar í Byko. HAGNAÐUR HJÁ FRAMTAKI Fjár- festingarbankinn Framtak skilaði 176 milljón króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Skráð hluta- bréf Framtaks hækkuðu um 14%, en vísitala aðallista Kauphallar hækkaði um 11% á sama tíma. KEYPT Í FLUGLEIÐUM Ovalla Tra- ding, sem er í eigu Bónusfjöl- skyldunnar, keypti hlut í Flug- leiðum að nafnvirði 3,6 milljónir á genginu 4,4. Eftir kaupin er eign Ovalla Trading rúmar 110 milljónir króna að nafnvirði. Félagsmálaráðuneytið segir framboðslista í Vestmannaeyjum ráða: Bæjarráð mátti ekki kjósa varamenn VESTMANNAEYJAR Framsóknarmaðurinn Andrés Sigmundsson þarf að sætta sig við að fá varamann sem er andvígur samtarfi Andrésar við Samfylkinguna um stjórn Vestmannaeyjabæjar. Líklegt er talið að verð sjávarafurða fari lækkandi vegna aukins framboðs og samkeppni. Krónan er líkleg til að styrkjast. Auknar aflaheimildir auka framboð og geta leitt til verðlækkunar. FISKVERÐ LÆKKAR Talið er líklegt að fiskverð muni lækka í erlendri mynt. Verðið hefur haldist nokkuð hátt um skeið. ■ Greiningardeild Íslandsbanka gerir ekki ráð fyrir því að verð hækki á næst- unni í erlendri mynt og telur þrýsting vera til lækkunar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.