Fréttablaðið - 06.08.2003, Blaðsíða 8
6. ágúst 2003 MIÐVIKUDAGUR
WASHINGTON, AP Colin Powell, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, og
nánasti aðstoðarmaður hans, Ric-
hard L. Armitage, ætla báðir að
láta af embætti eftir næstu for-
setakosningar í Bandaríkjunum,
hvort sem George W. Bush forseti
nær endurkjöri eða ekki. Þetta
fullyrðir bandaríska dagblaðið
Washington Post.
Blaðið segir að Armitage hafi
skýrt Condolezzu Rice, öryggis-
ráðgjafa forsetans, frá þessu ný-
verið. Samkvæmt blaðinu mun
ákvörðun Powells um að hætta,
tengjast loforði sem hann gaf eig-
inkonu sinni. Ágreiningur við for-
setann eða aðra í stjórninni hafi
ekkert með þetta að gera.
Talsmaður bandaríska utanrík-
isráðuneytisins þvertók fyrir í
gær að nokkuð væri hæft í þessu.
■
Óheimilt að nýta
tap Stjörnubíós
Skífunni var óheimilt að nýta 46 milljóna króna tap Stjörnubíós til að
lækka eigin skatta að áliti skattrannsóknarstjóra. Endurskoðendur félag-
anna óska eftir því að umbeðinni samsköttun félaganna verði frestað.
SKATTAR Skattrannsóknarstjóri
segir að Skífunni hafi verið
óheimilt að nýta tap Stjörnubíós
til að lækka eigin skattstofn.
Eigendaskipti á Stjörnubíó ehf.
voru tilkynnt Hlutafélagaskrá í
mars 2000. Kaupanda var ekki
getið en fjórir menn tengdir Norð-
urljósum voru skráðir stjórnar-
menn í október
það ár.
Skífan og
Stjörnubíó voru
samsköttuð fyr-
ir tekjuárið
2001. Í skatt-
framtali Skíf-
unnar var færð
nærri 46 millj-
óna króna lækk-
un vegna taps
hjá Stjörnubíói
allt aftur til árs-
ins 1994.
Félög verða
að hafa átt önnur
félög í a.m.k. eitt
heilt reikningsár
áður en sam-
sköttun er heimil. Skattrannsókn-
arstjóri segir að svo hafi ekki ver-
ið um Skífuna og Stjörnubíó á ár-
inu 2001. Það hafi verið Norður-
ljós fasteignafélag sem á árinu
2000 eignaðist Stjörnubíó með 125
milljónum króna lánsfé frá Skíf-
unni. Skífan hafi ekki eignast
Stjörnubíó fyrr en á árinu 2001 og
því ekki uppfyllt skilyrði um lág-
markstíma á eignarhaldi.
Skattrannsóknarstjóri segir að
jafnvel þó Skífan hefði átt
Stjörnubíó í tilskilinn tíma fyrir
samsköttun félaganna, væri hún
ekki heimil þar sem rekstur
Stjörnubíós ehf. hefði gerbreyst
eftir söluna í mars 2000. Kvik-
myndahúsarekstri hefði verið
hætt en í staðinn tekinn upp út-
leiga atvinnuhúsnæðis. Þar með
væri brostinn grundvöllur fyrir
nýtingu yfirfæranlegs taps.
Þess má geta að í ársreikningi
Stjörnubíós fyrir árið 2000 var fé-
lagið sagt vera að fullu í eigu
Norðurljósa fasteignafélags. Í
ársreikningi Norðurljósa var hins
vegar ekkert minnst á Stjörnubíó
ehf. Tveir endurskoðendur félags-
ins sögðu það hafa verið vegna
mistaka. Sömu menn gerðu reynd-
ar einnig ársreikninginn fyrir
Stjörnubíó.
Endurskoðendurnir upplýstu
við skýrslutökur í júní síðastliðn-
um að Stjörnubíó hefði verið talin
eign Norðurljósa fasteignafélags
á árinu 2000 vegna skilmála lánar-
drottna sem bönnuðu Skífunni
slíkar fjárfestingar. Þeir hafi ver-
ið í góðri trú við gerð ársreikninga
og skattaframtala.
Daginn eftir að síðari endur-
skoðandinn gaf skýrslu, 24. júní
síðastliðinn, óskuðu endurskoð-
endurnir eftir því við skattstjór-
ann í Reykjavík að samsköttun
Skífunnar og Stjörnubíós yrði
frestað þar sem í ljós hafi komið
að ekki væri „ótvírætt“ að skilyrði
um lágmarkstíma á eignarhaldi
væri uppfyllt.
gar@frettabladid.is
Við erum
komin í
sumarskap!
Sumarið er komið og starfsfólk
Snælands vídeós er í sólskinsskapi
og afgreiðir með brosi á vör úrval
gómsætra ísrétta.
-réttur fyrir þig
0pið alla daga frá kl.10-23.30
DETROIT, AP Dómari krafðist 50.000
Bandaríkjadala tryggingar vegna
lausnar þýsks gamalmennis úr
fangelsi en maðurinn er grunaður
um hlutdeild að gyðingamorðum í
síðari heimsstyrjöldinni. Lögregla
í Detroit í Bandaríkjunum hand-
tók manninn, Johann Leprich, 77
ára á heimili hans fyrir mánuði og
hefur haft hann í haldi síðan.
Leprich hefur verið á flótta frá
því árið 1987 þegar dvalarleyfi
hans í Bandaríkjunum var aftur-
kallað. Í ljós kom að þegar
Leprich fékk dvalarleyfi í Banda-
ríkjunum árið 1958, leyndi hann
því að hafa þjónað sem fangavörð-
ur úr útrýmingarbúðum nasista.
Samkvæmt bandarískum lögum
er bannað að veita slíkum mönn-
um dvalarleyfi. Leprich verður
vísað úr landi á næstunni. ■
POWELL OG BUSH
Utanríkisráðherrann og forsetinn á leiðtogafundi í Nígeríu nýverið.
Colin Powell, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna:
Sagður ætla
að hætta
AP
/C
H
AR
LE
S
D
H
AR
AP
AK
LEYNDI UPPRUNA SÍNUM
Johann Leprich, Þjóðverji á áttræðis-
aldri, leyndi bandarísk yfirvöld því í
áratugi að hann hefði starfað í ein-
um af fjölmörgum útrýmingarbúðum
nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
Leprich hefur verið handtekinn og
verður vísað úr landi.
Fyrrum nasisti handtekinn:
Var á flótta í 16 ár
„Stjörnubíó
hefði verið
talin eign
Norðurljósa
fasteignafé-
lags á árinu
2000 vegna
skilmála lán-
ardrottna sem
bönnuðu Skíf-
unni slíkar
fjárfestingar.
STJÖRNUBÍÓ
Stjörnubíó var jafnað við jörðu í fyrra og reiturinn seldur Reykjavíkurborg fyrir 140 milljón-
ir króna.