Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 4
4 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Ætlarðu að taka þátt í Menning-
arnótt í Reykjavík?
Spurning dagsins í dag:
Telur þú að varnarliðið hverfi af landi
brott?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
46,3%
53,7%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Fleiri úrræði fyrir heimilislausa:
Nýtt áfangaheimili
FÉLAGSMÁL Nýr samningur Sam-
hjálpar og Félagsþjónustunnar
um rekstur áfangaheimilis fyrir
heimilislausa að Miklubraut 18
hefur verið undirritaður.
„Þetta skiptir miklu máli fyrir
okkar skjólstæðinga,“ sagði Heið-
ar Guðnason, forstöðumaður
Samhjálpar. „Við opnuðum heim-
ili að Miklubraut 20 fyrir nokkru
síðan og þar hafa margir fundið
sinn samastað í lífinu en það sem
hefur vantað er svona áfanga-
heimili eins og nú hefur verið
gerður samningur um. Nú geta
þeir sem standa sig vel fengið þar
inni en eina krafan sem við ger-
um er að viðkomandi hafi verið
allsgáður í fjórar vikur. Sú krafa
er ekki fyrir hendi að Miklubraut
20 en þar er fyrri heimilið til
húsa.“
Heiðar segir að húsnæði geti
skipt sköpum fyrir fólk sem mátt
hefur gista á götum bæjarins
mörg ár í röð. „Það fólk finnur
kannski aftur sinn samastað og
fastan punkt í tilverunni. Lög-
regla hefur tjáð okkur að margir
vistmenn okkar að Miklubraut 20,
sem áður fyrr voru góðkunningj-
ar lögreglunnar, séu alveg lausir í
dag og að þeir hafi ekki haft nein
afskipti af þeim í langan tíma.“ ■
NEW YORK, AP Enn er víða raf-
magnslaust í norðausturhluta
Bandaríkjanna og suðurhluta
Kanada og þurfa milljónir manna
því að hafast við í hitamollunni í
óloftkældum og myrkvuðum hí-
býlum sínum.
Um klukkan 16 á fimmtudag að
staðartíma, klukkan 20 að íslensk-
um tíma, fór rafmagn af á stórum
svæðum í Bandaríkjunum og
Kanada. Daglegt líf
tæplega fimmtíu
milljóna manna fór
úr skorðum og
starfsemi fyrir-
tækja lamaðist í
fjölda borga á
svæðinu frá New
York til Detroit í
Bandaríkjunum og
Toronto til Ottawa í
Kanada.
Orsök bilunarinnar er óljós en
fjölmargar sögur á kreiki. Vegna
bilunarinnar slokknaði sjálfkrafa
á tíu kjarnorkuverum.
Rafmagnið fór af á háanna-
tíma, þegar flestir voru að tygja
sig heim úr vinnu. Umferðarljós
duttu út og skapaðist mikil ringul-
reið þess vegna. Talsmenn lög-
reglu og slökkviliðs segja þó að
engin alvarleg tilvik hafi komið
upp. Víða kviknuðu smáeldar í
heimahúsum vegna óvarlegrar
meðferðar fólks á kertaljósum. Þá
var nokkuð um gripdeildir.
Almenningssamgöngur fóru úr
skorðum, flug-
völlum var lok-
að og farsíma-
kerfið virkaði
ekki sem skydi.
D e t r o i t -
Windsor göng-
in, sem tengja
Bandaríkin og
Kanada, lokuð-
ust af völdum
rafmagnsleys-
isins. Um það
bil 27.000 öku-
tæki fara um
göngin dag-
lega.
Þá urðu margir fyrir óþægind-
um, komust ekki heim úr vinn-
unni, lokuðust inni í neðanjarðar-
lestum og lyftum. Hundruð þús-
unda gengu
til síns heima,
tuga kílómetra leið, aðrir létu fyr-
irberast í svartamyrkri á götum
úti í fyrrinótt.
Björgunarmenn voru margar
klukkustundir að losa skelfingu
lostið fólk úr lyftum háhýsa.
Flugmálayfirvöld lokuðu al-
þjóðaflugvöllunum þremur á New
York-svæðinu, Kennedy, La Guar-
dia og Newark, í nokkrar klukku-
stundir vegna rafmagnsbilunar-
innar. Flugvellirnir í Detroit og
Cleveland lokuðust einnig og flug
um Ottawa og Toronto fór úr
skorðum. Rafmagnsleysið raskaði
ekki flugi Flugleiða til Bandaríkj-
anna.
Um miðjan dag í gær var raf-
magn komið á tæplega helming
þess svæðis sem varð rafmagns-
laus. Yfirvöld hvöttu almenning
til að sýna stillingu og þolinmæði
því svo kynni að fara að rafmagn
komist ekki aftur á á öllu svæðinu
fyrr en eftir helgi. ■
Seðlabanki Íslands:
Jón skipaður
bankastjóri
SEÐLABANKI Forsætisráðherra
skipaði Jón Sigurðsson fram-
kvæmdastjóra í embætti banka-
stjóra Seðlabanka Íslands í gær.
Gildir skipunin til sjö ára og mun
Jón hefja störf þann 1. október
næstkomandi.
Jón Sigurðsson er fyrrum
rektor Samvinnuháskólans á Bif-
röst, en því embætti gegndi hann
á árunum 1981-1991. Þá gegndi
Jón starfi framkvæmdastjóra
Vinnumálasambandsins árin
1997-1999, að því er fram kom í
fréttatilkynningu frá forsætis-
ráðuneytinu. ■
DÖGUN Í NEW YORK
Tæp fjörutíu ár eru frá alvarlegri rafmagns-
bilun í borginni í líkingu við þá sem varð í
fyrrakvöld.
Rafmagnsleysið
í Ameríku:
Stórbilanir
nokkuð tíðar
NEW YORK, AP Alvarlegar bilanir í
orkukerfi vestanhafs eru nokkrar
á síðustu áratugum. Rafmagns-
leysið í Bandaríkjunum og
Kanada í fyrrakvöld minnir á bil-
un sem varð í New York árið 1977.
Þá laust eldingu niður í spennu-
virki með þeim afleiðingum að
New York borg varð rafmagns-
laus í 25 klukkustundir.
Bilunin nú er hins vegar marg-
falt meiri en sú sem varð í Banda-
ríkjunum árið 1996. Þá urðu
fjórar milljónir manna fyrir
óþægindum þegar rafmagn fór af
níu fylkjum Bandaríkjanna.
Sú bilun sem kemst næst
þeirri sem varð í fyrrakvöld reið
yfir árið 1965. Þá fór rafmagn af
sameiginlegu orkukerfi Banda-
ríkjanna og Kanada og olli vand-
ræðum hjá þrjátíu milljónum
manna á norðausturströnd
Bandaríkjanna og í suðurhluta
Kanada. Áhrifin voru ekki ólík
því sem nú gerðist. ■
NEW YORK, AP Engar haldbærar
skýringar hafa enn fundist á raf-
magnsleysinu í Bandaríkjunum
og Kanada.
George W. Bush, Bandaríkja-
forseti, og aðrir embættismenn
hafa útilokað að um hryðjuverk sé
að ræða.
Bandaríkin og Kanada deila
um orsakir. Kanadískir embættis-
menn fullyrða að sökin sé Banda-
ríkjamanna en Bandaríkjamenn
halda fram hinu gagnstæða. Raf-
magnslaust varð kl. 16:15 að tíma
austurstrandarinnar á fimmtudag
eða kl. 20:15 að íslenskum tíma.
Fjórum mínútum áður varð
stofnun í New York, sem stýrir
heildsölumarkaði með rafmagn í
ríkinu, vör við skyndilega minnk-
un á rafafli.
Embættismenn segja að bilun-
ina megi rekja til þess að tækni-
búnaður raforkukerfisins hafi
ekki verið uppfærður til sam-
ræmis við aukna orkuþörf Banda-
ríkjamanna. Þrennt komi þar til,
kostnaðurinn við uppfærsluna,
umhverfissjónarmið og síðast en
ekki síst andstaða Bandaríkja-
manna við raforkumannvirki
nærri bústöðum sínum.
Bandaríska alríkislögreglan,
FBI, leyniþjónusta landsins, CIA
og sérstakar þingnefndir munu
rannsaka orsakir rafmagnsleysis-
ins og koma með tillögur til úr-
bóta. ■
SPENNUVIRKI
Alvarlegasta rafmagnsleysi í sögu Bandaríkjanna er enn óútskýrt. Í fyrstu var talið að eld-
ingu hefði lostið niður í Robert Moses Niagara orkuverið en menn féllu fljótt frá því.
Hryðjuverk voru sömuleiðis talin útilokuð.
Rafmagnsleysið Vestanhafs:
Engar skýringar enn
Ringulreið í mesta
rafmagnsleysi sögunnar
Líf 50 milljóna manna fór úr skorðum þegar rafmagn fór af sex borgum í Bandaríkjunum og Kanada
í fyrrakvöld. Almenningssamgöngur fóru úr skorðum, flugvöllum lokað og símakerfi hrundu.
■
Hundruð þús-
unda gengu til
síns heima,
tuga kílómetra
leið, aðrir létu
fyrirberast í
svartamyrkri á
götum úti í fyrr-
inótt
MANHATTAN
Almenningssamgöngur lömuðust í New York og öðrum borg-
um vegna rafmagnsleysisins og neyddust margir því til að
ganga heim. Sumir hverjir gengu tugi kílómetra.
KANADA
Flug fór úr skorðum í Bandaríkjunum og
Kanada vegna rafmagnsleysisins og lá al-
veg niðri í nokkra klukkutíma, fyrst eftir að
rafmagn fór af. Farþegar sýndu þó stillingu
og biðu rólegir í hitasvækjunni, enda
hvorki hægt að komast lönd né strönd.
TIMES SQUARE
Þúsundir ferðamanna höfðu ekki í nein hús að venda. Gestir Marriott Marquis hótelsins í
New York komust ekki inn á herbergin sín og sváfu því úti á gangstétt.
NEW YORK
Endalausar raðir bíla voru á götum myrkvaðrar
New York borgar í fyrrakvöld.
HANS-ADAM II
Prinsinn ætlar að láta völdin í hendur son-
ar síns á þjóðhátíðardegi Liechtenstein á
næsta ári.
Prins dregur sig í hlé:
Ríkisarfinn
tekur við
LIECHTENSTEIN, AP Prinsinn af
Liechtenstein hefur tilkynnt að
hann ætli að draga sig í hlé og láta
völdin í hendur sonar síns.
Landsmönnum öllum, sem eru
33.000 talsins, var boðið til veislu
í höll Hans-Adam annars á þjóðhá-
tíðardegi landsins. Í ræðu sem
prinsinn hélt af því tilefni sagði
hann að sonur sinn, ríkisarfinn,
myndi taka við krúnunni að ári.
Hans-Adam II, sem tók við
völdum að föður sínum árið 1989,
hefur verið afar umdeildur jafnt
innan lands sem utan og lent upp á
kant við ríkisstjórnir og stofnanir
Evrópu. ■
SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR
Félagsþjónustan og Samhjálp
opna áfangaheimili fyrir heimilislausa
að Miklubraut 18.