Fréttablaðið - 16.08.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 16.08.2003, Síða 6
6 16. ágúst 2003 LAUGARDAGURVeistusvarið? 1Erlent verkatakafyrirtæki hefur veriðgagnrýnt fyrir að veita íslenskum starfsmönnum sínum lélegan aðbúnað. Hvert er fyrirtækið? 2Nýr menntaskóli hefur göngu sína ámánudag og mun hann útskrifa stúd- enta eftir aðeins tveggja ára nám. Hvað heitir skólinn? 3Fyrsti heyrnarlausi alþingismaðurinnsest á þing í haust. Hvað heitir þing- maðurinn? Svörin eru á bls. 38 Grænfriðungar á leið til landsins: Engin læti, bara kaffi HVALVEIÐAR Rainbow Warrior, skip náttúruverndarsamtakana Green- peace, sneri af leið og hélt áleiðis til Íslands eftir að ljóst varð að ís- lensk stjórnvöld ætluðu að hefja hvalveiðar að nýju. „Skipið er á leið til Íslands en við munum ekki koma nema það sé áhugi fyrir að fá okkur,“ sagði Frode Pleym, talsmaður samtak- anna á Norðurlöndum. „Á næstu dögum ráðfærum við okkur við hagsmunasamtök og náttúru- verndarsinna á Íslandi og ef við teljum nægan áhuga, verður skip- ið komið innan tveggja vikna. Þá er ætlunin að ná tali af stjórnvöld- um og í framhaldi koma við í ýms- um höfnum landsins og kynna okkar sjónarmið.“ Frode sagði að í þetta sinn yrði stríðsfáninn í geymslu en í stað- inn yrði kaffi á könnunni. „Það er ótrúlegt hverju hægt er að áorka með því einu að setjast niður sam- an og fá sér tíu dropa,“ sagði Frode, en ítrekaði að ekki væri enn orðið ljóst hvort af heimsókn- inni yrði. „Ég fagna öllum gestum sem hingað koma í friðsamlegum til- gangi,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. „Það fer eftir aðstæðum, en ég mun reyna að eiga eins og einn fund með þeim.“ ■ VARNARLIÐIÐ „Auðvitað er það mik- ill léttir að þessari óvissu skuli nú eytt þannig að ró komist á mann- skapinn,“ segir Kristján Gunnars- son, formaður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, en helstu ráðamenn Bandaríkjanna hafa ákveðið að draga til baka fyrirmæli um að þotur varnarliðs- ins á Keflavíkur- flugvelli hverfi af landi brott. „Þetta er þó hörð áminning um að við þurfum að taka atvinnumálin hér til skoðunar, því þetta er frestun og vofir sjálfsagt yfir þótt síðar verði,“ segir Krist- ján, en atvinnuleysi á landinu hef- ur undanfarna mánuði verið mest á Suðurnesjum. „Verkalýðsfélagið er með ákall, bæði til alþingismanna og sveitarstjórnarmanna, að skoða atvinnumálin hér á Suðurnesjum með breytta heimsmynd í huga,“ segir Kristján. „Þetta er ekki eitthvað sem verður alla tíð og þar af leiðandi þurfum við að róa á önnur mið í atvinnumálum.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fréttir af því að þotur varnarliðsins verði kyrr- ar enn um sinn á Keflavíkurflug- velli mjög ánægjulegar. „Við vor- um reyndar sannfærð um að þeg- ar málið færi í farveg milli æðstu ráðamanna á Íslandi og í Banda- ríkjunum, yrði meiri skilningur á málinu en manni sýndist í upp- hafi,“ segir Árni. „Ég veit einnig að mjög vel var unnið í þessu máli af hálfu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.“ Aðspurður segist Árni engar áhyggjur hafa af framtíð atvinnu- mála á Suðurnesjum, þrátt fyrir að engar endanlegar ákvarðanir hafi verið teknar um framtíð varnarliðsins. „Svæðið í sjálfu sér á mikla möguleika því hér er mik- il orka í jörðu og við höfum bæði alþjóðaflugvöll og eina bestu flutningahöfn á landinu,“ segir Árni. „Við erum því að vinna að því að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið þannig að við séum ekki háð neinni einni starfsemi.“ helgat@frettabladid.is Sláturhúsið í Búðardal: Óvíst með vinnslu ATVINNUMÁL „Það hefur engin ákvörðun verið tekin að svo stöddu um sauðfjárslátrun í Búðardal,“ sagði Hjalti Jósefsson, fram- kvæmdastjóri Ferskra afurða, en héraðsfréttablaðið Skessuhorn greinir frá því að fyrirtækið ætli sér ekki að slátra í sláturhúsinu á Búðardal í haust eins og áður. „Við erum enn með húsið og get- um slátrað þar í haust, en það er óljóst á þessari stundu hvað verður. Þetta er harður bransi og ekki hjálpar að það eru öfl úti í þjóðfé- laginu sem vinna gegn okkur hörð- um höndum. Við sjáum hvað setur næstu misserin.“ ■ VESTMANNAEYJAR Mikill titringur er um framtíð núverandi bæjarstjórnar í Eyjum. Titringur í Vestmannaeyjum: Bæjarstjórn- arkosningar? SVEITASTJÓRNAMÁL Samkvæmt Eyjafréttum eru aðilar í Vest- mannaeyjum að kanna hvort hægt sé að efna til nýrra bæjarstjóra- kosninga með undirskriftasöfnun. Segir þar að óbreytt staða sé óvið- unandi, bæjarstjórnarmeirihlut- inn, eins og hann er í dag, sé gagn- laus. Enn fremur segir að vilji sé innan minnihluta Sjálfstæðis- flokksins til að styðja meirihlut- ann en eingöngu gegn meiri áhrif- um í málefnum bæjarfélagsins. ■ YFIRTÖKU LOKIÐ Baugur hefur náð settu marki við yfirtöku leik- fangakeðjunnar Hamleys. Fyrir- tækið er búið að tryggja sér 95% hlut, en þurftu yfir 90% til þess að aðrir hluthafar væru skyldug- ir til að selja sinn hlut. Því marki hefur nú verið náð. GRÆNFRIÐUNGAR Mótmæli sem þessi á myndinni heyra sög- unni til. Ferð þeirra hingað er friðsamleg. Hörð áminning Suðurnesjabúar eru ánægðir með tíðindi um að þotur varnarliðsins verði kyrrar á Keflavíkurflugvelli enn um sinn. „Frestun,“ segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. ■ Verkalýðsfélag- ið kallar á al- þingismenn og sveitarstjórnar- menn að skoða atvinnumálin hér á Suður- nesjum með breytta heims- mynd í huga. J P V -6 -0 2 Thomas Armstrong, útskýrir hér kenningar bandaríska prófessorsins Howard Gardners og bendir á hvernig uppalendur og kennarar á öllum skólastigum geta nýtt sér fjölgreindakenninguna. Thomas Armstrong kom til Íslands árið 1999 og hélt eftirminnilegt erindi á þingi kennara í Reykjavík. Erla Kristjánsdóttir, lektor við Kennaraháskóla Íslands, þýddi og staðfærði. Bókin fjallar um fjölgreinda- kenninguna sem valdið hefur byltingu í allri um- ræðu og viðhorfi til kennslu og uppeldis. Hún byggir á að maðurinn búi yfir að minnsta kosti sjö grunn- greindum: • Málgreind • Rök- og stærðfræðigreind • Líkams- og hreyfigreind • Tónlistargreind • Samskiptagreind • Sjálfsþekkingargreind • Umhverfisgreind merkilegt efni Metsölubók um ÓMISSANDI ÖLLUM UPPALENDUM Bræðraborgarstígur 7 • Sími 575 5600 „Gömlu greindarprófin tröllum gefin í byltingarkenndu riti þar sem greindarhug- takið er brotið upp í margar greindir og hinir síðustu verða fyrstir en þeir fyrstu síðastir.“ Kistan.is FRÁ VARNARSVÆÐINU Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur segir létti að ákvörðun hafi verið tekin um að þotur varnarliðsins hverfi ekki af landi brott í bili. ÁRNI SIGFÚSSON Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segist engar áhyggjur hafa af framtíð Suðurnesja þar sem svæðið hafi mikla möguleika á upp- byggingu atvinnumála. DANSKIR DAGAR Dagskrá Danskra daga í Stykkishólmi hefst í dag. Að sögn lögreglu var nokkur fjöldi fólks kominn til bæjarins í gærdag og vaxandi fjöldi fólks á tjaldstæði bæjarins. ERILL Á EGILSSTÖÐUM Mikil um- ferð var í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum í gær. Farþega- flutningaskipið Norræna lagðist að bryggju í Seyðisfirði á fimmtudag með um 1000 farþega innanborðs sem smám saman tínast í burtu frá Austurlandi. ■ Lögreglufréttir ■ Viðskipti GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 79.64 -0.05% Sterlingspund 127.56 -0.43% Dönsk króna 12.08 -0.13% Evra 89.81 -0.12% Gengisvístala krónu 126,82 -0,18% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 313 Velta 4.781 milljónir ICEX-15 1.591 0,7% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 201.285.034 Pharmaco hf. 127.620.883 Eimskipafélag Íslands hf. 106.756.56 Mesta hækkun Pharmaco hf. 5,79% Landsbanki Íslands hf. 3,70% SÍF hf. 3,61% Mesta lækkun Opin kerfi hf. -10,00% Framtak Fjárfestingarbanki hf. -3,88% Líf hf. -3,16% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9298,5 -0,1% Nasdaq*: 1700,0 0,0% FTSE: 4247,3 0,2% DAX: 3443,9 -0,3% NK50: 1291,5 0,1% S&P*: 987,7 -0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.