Fréttablaðið - 16.08.2003, Side 8

Fréttablaðið - 16.08.2003, Side 8
8 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Eins og að vera á móti Ég tel að þessir atburðir hafi af- hjúpað að hersetan, hersetunnar vegna, er orðið markmið í sjálfu sér. Steingrímur J. Sigfússon. Morgunblaðið, 15. ágúst. Langt til Möðruvalla Þeir sigldu yfir hafið og settu fyrstu skattapara- dís heimsins á stofn, Ísland. Ólafur Ragnar Grímsson á ráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði. Morgunblaðið, 15. ágúst. Treyst á Flórídatalningu Mér finnst mikið öryggi í því Davíð Oddsson segir engar líkur á að Bandaríkjamenn afturkalli orustuþotur meðan Georges Bush er við völd. DV, 15. ágúst. Orðrétt MENNTAMÁL „Við verðum tilbúin í tíma. Skóli er ekki bara hús heldur skiptir mestu kennsluskrá, kennslufræði, hugmyndir, áherslur, kennarar og stundatöflur,“ segir Margrét Pála Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hjallastefnunnar, um hinn nýja einkarekna grunn- skóla á Vífilsstöðum sem byrjar næsta haust. Hún segir að innritun í Barna- skóla Hjallastefnunnar sé langt komin og fyrstu kennararnir séu þegar byrjaðir með undirbúning. Alls munu verða 60 fimm og sex ára börn í skólanum í vetur. „Við erum þegar búin að innrita 50 börn. Fólk hefur sótt um víða að en börn í Garðabæ hafa forgang,“ segir hún. Deilur hafa staðið í bæjarstjórn Garðabæjar um það hvort skóla- húsnæðið verði tilbúið þegar kennsla á að hefjast. Minnihluti bæjarstjórnar lagði til að skólanum yrði frestað um eitt ár vegna þessa. Margrét Pála segir að þetta sé mis- skilningur og verið sé að vinna í húsnæðinu til að fullnægja öllum kröfum. Ekkert útlit sé fyrir annað en að skólahúsnæðið verði tilbúið. „Ég held að minnihlutinn í Garðabæ sé vanur að vera á móti, en enginn hefur gagnrýnt hug- myndafræði okkar eða væntanlega starfsemi skólans. Hluti af húsnæð- inu verður tekinn í notkun í haust en unnið verður að frekari stækkun í vetur. Við munum fjölga um einn árgang á hverju ári og stækka þannig, vaxa og dafna,“ segir Mar- grét Pála. ■ Vill geta fjárfest meira ATVINNULÍF Nýsköpunarsjóður hef- ur tapað tæpum 2,1 milljarði króna á tveimur árum. Dregið hefur verið stórlega úr nýfjárfestingum. Arnar Sigurmundsson, stjórn- arformaður Nýsköpunarsjóðs, seg- ir gríðarlegar breytingar hafa orð- ið á starfsumhverfi sjóðsins frá því hann tók til starfa fyrir fimm árum. Í ársskýrslu fyrir árið 2002 segir Arnar að lítið framboð hafi verið á áhættufjármagni til ný- sköpunar- og sprotafyrirtækja á þeim tíma. Fleiri áhættufjárfestar hafi síðan farið að fordæmi Ný- sköpunarsjóðs: „Margir áhugaverðir kostir ganga einfaldlega ekki upp, en nokkrir ná góðu flugi og skila fjár- festum góðum hagnaði. Erfiðleikar upplýsinga- og hátæknifyrirtækja víðs vegar um heim undanfarin tvö til þrjú ár hafa aukið áhættuna enn frekar og komið illa niður á fjár- festingasjóðum sem leggja áherslu á framtaks- og áhættufjárfesting- ar,“ segir stjórnarformaðurinn. Þörf á meiri þolinmæði Nýsköpunarsjóður hefur keypt hlutabréf í rúmlega 100 fyrirtækj- um á fimm árum og greitt fyrir þau yfir 3,2 milljarða króna. Sjóðurinn hefur veitt 1,4 milljörðum í áhættu- lán og 200 milljónum hefur verið varið til svokallaðrar verkefnafjár- mögnunar. Sjóðurinn hefur endan- lega afskrifað um 600 milljónir af fjárfestingum sínum. Nýsköpunarsjóður er skil- greindur sem „þolinmóður áhættu- fjárfestingasjóður“. Í upphafi hafi þótt eðlilegt að það tæki sjóðinn allt að fimm til sjö ár að losa sig út úr sumum fjárfestingum. Nú er orðið ljóst að sjóðurinn þarf að hafa enn meiri þolinmæði en reiknað var með: „Ljóst er nú að það mun taka mun lengri tíma að komast út úr þeim fjárfestingum sem farið hef- ur verið í. Staða sjóðsins er því þannig að lítið svigrúm er til ný- fjárfestinga, lánveitinga eða verk- efnafjármögnunar,“ segir í árs- skýrslu sjóðsins. Lítt er því hægt að veita nýjum „góðum“ hugmyndum brautar- gengi vegna þess að fé Nýsköpun- arsjóðs er bundið í gömlum hug- myndum. Brosað gegnum tárin Þrátt fyrir erfiða stöðu Nýsköp- unarsjóðs er ekki uppgjafartón í Gunnari Erni Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra sjóðsins. Í árs- skýrslunni segir Gunnar enga ástæðu til að örvænta: „Almennt er talið að ein af hverjum tíu fjárfestingum í sprota- fyrirtækjum muni skila þeim arði sem til er ætlast. Hin fyrirtækin verða annað hvort gjaldþrota eða skila litlum sem engum arði,“ skrif- ar Gunnar. Að sögn Gunnars er það alkunna að það taki sprotafyrirtæki að minnsta kosti fimm til tíu ár að verða söluhæf á markaði. Fyrir- tækin sem Nýsköpunarsjóður eigi í séu að meðaltali tveggja til þriggja ára gömul. Fyrst nú megi vænta að sjóðurinn geti farið að koma þess- um eignum sínum á sölustig. Í samtali við Fréttablaðið segist Gunnar telja að fjölmörg verkefni lofi góðu. Sum séu reyndar komin á það stig að sjóðurinn hafi sett eign- arhluta sinn í þeim á sölulista. „Þetta á til dæmis við um Bláa lón- ið. Við vonumst til að selja okkar hlut í því með góðum hagnaði,“ seg- ir Gunnar. Nýsköpunarsjóður á um 15% í Bláa lóninu og greiddi fyrir það um 100 milljónir króna. Tapaði 600 milljónum erlendis Hluti af sjóðum Nýsköpunar- sjóðs er geymdur á sérstökum vörslureikningi erlendis. Þar til í fyrra skilaði þetta fé sjóðnum góð- um hagnaði. Til dæmis græddi sjóð- urinn 1.400 milljónir króna árið 1999 á vörslusjóðnum. En í fyrra brá svo við að gengistapið á sjóðn- um var um 600 milljónir króna. Að sögn Gunnars horfir betur með þró- unina á þessu ári vegna hækkandi gengis erlendra hlutabréfa og hækkandi gengis erlendra gjald- miðla. Þrátt fyrir að Nýsköpunarsjóður hafi tapað áðurnefndum 2,1 millj- arði á tveimur árum er eiginfjár- staðan enn tiltölulega sterk, nærri 3,7 milljarðar króna. Af því eru tæp- ir 1,4 milljarðar bundnir í beinum eignarhlutum í fyrirtækjum. Hlutabréfaeignin var reyndar skráð tæpir 2,5 milljarðar í 74 fyr- irtækjum um áramót. Sjóðurinn mat stöðuna hins vegar svo að setja þyrfti 1,1 milljarð af þessu inn á afskriftarreikning vegna veikrar stöðu margra félaganna sem sjóðurinn á hlut í. Sum bréf- anna eru enda augljóslega einskis virði. Þetta á til dæmis við um 105 milljóna króna eign í skófyrirtæk- inu X-18 sem nú er gjaldþrota. Frá upphafi hefur sjóðurinn endanlega afskrifað um 600 milljónir. Þarf meira fé til framtíðar Þó eiginfjárstaða Nýsköpunar- sjóðs sé 3,7 milljarðar króna er hún veikari en 4 milljarða lög- bundið lágmark sem sjóðnum er sett. Þetta er höfuðástæða þess að sjóðurinn verður að halda veru- lega að sér höndum í ár og á næsta ári. Árið 2001 keypti sjóðurinn hlutabréf fyrir um 800 milljónir króna. Í fyrra var fjárfest fyrir um 400 milljónir í hlutabréfum og á þessu ári gæti þessi tala orðið um 200 milljónir. Gunnar Örn Gunnarsson segir veika stöðu sjóðsins að þessu leyti vera áhyggjuefni. Margar góðar hugmyndir séu á sveimi sem ekki fái nauðsynlegan stuðning: „Hvað á að taka við árið 2007 þegar stórvirkjanaframkvæmdirn- ar eru afstaðnar? Það er núna sem þarf að setja aukið fé í sprotafyrir- tæki svo árangurinn geti skilað sér að fimm árum liðnum. Starfsfólk í sprotafyrirtækjum er yfirleitt menntafólk sem fyrirtækin skapa nýjan starfsgrundvöll fyrir til framtíðar. Þetta sjónarmið hyggst sjóðurinn á næstunni kynna fyrir ráðuneytunum,“ segir Gunnar. ■ Faldi beinagrind: Þáði lífeyri látinnar móður FRAKKLAND, AP Frönsk kona á sjö- tugsaldri er í haldi lögreglu, grun- uð um að hafa falið beinagrind móður sinnar heima hjá sér í yfir þrjú ár og tekið við ellilífeyri hinnar látnu. Læknar móðurinnar voru farn- ir að óttast um hana og ákváðu að hafa samband við yfirvöld. Rann- sókn var hrundið af stað sem end- aði með því að lögreglan í Nar- bonne í Suður-Frakklandi braust inn á heimili dótturinnar og fann beinagrindina liggjandi í rúmi inni í læstu herbergi. Konan lést í febrúar árið 2000 og hafði dóttirin haldið áfram að taka við lífeyris- greiðslum hennar. Dóttirin, sem var á ferðalagi þegar beinagrindin fannst, gaf sig sjálf fram við lögreglu. ■ Leitað að stríðs- glæpamanni: Áhlaup á heimili lát- innar móður SARAJEVO, AP Friðargæslusveitir Nató í Bosníu gerðu áhlaup á heimili móður Ratko Mladic, fyrrum hershöfðingja, fáeinum klukkustundum eftir að hún lést. Enginn var handtekinn og engin meiðsl urðu á fólki. Fjölskylda Stana Mladic var að undirbúa jarðarför hennar þegar friðargæsluliðana bar að garði. Leituðu þeir í húsinu í út- hverfi Sarajevo í hálfa aðra klukkustund. Nató hefur marg- oft áður reynt að hafa hendur í hári Mladic, en án árangurs. Mladic stjórnaði her Serba í Bosníustríðinu. Hann hefur ver- ið eftirlýstur af stríðsglæpa- dómstólnum í Haag síðan árið 1995. ■ Tekinn með 20 kíló af hassi í Færeyjum: Réttað yfir Íslendingi DÓMSMÁL Réttað verður yfir Ís- lendingi í Færeyjum á mánudag- inn klukkan hálfellefu. Hann var handtekinn eftir að tuttugu kíló af hassi fundust í bíl hans þegar hann kom með Norrænu frá Dan- mörku. Hann átti pantað far með ferjunni til Íslands nokkrum dögum síðar, þannig að talið var víst að efnið hafi verið ætlað til sölu hér á landi. Gæsluvarðhald yfir manninum gildir til 18. ágúst. ■ Barnaskóli Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum: Skólinn verður tilbúinn í tíma MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR Allt verður tilbúið þegar fyrstu börnin koma. GUNNAR ÖRN GUNNARSSON „Starfsfólk í sprotafyrirtækjum er yfirleitt menntafólk sem fyrirtækin skapa nýjan starfs- grundvöll fyrir til framtíðar. Þetta sjónarmið hyggst sjóðurinn á næstunni kynna fyrir ráðuneytunum,“ segir Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Nafn fyrirtækis Kaupverð Eignarhluti Adsoft ehf. 22,500,000 21,1% AGR ehf. 12,140,000 10,1% Almenna vörus. (MT bílar) 17,000,000 31,1% Alur - álvinnsla ehf. 8,577,000 32,8% Atferlisgreining ehf. 13,000,000 14,9% Bergspá ehf. 36,000,000 13,7% BioProcess A/S 111,699,503 9,6% Bláa Lónið baðstaður hf. 88,048,475 14,3% Bláa lónið heilsuvörur 15,775,088 6,7% BonusOrtho hf. 17,668,750 10,7% CanAg Diagnostics AB 50,079,863 10,4% DomesticSoft 15,263,333 26,0% Enex hf. 12,000,000 10,4% Flexilam Lda 71,396,401 44,6% Foxhall 7,500,000 21,7% Framtíðartækni hf. 30,000,000 16,7% Geca hf. 61,000,000 32,2% Genergy Varmaraf 40,000,000 42,9% Giraffe á Íslandi ehf. 4,950,000 36,5% Globodent ehf. 12,500,000 6,2% Hafmynd ehf. 41,181,022 44,3% Hlýri ehf. 25,000,000 44,3% Nafn fyrirtækis Kaupverð Eignarhluti Icelandic Genomics 171,569,695 13,2% Icelandic Green Polyols 37,305,145 17,2% Ilsanta UAB 87,986,750 14,0% IN-ORBIT Inc. 50,790,000 19,0% IntelScan örbylgjutækni ehf 15,000,000 16,7% Interseafood á Íslandi hf. 12,000,000 22,7% Investments and Advice SIA 15,648,050 15,0% Ísgel ehf. 2,346,614 17,6% Íshestar hf. 21,765,665 13,6% Íslensk nýsköpun hf. 4,000,000 13,3% Íslenska lífmassafélagið 7,173,216 21,4% Íslenska Magnesíumfélagið 950,000 1,9% Kine ehf. 18,500,000 16,8% Kná ehf. 11,000,000 18,4% Lightspeed games Inc 50,815,940 14,2% Lífeind ehf. 11,000,000 14,9% MarkMar ehf. 3,650,000 20,6% MarSel ehf. 5,727,272 25,0% Mótorís hf. 37,500,000 43,6% MP-Bio hf. 75,000,000 3,5% Myllan Carberry’s Bakery 77,126,213 10,0% Nikita ehf. 41,500,160 20,7% Nafn fyrirtækis Kaupverð Eignarhluti NorðurÍs hf. 51,773,326 28,5% Norrænar myndir ehf. 13,551,440 17,0% Orkuhugbúnaður hf. 35,000,000 35,0% Plötur ehf. (Thule Musik) 24,000,000 25,9% Poly-Ice Mexico S.A. de C.V. 17,920,000 28,6% Primex hf (Genís hf.) 87,722,798 8,3% Reykjavik collection ehf. 10,000,000 50,0% Seaflower Whitefish 59,086,934 12,0% Sindraberg ehf. 37,050,000 29,6% Sjávarleður hf. 20,000,000 66,7% Skaginn hf. 61,278,716 9,1% Snorri Þorfinnsson ehf. 6,000,000 16,7% Sprotasjóðurinn hf. 85,300,000 100,0% Stjörnu - Oddi ehf. 35,000,000 23,5% Sæbýli hf. 57,626,115 19,5% Sögusafnið 20,000,000 30,0% Tölvumyndir ehf. 40,000,000 1,3% Útgerðarfélagið Byr hf. 62,833,333 17,8% Vindorka ehf. 35,000,000 12,7% VistOrka/ Íslensk NýOrka 52,200,000 79,5% Þetta er - This.is ehf. 5,000,000 10,0% Samtals 2,287,976,817 HLUTAFÉ STOFNSJÓÐS NÝSKÖPUNARSJÓÐS Staða 01. júlí 2003 FR ÉT TA B LA Ð IÐ / VI LH EL M Fréttaskýring GARÐAR ÖRN ÚLFARSSON ■ skrifar um stöðu og fjárfestingar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs segir áhyggjuefni að sjóðurinn þurfi að halda að sér höndum í nýfjárfestingum. Hann hyggst leita liðsinnis ráðherra um að auka fjármagn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.