Fréttablaðið - 16.08.2003, Side 16

Fréttablaðið - 16.08.2003, Side 16
16 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 2 18 22 08 /0 3 • 30 ára afmæli Flugleiða • 60 ára afmæli Þristsins • 100 ára afmæli flugs í heiminum Óvenju fjölbreytt farartæki svífa um loftin blá yfir Reykjavíkurflugvelli í dag. Í og við Skýli 4, Flugfélags Íslands megin, verður margt um að vera. Flugfreyjur, flugmenn og flugvirkjar kynna störf sín og Flugbjörgunarsveitin kynnir starfsemi sína. Yfir 20 áhugaverðar flugvélar verða til sýnis á svæðinu. Afmælisleikur í flugskýlinu! Búðu til þína eigin skutlu úr flugskutlublaðinu sem fylgdi með Fréttablaðinu í dag og taktu þátt í skemmtilegum afmælisleik. Þeir sem hitta skutlunni í mark lenda í verðlaunapotti flughátíðarinnar. Stórglæsilegir vinningar: 60 flugmiðar og 100 aukavinningar Flughátíð Icelandair og Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli í dag Burt Lancaster fæddist árið1913 í New York. Faðir hans vann á pósthúsi, móðir hans ól upp börnin fimm. Hún var 125 kíló, gríðarleg skapkona og Lancaster sagði seinna að hann hefði alltaf verið dauðhræddur við hana. Lancaster var strax í æsku afburða í þ r ó t t a m a ð u r . Hann var 17 ára þegar hann gekk í sirkusflokk og sýndi loftfimleika. Kunnátta í þeirri list kom Burt að góðu gagni síðar í Hollywood þegar hann lék í sjóræn- ingjamyndum og sveiflaði sér fim- lega í reipum. Allan sinn kvik- myndaferil sá hann sjálfur um eigin áhættuatriði. Hann kvæntist ungri loftfim- leikakonu en hjónabandið endaði snögglega þegar hann kom að henni með öðrum manni. Eftir skilnaðinn varð hann sölumaður í fataverslun og vann á kvöldin sem syngjandi þjónn en gekk svo í herinn. Síðan sneri hann sér að leiklist og umboðsmaður hans út- vegaði honum aðalhlutverkið í myndinni The Killers þar sem hann lék á móti Övu Gardner og sýndi eftirminnilegan leik. Hann var ekki í vandræðum með hlut- verk eftir það. Brösugt hjónaband Hann kvæntist á ný. Nýja eigin- konan hét Norma og hún fæddi honum fimm börn sem fengu afar frjálslegt og agalaust uppeldi. Hjónin þóttu ekki berast mikið á. Að sögn vina þoldi Norma ekki álagið sem fylgdi því að vera í hjónabandi með Hollywoodstjörnu og varð alkohólisti. Með árunum varð þegjandi samkomulag á milli hjónanna að Burt mætti gera það sem honum sýndist meðan hún væri opinberlega frú Lancaster. En í hvert sinn sem hún komst að því að hann hafði verið henni ótrúr komst hún í uppnám og fór á drykkjutúr. Meðal þeirra kvenna sem Burt átti í ástarsambandi við voru leikkonurnar Marlene Dietrich, Yvonne de Carlo og Deborah Kerr, en eina konan sem komst nálægt því að ógna hjóna- bandi hans var Shelley Winters, en Burt íhugaði um tíma að skilja við konu sína og kvænast henni. Árið 1947 gerðist hann fram- leiðandi og kallaði fyrirtæki sitt Norma í höfuðið á eiginkonu sinni sem gaf honum þetta ráð: „Gerðu eina kvikmynd fyrir gróðann og aðra í þágu listarinnar.“ Þessu ráði fylgdi hann alla ævi. Hann lék í mörgum afar góðum myndum og hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn sem predikari í Elmer Gantry. Árið 1966 fór hann frá eigin- konu sinni og hóf sambúð með hárgreiðslukonu. Þremur árum síðar sótti eiginkona hans um skilnað eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband. Sambúðin með hárgreiðslukonunni entist ekki og þriðja eiginkona Burts var Susie Martin, aðstoðarkona hans, sem var þrjátíu árum yngri. Allt frá því Burt varð stjarna og þar til hann lést var þrálátur orðrómur á kreiki um að hann væri tvíkyn- hneigður. Listrænn ruddi Margir voru á þeirri skoðun á frægðin hefði breytt Burt Lancaster. Hann var sagður taka lítið tillit til annarra og eiga til skapbrigðaköst. Leikstjórinn Ro- ber Siodmak, sem leikstýrði hon- um í myndinni The Crimson Pira- te, hélt því fram að Lancaster þjáðist af mikilmennskubrjálæði og væri andlega veikur. Engin önnur skýring gæti verið á fram- komu hans. Árið 1953 sagði Look- tímaritið í yfirlitsgrein um leikar- ann að hann væri einn ruddaleg- asti einstaklingur í Hollywood. „Ég er ofbeldisfullur en hef stjórn á því. Hluti af mér kann ekki við það sem gerist innra með mér svo ég vinn í því að hafa hemil á því,“ sagði leikarinn á efri árum. Átrúnaðargoð hans voru Lincoln, Jefferson, Galileo og Jesús Kristur. Hann var mikill óp- eru- og bókmenntaunnandi og átti frábært málverkasafn með mynd- um eftir Leger, Chagall, Renoir og Utrillo. Á Hollywood-mælikvarða var hann vinstrisinnaður. Hann hafði andstyggð á nornaveiðunum sem áttu sér stað í Hollywood á McCarthy-tímanum. „Er eitthvað óamerískara en ameríska nefnd- in?“ spurði hann. Hann var harður andstæðingur Víetnamstríðsins, studdi forsetaframboð George Mc- Governs og komst á óvinalista Nixons. Mildaðist með árunum Hann virðist hafa mildast með árunum og þegar hann á sínum tíma rifjaði upp fjörutíu ára leik- feril sagði hann: „Sumir læra loks- ins að þroski felst í því að sýna Leikarinn Burt Lancaster naut mikillar hylli sem kvikmyndaleikari en meiri vafi þótti leika á um mannkosti hans: Ruddalegasti maðurinn í Hollywood ■ Kvikmyndastjarna ■ Leikstjórinn Ro- ber Siodma sem leikstýrði honum í mynd- inni The Crim- son Pirate hélt því fram að Lancaster þjáð- ist af mikil- mennskubrjál- æði og væri andlega veikur. GRÖF BURTS LANCASTERS Lancaster var 77 ára gamall þegar hann fékk alvarlegt hjartaáfall sem lamaði hann að stórum hluta á hægri hlið. Hann var bundinn við hjólastól næstu fjögur árin og lést árið 1994.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.