Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 23
19FÖSTUDAGUR 14. mars 2003
Þetta nafn varð víst til frekarskyndilega þegar móðir mín bar
mig til skírnar. Það var búið að
ákveða að skíra mig Rögnvald, en
móðir mín vildi að ég bæri tvö
nöfn,“ segir Rögnvaldur Skíði Frið-
björnsson, fyrrverandi bæjarstjóri
í Dalvík. Hann er eini núlifandi Ís-
lendingurinn sem ber nafnið Skíði.
Móðurafi Rögnvalds hafði tekið
sér annað nafn á sínum tíma.
„Það var nafnið Tímóteus, en
foreldrum mínum leist ekkert of
vel á að láta mig hafa það. Svo kom
þetta allt í einu upp í huga hennar
að skíra mig eftir frumbyggjanum
Skíða.“
Móðir Rögnvalds er alin upp í
Skíðadal, sem gengur inn úr Svarf-
aðardal í Eyjafjarðarsveit. Þar bjó
á tíundu öld Skíði nokkur, sem
framan af æfi sinni var þræll en
gerðist síðan bóndi á Möðruvöllum
í Skíðadal.
„Lengi vel var ég er nú mjög
nervus við þetta nafn,“ segir Rögn-
valdur Skíði. „Þegar maður var í
skóla fannst manni þetta asnalegt.
Mér fannst eins og fólk héldi að ég
hefði tekið mér þetta nafn af því
ég hafi verið svo góður á skíðum,
og sumir trúa því enn þótt ég hafi
aldrei náð neinum árangri í þeirri
íþrótt.“
Nafnið hefur valdið ýmis konar
misskilningi. Til dæmis mun það
hafa gerst í kirkjunni strax að
skírn lokinni að gamall maður hélt
að barnið hefði hlotið nafnið Rögn-
valdur Stífi.
Rögnvaldur Skíði stóð reyndar í
þeirri trú að hann væri eini Íslend-
ingurinn sem borið hefði þetta
nafn frá því Skíði þræll fór að búa
á Möðruvöllum.
Samkvæmt einfaldri athugun í
Íslendingabók Friðriks Skúlasonar
og Íslenskrar erfðagreiningar
kemur hins vegar í ljós að frá því
frumbygginn Skíði bjó á Möðru-
völlum í Skíðadal á tíundu öld hafa
rúmlega tíu manns borið þetta
nafn. Sá síðasti á undan Rögnvaldi
fæddist árið 1870.
„Ég á líka bróður sem heitir
Kristinn Atli og það á sér svipaða
sögu. Faðir minn ólst upp í Svarf-
aðardal og þar var frumbyggi í
Svarfaðardalnum sem hét Atli.“ ■
Aldrei verið góður á skíðum
■ NAFNIÐ MITT
■ PLÖTUKASSINN MINN
RÖGNVALDUR SKÍÐI FRIÐBJÖRNSSON
Skírður í höfuðið á Skíða þræl, sem á tíundu öld gerðist frumbyggi á Möðruvöllum í
Skíðadal. Á myndinni með honum er barnabarnið Páll Hlíðar.
SAMMI ÚR JAGÚAR
Segist ekki nota netið í það að sækja tón-
list annarra. En hann styðst þó við tæknina
til þess að senda sína eigin tónlist áfram.
„Ég skora á fólk að kaupa fleiri plötur og
hætta að stela!“
Frá Duran
yfir í Miles
Samúel J. Samúelsson, básúnu-leikari og söngvari Jagúar,
segist ekki hafa tölu á því hversu
margar plötur hann eigi. „Síðast
þegar ég reyndi að telja, þá rugl-
aðist ég í talningunni þegar ég var
kominn upp í 700 og eitthvað. Þá
var ég rúmlega hálfnaður og
nennti því ekki að byrja aftur,“ út-
skýrir hann og segir meira um
diska en vínylplötur.
Hann safnar þó líka vínylplöt-
um en þó ekkert endilega til þess
að hlusta á þær. Hann á t.d. gott
safn á safnplötunum „Top of the
Pops“ sem voru gefnar út á átt-
unda áratuginum. Plötukápur
þeirra voru yfirleitt litríkar með
myndum af föngulegu stúlkum
framan á. Lögin á plötunum voru
þau sem þóttu vinsælust í kring-
um útgáfuna en undarlega voru
þau flutt af öðrum tónlistarmönn-
um en gerðu þau vinsæl. „Ég
keypti slatta af þeim bara til þess
að veggfóðra með. Mig vantaði
eitthvað til þess að setja upp á
veggina og fannst þetta flottar
myndir. Plöturnar sjálfar eru svo
í einhverjum kassa í kjallara.“
Í safninu er mikið af fönk,
djass og kvikmyndatónlist en lítið
af rokki og nýrri tónlist.
„Ég safnaði svo Miles Davis,
James Brown, Ennio Morricone,
Kool & The Gang. Earth Wind &
Fire og Fela Kuti. Ég ætlaði mér
að safna öllu með Miles en gafst
upp á því. Ég held að maður nái
því nú seint, þær eru of margar.“
Á yngri árum var Sammi mikill
Duran Duran aðdáandi. „Fyrstu
plöturnar sem ég keypti voru
fyrstu fjórar Duran Duran breið-
skífunnar. Ég eyddi aleigunni
minni í það sem krakki. Svo hætti
ég að kaupa plötur þegar þeir fóru
í eitthvað frí. Fór svo ekki að
kaupa plötur fyrr en nokkrum
árum seinna. Þá var ég kominn í
djassinn.“
Uppáhalds básúnuleikari
Samma heitir Fred Westley, sem
spilaði meðal annars með James
Brown.
Jagúar heldur upp á fimm ára
afmæli sitt í Leikhúskjallaranum í
kvöld. Í október verða þeir með
Motown sýningu á Broadway
ásamt Páli Óskari og fleirum.
Jagúar er svo við upptökur á nýrri
breiðskífu sem ætti að skila sér í
búðir fyrir jól.
biggi@frettabladid.is