Fréttablaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 31
27LAUGARDAGUR 16. ágúst 2003
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Leikir 1. umferðar
Laugardagur 16. ágúst
Birmingham - Tottenham 11:00
Portsmouth - Aston Villa 11:30
Leicester - Southampton 14:00
Manchester United - Bolton 14:00
Arsenal - Everton 14:00
Blackburn - Wolves 14:00
Fulham - Middlesbrough 14:00
Sunnudagur 17. ágúst
Charlton - Manchester City 13:00
Leeds - Newcastle 13:00
Liverpool - Chelsea 15:05
Árangur í innbyrðis viðureignum
félaganna sem mætast í 1. umferð.
Birmingham - Tottenham 2 0 1 1 2:3
Félögin gerðu 1-1 jafntefli á St. Andrews
í fyrra en Tottenham vann 2-1 í London.
Portsmouth - Aston Villa 0 0 0 0 0:0
Félögin mættust síðast í efstu deild
í byrjun leiktíðar 1958 en féllu
bæði vorið eftir.
Arsenal - Everton 22 14 5 3 42:18
Arsenal hefur unnið níu af ellefu leikjum
sínum gegn Everton á Highbury.
Blackburn - Wolves 0 0 0 0 0:0
Félögin mættust síðast í efstu deild
árið 1965.
Fulham - Middlesbrough 4 2 1 1 6:5
Fulham vann 1-0 á heimavelli í
fyrra en félögin gerðu 2-2 jafntefli
í Middlesbrough.
Leicester - South. 14 6 4 4 24:24
Southampton vann Leicester 4-0
á Filbert Street árið 2001.
Man United - Bolton 8 3 3 216:5
Bolton hefur sigrað í síðustu tveimur
heimsóknum sínum á Old Trafford.
Charlton - Man. City 4 3 1 011:3
Félögin gerðu 2-2 jafntefli í London í
fyrra en Charlton vann 1-0 í Manchester.
Leeds - Newcastle 20 5 5 10 26:32
Newcastle hefur sigrað í þremur síðustu
heimsóknum sínum á Elland Road.
Liverpool - Chelsea 22 9 5 8 29:30
Heimakærir andstæðingar sem hafa ekki
unnið á útivell í innbyrðis viðureignum
félaganna í úrvalsdeild.
HERMANN HREIÐARSSON
Fær vonandi eldskírn sína með Charlton.
Barnsley:
Vantar
markaskorara
FÓTBOLTI Barnsley, lið Guðjóns
Þórðarsonar, sækir Bournemouth
heim í dag í ensku 2. deildinni.
Barnsley byrjaði deildina vel og
lagði Colchester í fyrsta leik, 1-0.
Dean Gorre, leikstjórnandi
Barnsley, lýsti því yfir við heima-
síðu liðsins að leikmenn þyrftu að
skapa fleiri marktækifæri. Gorre
hefur skorað bæði mörk Barnsley
það sem af er tímabilinu – bæði úr
vítum.
„Við þurfum að vera beittari
fyrir framan markið. Við lékum vel
gegn Colchester og Blackpool en
vorum ekki nógu einbeittir þegar
við komumst upp að markinu.“ ■
FJÁRÖFLUN Jer Boon, stuðnings-
maður Bristol City, ætlar að afla
fjár fyrir baráttunni gegn
brjóstakrabbameini með því að
hjóla á alla leiki félagsins í vet-
ur. Boon býst við að þurfa að
hjóla 11.000 kílómetra í þágu
málstaðarins. Lengsta ferð vetr-
arins verður til Hartlepool en
bærinn er í um 800 kílómetra
fjarlægð frá Bristol.
HEIM Á NÝ? Everton hefur
áhuga á að fá sóknarmanninn
Francis Jeffers að láni í eitt ár.
Jeffers hóf feril sinn hjá Ev-
erton árið 1997 en fór til
Arsenal á tíu milljónir punda
fyrir rúmum tveimur árum.
Sóknarmenn Everton, Kevin
Campbell, Wayne Rooney og
Duncan Ferguson, eru meiddir
auk þess sem Ferguson byrjar
leiktíðina í banni.
EFNILEGUR Gérard Houllier segir
í viðtali á heimasíðu UEFA að
hann sé mikill aðdáandi hollenska
miðjumannsins Rafael van der
Vaart. Houllier hreifst af leik van
der Vaart með Ajax á Amsterdam-
mótinu um síðustu mánaðamót og
telur að hann geti orðið einn besti
leikmaður Evrópu.
■ Fótbolti