Fréttablaðið - 16.08.2003, Side 34
■ ■ KVIKMYNDIR
Sjá www.kvikmyndir.is
Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800
Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900
Háskólabíó, s. 530 1919
Laugarásbíó, s. 5532075
Regnboginn, s. 551 9000
Smárabíó, s. 564 0000
Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
■ ■ ÚTIVIST
9.00 Ferðafélag Íslands leggur
upp í tveggja daga Fossagöngu í Gnúp-
verjahreppi. Fararstjórar eru Björg Eva
Erlendsdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir.
14.00 Alviðra, umhverfisfræðslu-
setur Landverndar, stendur fyrir léttri
göngu þar sem Úlfur Óskarsson skóg-
fræðingur fræðir gesti um mismunandi
gróðurlendi, þróun þeirra og einkenni. Í
Alviðru kennir ýmissa grasa og þar má
sjá mörg dæmi mismunandi gróður-
lenda sem fróðlegt er að kunna skil á.
Boðið verður upp á kaffi, kakó og klein-
ur að göngu lokinni.
■ ■ ÚTIMARKAÐUR
12.00 Grænmetismarkaðurinn að
Mosskógum í Mosfellsdal með sultu-
keppninni frægu.
■ ■ REYKJAVKURMARAÞON
12.00 Reykjavíkurmaraþonið er
haldið í tuttugasta sinn. Hægt er að
velja um maraþon, hálfmaraþon, tíu
kílómetra hlaup og þriggja eða sjö kíló-
metra skemmtiskokk.
■ ■ MENNING-
ARNÓTT
13.00 Menningarnótt í Reykjavík
stendur fram á nótt með á þriðja hund-
rað viðburðum vítt og breitt um bæinn.
Sjá kort á blaðsíðu 14 í blaðinu í dag og
dagskrárblað Menningarnætur, sem
dreift var með Fréttablaðinu.
■ ■ OPNANIR
14.00 Guðrún Benónýsdóttir opnar
fyrstu einkasýningu sína í gallerí
Hlemmi. Guðrún sýnir ljósmynd og
skúlptúra sem fæddust á árunum 2000-
2002. Sýningin stendur til 31. ágúst.
14.00 Baldvin Ring-
sted og Jóna Hlíf Halldórs-
dóttir opna myndlistarsýn-
ingu í Bögglageymslunni,
Listagilinu á Akureyri. Á sýningunni
verða m.a. málverk, vídeóverk og hljóð-
verk. Opið virka daga 17-22 og um helg-
ar 14-18. Sýningin stendur til 1. septem-
ber.
17.00 Kristján Guðmundsson
opnar sýningu í Kompunni, Kaupvangs-
stræti 23. Akureyri. Á sýningunni er eitt
verk gert úr plasti og gulli. Sýning Krist-
jáns er opin daglega frá kl. 14.00 til
17.00 til 4. september.
Cesco Soggiu og Karl Kristján Dav-
íðsson opna sýningu í Galleríi Sævars
Karls í Bankastræti. Sýningin stendur til
28. ágúst.
■ ■ TÓNLIST
16.00 Tríó saxófónleikarans Ósk-
ars Guðjónssonar spilar á tíundu tón-
leikum sumartónleikaraðar veitingahúss-
ins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Auk
Óskars skipa hljómsveitina þeir Tómas
R. Einarsson á kontrabassa og Pétur
Grétarsson á trommur.
23.00 Brain Police, Dark Harvest
og Dr. Spock rokka á Grand Rokk.
SSSól hristir vel upp í lýðnum á
Gauknum. 1200 kall inn.
Hljómsveitin Blues Express spilar á
Kránni, Laugavegi 73.
Andri X og Jón Atli Gel leiða sam-
an hesta sína á neðri hæðinni á Lauga-
vegi 11. Hljómsveitin Mínus kemur fram
órafmögnuð á efri hæð!
Á Laugavegi 22 verður DJ Sett:
Blackbird á fyrstu hæðinni, Þórhallur í
menningarstuði á 2. hæð og sófastemn-
ing á þriðju hæðinni.
Halldór Bragason og Guðmundur
Pétursson leika blús á kassagítara og
syngja á Vídalín við Aðalstræti í elsta
húsi Reykjavíkur.
Danssveitin SÍN leikur á Ránni í
Keflavík ásamt söngkonunni Ester
Ágústu.
Hera, Bjarni Tryggva, Bjartmar
Guðlaugsson, Birna og Jódís og Arnar
Guðmundsson koma fram á Trú-
badorahátíð í Egilsbúð, Neskaupstað.
KK og Magnús Eiríksson halda tón-
leika í Bragganum á Hólmavík.
Trúbadorinn Halli Reynis heldur
uppi ekta pöbbastemningu á Café Riis,
Hólmavík.
■ ■ LEIKLIST
19.00 Aukakvöldsýning á einleiknum
„Ellý, alltaf góð“ eftir Þorvald Þorsteins-
son í flutningi Ævars Þórs Benediktsson-
ar verður haldin á Menningarnótt
Reykjavíkurborgar, kl. 19 á Kaffi Reykja-
vík.
■ ■ BERJADAGAR
16.00 Bræðralag flytur dagskrá
með ljóðum og tónlist Sveinbjörns og
Tryggva M. Baldvinssona í Ólafsfjarðar-
kirkju á Berjadögum í Ólafsfirði.
20.30 Nýtt leikrit eftir Guðmund
Ólafsson, Tenórinn, verður frumsýnt í
Tjarnarborg á Ólafsfirði á Berjadögum.
■ ■ GRETTISHÁTÍÐ
20.00 Grettishátíðin í Húnaþingi
hefst með menningar- og skemmtidag-
skrá í félagsheimilinu Hvammstanga.
Þar koma fram m.a. Einar Kárason,
Þórarinn Eldjárn og Ólafur Kjartan
Sigurðarson.
■ ■ DANSKIR DAGAR
13.00 Skrúðganga á Dönskum
dögum í Stykkishólmi frá Nýja skólanum
með „gömlu lúðrasveitina“ í broddi fylk-
ingar. Síðan verður dagskrá við hátíðar-
svið og fullt að gerast við Aðalgötuna.
21.00 Bryggjuball á Dönskum
dögum í Stykkishólmi með hljómsveit-
inni Von. Hátíðinni verður slitið með
flugeldasýningu á miðnætti. Áfram verð-
ur þó dönsk stemning á kaffihúsunum í
bænum en Brimkló mun æra lýðinn á
Hótel Stykkishólmi!
Örn Sigurðsson sýnir útskorna gripi
og húsgögn í Listmunahorninu á Árbæj-
arsafni.
■ ■ TÖÐUGJÖLD
13.30 Töðugjöld í Rangárvallasýslu
verða sett á Gaddstaðaflötum. Barna-
guðsþjónusta í umsjón sr. Halldóru J.
Þorvarðardóttur prófasts. Auður Hall-
dórsdóttir flytur tónlist. „Ísmaðurinn“ óg-
urlegi Jóhann Sigurðarson frá Hótel
Hvolsvelli sker út listaverk í ís.
21.00 Kvöldvaka hefst á Töðu-
gjöldum Rangæinga á Gaddstaðaflötum.
Úrslit í dægurlagakeppni verða kynnt.
30 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
13 14 15 16 17 18 19
ÁGÚST
Laugardagur
Stórhljómsveitirnar Stuðmenn,Sálin hans Jóns míns og Quar-
ashi leika á útitónleikum Rásar 2 á
Miðbakkanum við Reykjavíkur-
höfn í kvöld. Strax að tónleikun-
um loknum hefst flugeldasýning-
in glæsilega, sem sett hefur sterk-
an svip á Menningarhátíð undan-
farin ár.
„Þetta eru auðvitað gerólíkar
hljómsveitir og ekkert samráð
hefur verið haft um það hvað við
spilum,“ segir Stuðmaðurinn Egill
Ólafsson. „Við ætlum að sigla okk-
ar sjó þarna og tökum vonandi tvö
númer af næstu plötu, sem við
erum að vinna að núna.“
Tónleikarnir hefjast á leik
Quarashi klukkan 21, síðan tekur
Sálin við klukkan 21.45 og loks
stíga Stuðmenn á svið um hálf-
ellefuleytið.
Nýja platan frá Stuðmönnum
kemur út í haust og segir Egill að
þeir fari á henni svolítið aðrar
leiðir en hingað til.
„Við höfum undanfarið verið
að leita til uppruna okkar í músík-
inni. Við erum að leika okkur með
það sem við hlustuðum sjálfir á
þegar við vorum að byrja.“
Hann segir að Stuðmenn hafi
oftar en ekki spilað frekar tónlist
sem var skyldari því sem foreldr-
ar þeirra hlustuðu á, tónlist frá
tímabilinu 1950 til 70. Nýja platan
taki hins vegar meira mið af því
sem var að gerast á milli 1970 og
1980. ■
■ TÓNLEIKAR
Stærstu úti-
tónleikar ársins
Ætli maður geri ekki best grínað tenórum. Þeir liggja best
við höggi,“ segir Ólafur Kjartan
Sigurðarson baritónsöngvari.
Hann kemur í kvöld fram ásamt
félaga sínum Tómasi Guðna Egg-
ertssyni á Grettishátíð í félags-
heimilinu á Hvammstanga, þar
sem hann fer með gamanmál og
syngur nokkur lög.
„Mottóið er að skemmta fólki
og flytja um leið alvöru tónlist. Við
Tómas Guðni reynum að krydda
þetta eftir bestu getu.“
Á Grettishátíðinni koma einnig
fram rithöfundarnir Einar Kára-
son og Þórarinn Eldjárn. Einar ætl-
ar að flytja erindi um Gretti og
Þórarinn les upp úr verkum sínum.
Á morgun verður svo haldin
fjölskylduskemmtun á Bjargi í
Miðfirði, fæðingarstað Grettis
Ásmundarsonar, þar sem hin ár-
lega aflraunakeppni skipar önd-
vegi.
Ólafur Kjartan ætlar þó ekki
að staldra nógu lengi við á
Hvammstanga til að geta tekið
þátt í aflraunakeppninni. Á
sunnudaginn kemur hann fram á
Hólmavík, þar sem hann heldur
tónleika með Jónasi Ingimundar-
syni píanóleikara.
Þar standa nú yfir miklir tón-
listardagar. Í gær spiluðu þar Ríó
tríó og Hljómar en í kvöld verða
þar rútulagasöngvararnir KK og
Magnús Eiríksson. ■
ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON
Syngur og segir gamanmál á Grettishátíðinni á Hvammstanga í kvöld. Annað kvöld verður
hann svo ásamt Jónasi Ingimundarsyni að syngja á Hólmavík.
Tenórar liggja
vel við höggi
■ SKEMMTUN
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
STUÐMENN
Stuðmenn koma fram ásamt Quar-
ashi og Sálinni hans Jóns míns á
Menningarnótt í Reykjavík.
BLÚSTÓNLEIKAR Á MENNINGANÓTT
Halldór Bragason og Guðmundur Pétursson
Aðgangur ókeypis í boði hússins
Vídalín v.Aðalstræti
Foreldrar
Elskum börnin okkar
Veist þú hvar barnið þitt er í kvöld?
FORRÉTTUR
GRAFLAX MEÐ ENSKRI
GRAFLAX SÓSU
************
AÐALRÉTTUR
OSTAFYLLT KJÚKLINGABRINGA
MEÐ ROSTI KARTÖFLUM,
GRÆNMETI OG
RAUÐVÍNSSÓSA
*******
KR.1990,-
STÓR DANSLEIKUR
Á HÓTEL BORG
HLJÓMSVEITIN
LAND OG SYNIR SPILA
FRÁ 24:00 til 03:00
FORSALA Á AÐGANGSMIÐUM
HEFST Á HÓTEL BORG,
FÖSTUDAGINN 15 ÁGÚST.
VEITINGADEILD
HÓTEL BORGAR
S. 551-1247
restaurant@hotelborg.is
KVÖLDSEÐILL
TVEGGJA RÉTTA TILBOÐ