Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2003, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 16.08.2003, Qupperneq 38
Augun 34 16. ágúst 2003 LAUGARDAGUR Það var þungu fargi létt af ÓlafiGunnarssyni rithöfundi á mánu- dag þegar hann skilaði af sér nýrri skáldsögu til útgefanda síns. Því ærið tilefni til þess að rasa aðeins út og henda í heljarinnar gleðskap. En nei, Ólafur hefur aðrar leiðir til þess að lyfta anda sínum upp. „Eftir að hafa komið þessu í höfn hef ég tekið lífinu með ró,“ segir Ólafur með rólegum og djúpum málrómi sínum. „Fór ágætis bíltúr, keyrði inn í Hvalfjörð og endaði í Hvalfjarðarbotni. Labbaði þar um á geysilega fallegu landssvæði þar sem Glymur er, hæsti foss á land- inu. Þetta er afskaplega fallegur staður, skóræktarland í einkaeign en fólki er velkomið að ganga þarna um. Ég lagði mig í grasið og er ekki frá því að ég hafi séð örn hátt á lofti.“ Ólafur eyddi rúmlega fjórum tímum í göngu sína, alveg aleinn. Þetta gerir hann oft og heimsækir þá oftast rólegheitin í Heiðmörk. Og alltaf furðar hann sig á því hversu fáir eru á ferli. „Maður er þarna yfirleitt oftast einn. Það eru kannski þrír, fjórir bílar.“ Bókin, sem um ræðir, heitir Öxin og jörðin og er fyrsta sögulega skáldsaga Ólafs. Hann hefur verið nokkuð afkastamikill rithöfundur í gegnum árin, alveg frá útgáfu fyrsta ljóðasafnsins sem kom út 1970. Hann hefur gefið út fimm skáldsögur, fjórar sögur fyrir börn og fjölda ljóða og smásagna. „Miðað við rithöfunda 19. aldarinnar er ég nú ekki mikill kall. Balzac dó 51 árs og skrifaði 250 bækur,“ segir hann og hlær léttilega. Eftir margra mánaða vinnu að bókinni segist hann ekki mega vera að því að hugsa um bókmenntir. Þá er ráð að skella sér bara í bíó. „Ég má ekki vera að því að hugsa um bókmenntir núna. Ég fór í bíó í gær- kvöldi og sá Johnny Depp í sjóræn- ingjamynd. Mér fannst það bara mjög gaman. Hún minnti mig dálít- ið á þessar þrjú-bíómyndir sem maður fór að sjá í kringum 1960.“ Ólafur segir að lokum að hann hafi ekki hugmynd um hvaða ævin- týri bíði sín í vikunni sem er að byrja. biggi@frettabladid.is Vikan sem var ÓLAFUR GUNNARSSON ■ rithöfundur tók lífinu með ró út vikuna. Enda góð ástæða til þar sem hann var að leggja lokahönd að nýrri bók. Hún kom um daginn í stutta heimsókn til Íslands. Hún er fyrr- um fegurðardrottning sem hefur gengið í gengum súrt og sætt í sínu lífi. Fallegt brosið og glitr- andi augun eru þó aldrei langt undan. Hver á augun? Rólegheit eftir mikla vinnu Inga Lind í býtið SJÓNVARP „Mér líst bara vel á þetta, hvernig er annað hægt. Það er úrvalslið í kringum þetta og frábær vinnutími,“ segir Inga Lind Karlsdóttir sem hefur störf í Íslandi í býtið á Stöð 2 um næstu mánaðarmót. Henni til halds og trausts í settinu verður fréttahauk- urinn Eiríkur Hjálmarsson. Inga Lind vill ekki ekki meina að það verði erfitt að rífa sig upp eld- snemma á morgnana: „Ég var að lesa morgunfréttir á Stöð 2 síð- asta vetur. Þetta verður bara nota- legt. Ég er morgunmannseskja þannig að þetta hentar mér bara prýðilega.“ ■ LEVI'S 501 LEVI'S 507 LEVI'S 516 gallabuxur gallabuxur gallabuxur 5.990.- 5.990.- 5.990.- kr. kr. kr. Kringlunni s.533 1717 www.ntc.is LEVI'S DAGAR Í DERES Allar LEVI'S gallabuxur á 5.990 Opið sunnudag 13-17 NÝT T korta tíma bil Listræn berjaspretta BERJADAGAR Berjadagar á Ólafs- firði eru mikil tónlistarhátíð þar sem fram koma þetta árið lista- menn á borð við Kristin H. Árna- son gítarleik- ara, Tryggva M. B a l d v i n s s o n tónskáld, Svein- björn I. Bald- vinsson rithöf- und og Daníel Þorsteinsson pí- anóleikara. Síðdegis í dag verður á dagskrá í Ólafs- fjarðarkirkju með ljóðum og tónlist bræðranna Sveinbjörns og Tryggva M. Baldvinssona. Um kvöldið verður svo frumflutt nýtt leikrit, Tenór, eftir Guðmund Ólafsson leikara. ■ Lárétt: 1 lengra í ákveðna átt. 6 líkams- hlutar, 7 slungnir, 9 stækkaður, 10 norð- urlandabúi, 13 að utan, 14 píla, 15 kona. Lóðrétt: 1 sefur ekki, 2 smáfugl, 3 reyk- inn ( um sígarettu), 4 handsami, 5 ofn, 8 sk.st.11 flana, 12 trygg, 14 hvatvís. Leifsstöð fær drykkjarvatn í haust Sif Gunnarsdóttir er fædd íReykjavík þann 25. maí árið 1965 og alin þar upp að mestu. „Ég var svo heppin sem krakki að við bjuggum í ár í Dan- mörku, þegar pabbi var að klára námið sitt, og síðan bjuggum við í nokkur ár í London þegar pabbi var að kenna þar,“ segir Sif. „Þetta er um það bil það besta sem barn getur lent í. Það er frá- bært að fá að búa á fleiri stöðum en í eigin landi. Það eykur víð- sýni og tungumálakunnáttan gagnast manni alla ævi.“ Faðir Sifjar heitir Gunnar Karlsson og er prófessor í sögu við Háskóla Íslands. Móðir henn- ar er blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Silja Aðalsteinsdóttir. Sjálf býr Sif með Ómari Sigur- bergssyni, innanhússarkitekt. Hún á eina 13 ára gamla dóttur frá fyrra sambandi sem heitir Áróra Arnardóttir. Að sögn Sifjar eru áhugamál hennar nátengd vinnunni. „Ég hef verið mikill menningarneyt- andi frá blautu barnsbeini. Svo finnst mér ofsalega gott að njóta íslenskrar náttúru.“ Sif á sér tvo uppáhaldsstaði á Íslandi: „Snæ- fellsnesið er göldróttur staður og ég var algjörlega heilluð þegar ég kom til Þórsmarkar í fyrsta skiptið fyrir tveimur árum.“ Sif lauk á sínum tíma BA prófi í dönsku frá Háskóla Íslands. „Ég ætlaði að undirbúa mig undir nám í blaðamannaháskólanum í Árósum en síðan var svo gaman í dönskunni að ég kláraði bara BA prófið. Eftir það vann ég sem blaðamaður í nokkur og ár og fór síðan út í mastersnám í menning- arfræðum í Danmörku.“ Sif viðurkennir fúslega að hún sé nú í draumastarfinu sínu. „Ég er ein af hinum súperheppnu sem hafa lent í draumastarfinu, og það fyrir fertugt.“ ■ (Linda Pétursdóttir) ÓLAFUR GUNNARSSON Segist ekkert hafa fylgst með umræðunni í þessari viku. 1 6 7 9 10 11 13 15 14 12 2 3 4 5 8 Lausn. Lárétt: 1vestar, 6armar, 7klókir, 9aukinn,10dani,13inn,14ör, 15frú. Lóðrétt: 1vakandi,2erlu,3smókinn,4 taki,5arinn,8rn,11ana,12trú,14ör. VATN Tvennt kemur á óvart fyrir Ís- lending í Leifstöð. Í fyrsta lagi eru það klósettin sem eru amerísk og full af vatni, í öðru lagi er það vatn- ið sem er amerískt og ódrekkandi. Hann hellir klór í íslenska vatnið, bandaríski herinn, og vill ekki drekka það af stút. Leifstöð fær sama vatn og herinn og fékk líka sömu klósett á sínum tíma: „Auðvitað er þetta ekki góð landkynning, þannig séð, með vatn- ið,“ segir Stefán Jónsson hjá Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. „En þetta breytist seint í haust. Við erum að láta aftengja vatnsveitu varnarliðs- ins og tengja ananrs staðar.“ Stefán segir að reynslan sé ann- ars góð af amerísku klósettunum sem eru þarna full af klórvatni. Þau evrópsku eru yfirleitt bara rétt með vatn í botninum og því í raun oft á tíðum erfiðaara að þrífa þau þótt vissulega sé aðalmálið að við- halda öllum salernum vel við og halda þeim snyrtilegum. ■ Vatn ■ Hingað til hefur bara verið hægt að drekka klórblandað vatn frá hernum og pissa í amerísk klósett á Leifstöð. Klósettin halda sér en vatnið, bandaríska, fær að fjúka. Persónan SIF GUNNARSDÓTTUR ■ framkvæmdastjóra Menningarnætur Reykjavíkur finnst ofslega gott að njóta ís- lenskrar náttúru og segir Snæfellsnesið vera göldróttan stað. FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Hingað til hefur bara verið hægt að drekka ameríska klórblöndu úr vaskinum í Leifstöð en nú er stefnt að breytingum þar á. KRISTINN H. ÁRNASON Leikur nokkrar af perlum gítarbók- menntanna á Berja- dögum í Ólafsfirði. SIF GUNNARSDÓTTIR Hefur haft í nógu að snúast undanfarið við undirbúning Menningarnætur. Ein af þessum súperheppnu FR ÉT AB LA Ð IÐ /R Ó B ER T INGA LIND KARLSDÓTTIR Kemur til með að vakna eld- snemma í Íslandi í býtið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.