Fréttablaðið - 26.08.2003, Síða 4
REIFST VIÐ MAKA OG TJALDAÐI
Lögreglan í Reykjavík fékk til-
kynningu um að búið væri að
tjalda í götu í Grafarholtinu.
Þegar að var gáð hafði maður
tjaldað utan byggðar eftir
ósætti við maka og hugðist
dvelja þar næturlangt þar til
hægðist um heima hjá honum.
FANN EKKI BÍLINN Maður
óskaði eftir aðstoð lögreglunnar
í Reykjavík á sunnudagsmorg-
un. Hann kvaðst hafa falið bíl-
inn sinn svo vandlega kvöldinu
áður, til að koma í veg fyrir að
aka drukkinn, að hann fann
hann ekki aftur.
ÓHEPPINN SÖLUMAÐUR Óein-
kennisklæddir lögregluþjónar
stóðu á tali við góðkunningja
lögreglunnar í miðborginni á há-
degi á sunnudag þegar maður
vatt sér upp að þeim og bauð
þeim síma til kaups. Maðurinn
gat ekki gert fullnægjandi grein
fyrir símanum og var hann tek-
inn af honum í kjölfarið.
SVAF EINN Í HÁVAÐANUM Mik-
ill hávaði barst úr íbúð í vestur-
borginni aðfaranótt mánudag.
Húsráðandi hafði stillt tónlist-
ina mjög hátt og sofnað síðan út
frá henni. Aðrir íbúar í húsinu
sváfu ekki eins vært og kom til
kasta lögreglunnar að lækka
niður í græjunum.
BRAGI GUÐBRANDSSON
Forstjóri Barnaverndarstofu segir að farið
verði ofan í saumana á málinu á næstunni
og þá hvort nefndin hafi brugðist rétt við.
Forstjóri Barnaverndar-
stofu:
Málið skoðað
BARNAVERNDARMÁL Bragi Guð-
brandsson, forstjóri Barnavernd-
arstofu, segist ekki líta á tilkynn-
ingu barnaverndarnefndar Vest-
urbyggðar og Tálknafjarðar-
hrepps sem ásökun á hendur
Barnaverndarstofu.
Bragi segir það rétt að nefndin
hafi leitað eftir ráðgjöf hjá Barna-
verndarstofu eftir að málið hafi
komið upp. Hann hafi enga
ástæðu til að ætla að ekki hafi
verið farið eftir þeirri ráðgjöf.
Barnaverndarstofa fái fjölda fyr-
irspurna frá barnaverndarnefnd-
um á hverju ári og í sumum tilfell-
um sé ekki ástæða til að hafast
neitt að. Hvort sú hafi verið
reyndin í þessu máli geti hann
ekki sagt. Hann segir að farið
verði ofan í saumana á málinu á
næstunni og þá hvort nefndin hafi
brugðist rétt við. Hann ítrekar að
Barnaverndarstofa hafi enga
ástæðu til að ætla að nefndin hafi
ekki gert það. ■
4 26. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Hefurðu farið á leik í
Landsbankadeild karla eða
kvenna í knattspyrnu?
Spurning dagsins í dag:
Ætlarðu að fara í skóla eða á nám-
skeið í vetur?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
72%
28%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
Enginn ábati af sorpkortum lengur:
Sorpafsláttur afnuminn
UMHVERFI Sorpa hefur lagt niður
afslátt fyrir fyrirtæki sem skila
inn sorpi á móttökustöðvar á höf-
uðborgarsvæðinu. Litlum fyrir-
tækjum gafst kostur á að kaupa
klippikort og fá 23 prósenta af-
slátt. „Þetta virkaði eins og sund-
kort. Eitt gat var gert fyrir hvern
hálfan rúmmetra af sorpi,“ segir
Ögmundur Einarsson fram-
kvæmdastjóri. Hann segir afslátt-
inn hafa verið afnuminn fyrir
skattborgarana. „Það kostar sveit-
arfélögin 400 milljónir á ári að
reka stöðvarnar. Þetta eru svo lít-
il viðskipti að við höfum ekki litið
svo á að þetta sé tilefni til afslátt-
ar. Við reynum frekar að nálgast
raunkostnaðinn, annars eru það
skattborgarar sem borga brús-
ann.“
Sorpa starfrækir átta móttöku-
stöðvar fyrir óæskilega hluti á
höfuðborgarsvæðinu og sjá 35
starfsmenn um að taka við þeim.
Fyrirtæki borga 400 krónur á
rúmmetrann fyrir að losa sorp í
Sorpu, en almenningur losar
venjulegan úrgang frítt og fær
jafnvel borgað fyrir flöskur og
dósir.
„Ætli það verði ekki að gera
þetta aðlaðandi fyrir fólk. Við
erum þeir einu sem taka við rusli.
Ég þori varla að hugsa til þess að
fólk losi ruslið sitt annars staðar,“
segir Ögmundur. ■
Sameining með
góðu eða illu
Bankarnir þrýsta á um sameiningu SíF og SH. Skýr skilaboð send um
að ef sameiningin verði ekki með góðu muni bankarnir beita afli til að
tryggja hana. Mótstaðan er meðal S-hópsins sem ræður 35% hlut.
SAMEINING Landsbankinn og Ís-
landsbanki eru einhuga um að
sameina sölufyrirtækin SH og
SÍF. Ósk bankanna er að samein-
ingin verði með sátt eigenda
beggja fyrirtækja. Stálhnefi er í
silkihanskanum, því samkvæmt
heimildum munu bankarnir beita
afli við sameininguna ef ekki vill
betur. Friðrik Pálsson, stjórnar-
formaður SÍF, geldur varhuga við
því að farið verði í fjandsamlega
yfirtöku. „Ég tel marga góða kosti
við sameiningu þessara fyrir-
tækja, en ég legg áherslu á að slík
sameining verði unnin með vand-
virkni og varúð.“
Róbert Guðfinnsson, stjórnar-
formaður SH, segir sameiningar-
þreifingar nú ekki vera á borði
stjórna fyrirtækjanna. „Þetta er
fyrst og fremst mál eigendanna.“
Hann segir hins vegar ekkert
launungarmál að hann hafi alla tíð
talað fyrir sameiningu fyrirtækj-
anna og séð mikla hagræðingar-
möguleika með henni.
Bankastjórar beggja bankanna
hafa lýst því yfir að sameining sé
skynsamleg. Telja þeir að samein-
ing muni skila bættri afkomu fé-
laganna upp á 700 milljónir upp í
milljarð á ári.
Andstaðan við sameiningu er
mest meðal S-hópsins innan eig-
endahóps SÍF. Fyrri viðræður
sigldu í strand. Stjórnarformenn
beggja félaga lýstu því að hvort
félag um sig hefði metið sig of
hátt. Ólafur Ólafsson, forstjóri
Samskipa, lýsti því yfir að hann
teldi bankana vera að koma eign-
arhaldi sölufyrirtækjanna í hend-
ur útlendingum. Þessar yfirlýs-
ingar hleyptu illu blóði í bankana.
Frá þeirra sjónarhóli gengur Ólafi
og S-hópnum það eitt til að vernda
viðskiptahagsmuni sinna félaga
og að reyna að skapa sér stöðu til
þess að fá hærra verð fyrir sinn
hlut.
Innan S-hópsins gætir hins
vegar pirrings með það að bank-
arnir sitji beggja vegna borðsins
sem ráðgjafar fyrirtækjanna og
stórir eigendur. Fyrirtækin séu í
viðkvæmum rekstri og allt offors
sé til óþurftar. Bankarnir telja
hins vegar skorta á raunveruleg-
an vilja SÍF til sameiningar. Bank-
arnir hafa tvær meginleiðir að
markmiðinu, annað hvort að sann-
færa aðra hluthafa um samein-
ingu eða að hefja kapphlaup um
kaup á bréfum.
haflidi@frettabladid.is
Dómari dæmdur:
Misnotaði
sakborninga
NÝJA-MEXÍKÓ, AP Bandarískur dóm-
ari hefur verið dæmdur í þriggja
ára fangelsi fyrir að bjóða kven-
kyns sakborningum vægari refs-
ingu í skiptum fyrir kynlíf.
Fjöldi manna mætti í réttarsal-
inn til að sýna Charles Maestas
stuðning sinn. Dómarinn sem
dæmdi í málinu gaf þó ekkert eft-
ir og lagði áherslu á að Maestas
ætti refsinguna skilið. Maestas
var dæmdur fyrir nauðgun og
mútur og hefði getað fengið yfir
50 ára fangelsisdóm. Saksóknari í
málinu kallaði hann „raðnauðg-
ara“ sem hefði notfært sér við-
kvæmar konur. ■
SKÓGARHLÍÐ
Þar verður aðsetur samhæfingardeildar
Almannavarna til húsa í framtíðinni.
Tilkynning frá Almanna-
varnadeild:
Aðgengi
fjölmiðla
ALMANNAVARNIR Almannavarna-
deild Ríkislögreglustjóra vill að
gefnu tilefni koma eftirfarandi á
framfæri: Neyðarlínan 112 sér
um svörun á vaktsíma almanna-
varna. Þar eru mótteknar tilkynn-
ingar um atburði sem tengjast al-
mannavörnum og þeim upplýsing-
um komið á framfæri við bakvakt
almannavarnadeildar Ríkislög-
reglustjóra. Bakvaktarmaður tek-
ur síðan ákvörðun um frekari að-
gerðir. Hann safnar saman helstu
upplýsingum um atburðinn og
veitir alla þá aðstoð sem hann get-
ur. Eftir að nægum upplýsingum
hefur verið safnað eru fjölmiðlar
upplýstir um ástand og þróun
mála. Eru þá sendar fréttatilkynn-
ingar reglulega.
Utan þess tíma mun Neyðarlín-
an taka við símtölum frá fjölmiðl-
um og koma upplýsingum áleiðis
til bakvaktarmanns. Er þá haft
samband við fjölmiðla eftir að-
stæðum.
Þegar samhæfingarstöð verð-
ur virkjuð munu fjölmiðlar fá
beint símanúmer þess sem sér um
samskipti við fjölmiðla. ■
fyrir andlitið
og líkamann
Andlits- og líkamsskrúbb:
Mild kornagel sem hreinsa dauðar
húðfrumur af yfirborði húðarinnar
og gera hana mjúka og slétta.
Allison
•andlitslína•líkamslína•hárlína Fæst í apótekum
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
3
21
.0
0
4
BARNAVERNDARMÁL Ásakanir um að-
gerðaleysi barnaverndarnefndar
Vesturbyggðar og Tálknafjarðar-
hrepps í máli sem tengist fórnar-
lambi kynferðisofbeldis eru á
misskilningi byggðar, að mati
Arnheiðar Jónsdóttur, formanni
nefndarinnar.
Í nýlegum dómi héraðsdóms
Vestfjarða kemur fram að fórnar-
lamb kynferðisofbeldis greindi
hjúkrunarfræðingi frá kynferðis-
legri áreitni í viðtali 17. október
2001. Jafnframt kemur fram að sú
frásögn var ekki kærð til lögreglu
fyrr en eftir að barnaverndar-
nefnd Vesturbyggðar og Tálkna-
fjarðarhrepps réði til sín félags-
ráðgjafa í apríl árið 2002.
Í tilkynningu frá barnarvernd-
arnefndinni kemur fram að það sé
ekki rétt sem komi fram í dómin-
um að nefndin hafi ekkert aðhafst
í málinu fyrr en félagsráðgjafinn
kærði málið. Hið rétta sé að í
framhaldi af viðtalinu í október
2001 hafi fulltrúi nefndarinnar
kynnt málið fyrir starfsmanni
Barnaverndarstofu og leitað leið-
sagnar. Þeirri leiðsögn hafi verið
fylgt eftir.
Í dómnum var sextugur karl-
maður dæmdur í þriggja ára fan-
gelsi fyrir að misnota stúlku kyn-
ferðislega. Stúlkan var sjö til 11
ára þegar brotin áttu sér stað. ■
Barnaverndarnefnd Vesturbyggðar
og Tálknafjarðarhrepps:
Ásakanir byggðar
á misskilningi
KRAFA UM SAMEININGU
Bankarnir knýja á um sameiningu stóru fiskútfytjendanna SH og SÍF. Þeir vilja sameiningu
helst með góðu, en eru tilbúnir í hart ef á þarf að halda.
MÓTTÖKUSTÖÐ SORPS
Lítil fyrirtæki fá ekki lengur 23 prósenta
afslátt hjá Sorpu út á sorpkort, sem virka
eins og sundkort.