Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.08.2003, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 26.08.2003, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. ágúst 2003 CHICAGO, AP Tólf ára gamall drengur hefur hafið nám við læknadeild Háskólans í Chicago í Bandaríkjunum. Sho Yano er yngsti nemandinn í sögu skólans og stefnir hann á að ljúka læknanáminu og útskrifast jafn- framt með doktorsgráðu nítján ára eða tvítugur. Greindarvísitala Sho er yfir 200. Hann útskrifaðist með hæstu einkunn frá Loyola-háskólanum í Chicago og stendur sig nú af- burðavel í læknanáminu. Skólafé- lagar Sho hafa tekið honum vel þó í fyrstu hafi þeir haft ýmsar efa- semdir um félagslegan þroska hans. Sho er fæddur í Portland í Or- egon en alinn upp í Kaliforníu. Snemma kom í ljós að hann bjó yfir undraverðum hæfileikum en aðeins þriggja ára gamall lék hann vals eftir Chopin á píanó eftir að hafa hlustað á móður sína æfa verkið. Foreldrar Sho tóku að sér að kenna honum heima við þar sem enginn skóli virtist geta komið til móts við hann. Hann lauk við námsefni grunnskóla átta ára gamall. ■ UNDRABARN Á meðan önnur börn lesa Harry Potter les Sho Yano undir próf í líffærafræði. Tólf ára gamall læknanemi: Með doktorsgráðu nítján ára Hitabylgjan í Frakklandi: Yfirfull líkhús PARÍS, AP Líkhús í París eru enn yf- irfull af líkum sem ekki hefur ver- ið vitjað af aðstandendum. Fjölda bráðabirgðalíkhúsa hefur verið komið upp í borginni vegna dauðs- falla af völdum hitabylgjunnar. Borgaryfirvöld hafa orðið að ráða fólk til að reyna að hafa uppi á ættingjum hinna látnu, en marg- ir þeirra eru að heiman vegna sumarleyfa. Hámarkstíminn sem líða má frá andláti til greftrunar hefur verið lengdur úr sex dögum í tíu af þessum sökum. Embættis- menn hjá borginni neita því þó al- farið að til greina komi að jarða fólkið í fjöldagröfum. ■ BRÁÐABIRGÐAGRAFIR Líkum er komið fyrir í eins konar bráða- birgðagröfum þar til þeirra er vitjað. LÖGREGLUMÁL Einar Þór Sverris- son, lögmaður næturvarðarins sem rekinn var frá Búnaðarbanka Íslands vegna meints stuldar á trúnaðargögnum, segir ekki rétt að vörðurinn hafi orðið uppvís að því að stela gögnum. Lögmaðurinn segir Lögreglu- stjórann í Reykjavík hafa tilkynnt vaktmanninum í maí í vor að rannsókn málsins væri lokið. Framkomin gögn væru ekki nægj- anleg eða líkleg til sakfellingar. Málið væri því látið niður falla. „Vegna þessa er rangt og ekki hægt að fullyrða að vaktmaðurinn hafi orðið uppvís að því að taka gögn í skrifstofu bankans ófrjáls- ri hendi. Vegna þess geri ég einnig athuga- semd við fyrirsögn fréttarinnar um „svikulan“ næturvörð, sem er allt að því meiðandi með vísan til forsögu málsins og endalok þess. Þá er texti undir myndinni um að hann hafi „stolið“ trúnaðargögnum engan veginn í samræmi við mál- ið,“ segir Einar Þór. Frétt Fréttablaðsins, sem lög- maðurinn vísar í og birtist á mánudag, byggist á hálfs mánað- ar gömlum úrskurði Persónu- nefndar um það hvort Búnaðar- bankanum hafi verið heimilt að mynda skrifborð bankastjórans þar sem hinn meinti gagnastuldur fór fram síðla í september í fyrra. Bankinn taldi myndirnar sanna sök mannsins, vék honum úr starfi og kærði til lögreglu. Per- sónuvernd sagði bankanum hafa verið heimilt að mynda: „Fyrir liggur í máli þessu að með umræddri vinnslu náðust myndir sem leiddu til þess að vaktmanninum var sagt upp störf- um. Er ljóst að hefði komið til málareksturs vegna meintrar ólögmætrar uppsagnar hefði bankanum, án slíkra gagna, getað reynst torvelt að sanna brott- rekstrarsök,“ sagði Persónu- vernd. Næturvörðurinn sagði Per- sónuvernd að hann teldi að sér hefði verið sagt upp störfum að ósekju. Hann hafi vitað af mynda- vélavöktuninni og því að grunur léki á því innan bankans að hann læki upplýsingum til Norðurljósa. „Sagðist hann þess vegna hafa „sett á svið leikþátt“ þegar hann var á næturvakt, m.a. hafi hann tekið skjöl og ljósritað þau (eða þóst ljósrita þau),“ segir Persónu- vernd. Vaktmaðurinn mun íhuga að stefna Búnaðarbankanum vegna ólögmætrar uppsagnar. gar@frettabladid.is FRÉTT FRÉTTABLAÐSINS Í GÆR Búnaðarbanki Íslands rak næturvörð í fyrra vegna meints stuldar á trúnaðargögnum. Vakt- maðurinn var myndaður með eftirlitsmyndavél en sagðist hafa verið að grínast þegar hann fór höndum um gögnin. Lögregla telur ekki nægar sannanir gegn manninum og hefur fellt niður málið gegn honum. Lögregla hreinsar orðstí næturvarðar Lögregla segir gögn í máli Búnaðarbankans gegna brottreknum nætur- verði ekki gefa tilefni til annars en að láta málið niður falla. Næturvörð- urinn íhugar málsókn gegn bankanum vegna ólögmætrar uppsagnar. „Ekki hægt að fullyrða að vaktmaðurinn hafi orðið uppvís að því að taka gögn í skrifstofu bankans ófr- jálsri hendi. EINKALÍF Persónuvernd segir Búnað- arbankanum hafa verið heimilt að koma fyrir myndavélum á lokaðri skrifstofu bankans og nota upptök- ur úr henni til að upplýsa um mis- notkun starfsmanns á trúnaðarupp- lýsingum. Næturvörður í Búvarð leka upplýsingum til Norðurljósa hf. „Fyrir liggur í máli þessu að með umræddri vinnslu náðust myndir sem leiddu til þess að vakt um var sagt B LUND únum fram Tower ur yfi legt út Pör gefa si bóndan nemur um. Ef móti gesur sem ligþau að rminnsta kviðbótar. leyfi fyrir inum, í parúna“ og á v BÚNAÐARBANKINN Upp komst um næturvörð sem stal trúnaðargögnum í Búnaðarbankann þegar hann náð- ist á mynd í myndavél sem sett var upp honum til höfuðs. Hann var grunaður um að leka upplýsingum til Norðurljósa hf. Persónuvernd segir Búnaðarbankann ekki brotlegan:Mátti myndasvikulan næturvörð Wilkie af vopnaeign Sadda

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.