Fréttablaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 10
Gríðarleg umræða hefur sprottiðupp á hinum ýmsu spjallþráðum
Netsins í tengslum við frétt Stöðvar 2
um dóm sem hinn nýi þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins Sigurður Kári hlaut
nýverið fyrir að vera tekinn ölvaður á
bíl sínum. Hann missti prófið í ár. Gár-
ungarnir gripu þetta á loft og kalla
hann nú Sigurð ÓvarKára. En nú er
spurningin: Eiga alþingismenn að vera
fyrirmyndir eða um fram allt mann-
legir og þar með breyskir? Kassiopeia
á femin.is er á hinu fyrra: „Mér finnst
þetta mjög alvarlegt mál, drengurinn
á við vandamál að stríða, dómgreind-
arbrest og siðleysi. Og nú á hann að
setjast á þing til að setja lög og reglur
fyrir samborgara sína! Hvar eru nú
sjálfstæðiskonurnar hér á þræðinum?
Ætlið þið að verja drenginn ykkar eða
hvað finnst ykkur um þetta?î Jói
útherji á vísir.is segir hins vegar: „Í
mínum huga er alveg ljóst að Sigurður
Kári hefur lært af þessu. Mér fannst
líka sérstakur manndómsbragur að
því hvernig hann tók á málinu. Engin
undansláttur en einlæg iðrun. Í mót-
lætinu reynir ekki hvað síst á mann-
inn.“
Nákvæmlega á þessum nótum var
Sigurður Kári þegar hann svaraði
fréttamanni: Hann ætlaði að læra af
reynslunni, láta sér þetta að kenningu
verða. Hann var í partýi og hélt að það
væri runnið af sér þegar hann brunaði
af stað á sínum bíl. Þetta hefur verið
gott partý því samkvæmt reglugerð
um sektir og viðurlög vegna brota á
umferðarlögum kemur fram að svipt-
ing ökuleyfis í ár taki til vínanda-
magns í blóði sem nemur: 1.20 - 1,50.
Hærra fer taflan víst ekki. Ef Alþingi
Íslendinga á að endurspegla hlutföll
þjóðfélagshópa eins og stundum heyr-
ist þegar talað er um að fjölga þurfi
konum á þingi, má þá ekki segja að
dæmdir menn og breyskir verði að
eiga sína fulltrúa? Jafnvel ganga alla
leið og fjölga þar smiðum á kostnað
lögfræðinga? ■
Sú ákvörðun Karls Garðarsson-ar, fréttastjóra Stöðvar 2, að
láta undan ósk eða kröfu Sigur-
jóns Sighvatssonar, stjórnar-
manns og eins af eigendum Norð-
urljósa, og fresta birtingu fréttar
um laxveiði Geirs H. Haarde í
boði Kaupþings
B ú n a ð a r b a n k a ,
hefur vakið mikla
umræðu um sjálf-
stæði fréttamiðla –
og einkum á sjálf-
stæði þeirra gagn-
vart eigendum sín-
um. Það má deila
um hvort tilefnið
hafi verðskuldað
allt sem sagt hefur
verið i þeirri um-
ræðu, en umræðan
er engu að síður þörf. Sjálfstæði
fréttamiðla er mikilvægur þáttur
í opnu og lýðræðislegu samfé-
lagi; mikilvæg menningarleg
verðmæti sem við Íslendingar
erum hvorki vanir að njóta né
fara með – fremur en svo margt
sem tilheyrir því opna og lýðræð-
islega samfélagi sem margir þrá
en jafnframt margir óttast.
Stutt saga frjálsra miðla
Saga sjálfstæðra fréttamiðla á
Íslandi er stutt – nánast bara smá-
saga. Lengst af allri síðustu öld voru
dagblöðin gefin út af stjórnmála-
flokkunum eða í nánu samstarfi við
þá. Ritstjórnir blaðanna gerðu
nokkrar tilraunir til að slíta sig frá
valdi flokkanna en sjaldnast stóðu
þær tilraunir lengur en fáein ár.
Þær voru vanalega slegnar af þegar
líða fór að kosningum og hagsmunir
lesenda og blaðamanna af frjálsu
fréttamati varð að víkja fyrir þörf
flokkanna fyrir áróður. Endrum og
sinnum reyndu einstaklingar að
stofna og reka frjáls blöð en það fór
fyrir þeim svipað og öðrum sem
reyndu að hasla sér völl utan viður-
kenndra valdablokka. Litið var á
brölt þeirra sem eins konar ómark í
jarðri samfélagsins. Frjáls blöð
náðu því aldrei þeirri fótfestu að
geta vaxið að ráði.
Fjölmiðill ríkisins, Ríkisútvarp-
ið, mótaðist af umhverfi sínu. Hann
var settur undir beina stjórn stjórn-
málaflokkanna. Fréttastefna Ríkis-
útvarpsins var varkár og þar örlaði
ekki á gagnrýnni stöðu gagnvart
stjórnvöldum enda fréttamenn
ráðnir á fréttastofuna samkvæmt
kvóta hvers flokks. Yfir stofnunni
vakti síðan pólitískt kjörið útvarps-
ráð. Ríkisútvarpið skartar því ekki
sams konar hefð og skárri ríkis-
reknar útvarps- og sjónvarps-
stöðvar í nágrannalöndunum. Þær
byggja margar á sjálfstæðum
fréttaflutningi sem rekja má allt
aftur til dagblaða nítjándu aldar og
hafa litið á það sem eitt af megin-
verkefnum sínum að viðhalda þess-
ari hefð. Þótt vísir af sjálfstæðum
dagblöðum hafi komið hér fram
snemma á síðustu öld þá náðu
stjórnmálaflokkarnir fljótlega öll-
um tökum á fjölmiðlamarkaði – sem
flestum öðrum sviðum samfélags-
ins – og Ríkisútvarpið var mið-
punktur þess fyrirkomulags. en alls
ekki mótvægi við það.
Seint á sjöunda áratugnum og
snemma á þeim áttunda varð krafa
starfsmanna fréttamiðlanna um
óháð fréttamat og sjálfstæða frétta-
stefnu að gerast háværari. Þetta gat
af sér vísi af sjálfstæðari vinnu-
bögðum í einstökum dagskrárliðum
hjá Ríkisútvarpinu og -sjónvarpinu,
til stofnunar Dagblaðsins af fyrrum
stjórnendum og starfsmönnum Vís-
is og til langdregins aðskilnaðs dag-
blaðanna frá stjórnmálaflokkunum.
Á tímabilum fóru dagblöð Alþýðu-
flokksins og Alþýðubandalagsins út
af flokkslínunni og urðu málgögn
stjórnarandstöðu innan þessara
flokka – svipað og staða Morgun-
blaðsins varð gagnvart Sjálfstæðis-
flokknum seint á níunda og í upp-
hafi tíunda áratugarins. Þessi blöð
urðu síðan öll trúrri sínum flokkum
þegar dró að kosningum. Þrátt fyrir
margyfirlýstan vilja stjórnenda
Morgunblaðsins til að vinna sjálf-
stætt, verður ekki annað séð en að
þeir geri hlé á þessari leið sinni fyr-
ir hverjar kosningar; nú síðast í vor
– árið 2003. En slakara tak flokk-
anna á blöðunum gat af sér margar
tilraunir til reksturs sjálfstæðra
blaða. Úgáfufélag Alþýðuflokksins
kom Helgarpóstinum – og síðar
Pressunni – til dæmis á koppinn og
Framsóknarflokkurinn lagði niður
málgagn sitt, Tímann, og gaf út NT
um skamma hríð.
Þessum tilraunum flokkanna til
að halda úti miðlum án beinnar
tengingar við flokksstarfið lauk í
lok áttunda áratugarins og byrjun
þess níunda. Þá var komin frétta-
stofa á einkarekinni útvarpsstöð,
Bylgjunni, og sömuleiðis sjónvarps-
fréttastofa á Stöð 2. Vægi litlu dag-
blaðanna minnkaði. Það var orðið of
seint fyrir flokkana að aðlaga þau
að breyttu landslagi. Það var ekki
lengur pláss fyrir þau. Eftir því sem
almenningur vandist meir sjálf-
stæðri fréttastefnu, því fráhverfari
varð hann pólitískt lituðum fréttum.
Fréttastofur gamla kerfisins
Í dag eru álíka margar frétta-
stofur á Íslandi og á tímum flokks-
blaðanna og Ríkisútvarpsins. Ríkis-
útvarpið rekur enn tvær fréttastof-
ur þótt vilji sé innan stofnunarinnar
að sameina þær og fyrstu skrefin í
þá átt hafi verið stigin. Þótt frétta-
stofa Ríkisútvarpsins búi enn að því
að hafa haft nokkra forystu í sjálf-
stæðum vinnubrögðum í lok átt-
unda áratugarins og byrjun þess ní-
unda, undir forystu Margrétar
Indriðadóttur, hefur henni ekki tek-
ist að fylgja þeirri forystu eftir.
Fréttastofan ver sjálfstæði sitt fyr-
ir afskiptum pólitískt skipaðrar yf-
irstjórnar en skortir faglega for-
ystu til að eflast og dafna. Frétta-
stofu Ríkissjónvarpsins skortir hins
vegar hvort tveggja; fréttir Ríkis-
sjónvarpsins eru bæði litaðar af
daufum faglegum metnaði og oft á
tíðum blygðunarlausri þjónkun við
stjórnvöld.
Í raun er varla hægt að ætla
starfsmönnum fréttastofa Ríkisút-
varpsins að ná meiri árangri. Eftir
nokkra þýðu frá lokum áttunda ára-
tugar síðustu aldar og fram að byrj-
un þess tíunda hafa stjórnvöld hert
tök sín á þessari stofnun. Fyrrum
borgarstjóri Sjálfstæðisflokksins er
útvarpsstjóri, núverandi þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins og tilvon-
andi menntamálaráðherra var á sín-
um tíma gerður yfirmaður dægur-
máladeildar hljóðvarpsins án nokk-
urrar fjölmiðlareynslu, engum –
hvorki utan né innan stofnunar –
dylst að pólitik réð ráðningu frétta-
stjóra sjónvarps og yfirmanni
beggja fréttastofanna. Og þvi miður
eru þetta aðeins fáein dæmi af liðn-
um árum. Hvergi í opnum og lýð-
ræðislegum ríkjum Vesturlanda
þekkist að ráðandi stjórnarflokkar
misbeiti valdi sínu jafnkerfisbundið
og oft til að ná tökum á útvarps- og
sjónvarspstöðvum í ríkiseign.
Sambærilegar tilraunir í nýfrjáls-
um ríkjum Austur-Evrópu hafa ver-
ið bældar niður með almennum
mótmælum og upplausn innan fjöl-
miðlanna. En í þessu – sem og
reyndar mörgu öðru – ætlum við Ís-
lendingar að þola lengur misnotkun
ríkisvaldsins en aðrar þjóðir sem
eru að brjótast undan ofríki stjórn-
málaflokka.
Morgunblaðið er á tímamótum –
og hefur verið það í um þrjátíu ár.
Blaðið byrjaði að feta sig í átt til
sjálfstæðis gagnvart Sjálfstæðis-
flokknum í kjölfar þess að frétta-
stofa Ríkisútvarpsins reyndi að
brjótast undan valdi stjórnmála-
flokkanna. Morgunblaðið hefur hins
vegar farið sér furðu hægt á þessari
leið sinni til sjálfstæðis – sérstak-
lega í ljósi þess að Sjálfstæðisfokk-
urinn hefur ekki verið beinn aðili að
útgáfu blaðsins heldur er það rekið
af einkafyrirtæki. Áhugamenn um
sjálfstæða fjölmiðla hafa litið á
Morgunblaðið sem sofandi risa og
beðið þess að hann rumskaði og sliti
af sér böndin; þá risi upp öflugur
fréttamiðill sem hefði meiri getu til
góðra verka en flestir aðrir. Það má
hins vegar vera, að stjórnendur
blaðsins hafi ætlað sér alltof langan
aðlögunartima að breyttu samfé-
lagi, að þegar blaðið loks rísi upp
verði kraftur þess ekki sá sem
menn biðu eftir.
Nýrri fréttastofur
Elsta sjálfstæða fréttastofan er
nú vistuð á DV. Með samruna Dag-
blaðsins og Vísis snemma á áttunda
áratugnum lauk samkeppni á síð-
degismarkaði. Stjórnendur blaðsins
reyndu þá að gera tvennt; annars
vegar að halda í hefð síðdegisblað-
anna – eða svokallaðra tabloid-
blaða; lágstéttarblaða – en breyta
blaðinu jafnframt svo það gæti
keppt við eina raunverulega sam-
keppnisaðilanum á dagblaðamark-
aði – Morgunblaðið. Það má deila
um hvort svona ólík markmið geti
rúmast innan sama blaðsins, en það
má sjá þessa sömu þróun hjá sterk-
ustu tabloid-blöðunum í Englandi;
þau vilja nota styrk sinn á markaði
til að breikka enn lesendahópinn og
sækja á þá hópa sem áður fyrr
hefðu verið líklegri lesendur hinna
hefðbundnu morgunblaða. Svona
umbreyting dagblaða er alltaf við-
kvæm og stjórnendur þeirra mega
aldrei missa sjónar af markmiðinu
né gleyma sögunni. Við eigenda-
skipti á DV fyrir rúmum tveimur
árum virðist hins vegar sem hvort
tveggja hafi tapast; stefnan og sag-
an. Í dag er mjög erfitt að átta sig á
fréttastefnu DV eða ákvarða hverr-
ar tegundar blaðið er.
Fréttastofa Bylgjunnar, og síðar
fréttastofa Stöðvar 2, setti sér strax
það mark að byggja á því besta úr
tilraunum frétta- og blaðamanna til
að brjótast undan valdi stjónrmála-
flokkanna; sótti annars vegar í hefð
Dagblaðsins og DV og hins vegar
fréttastofu Ríkisútvarpsins. Og þótt
þessi fréttastofa hafi átt lægðir
jafnt sem hæðir er enginn vafi á að
hún hefur lengst af verið í forystu
sjálfæðrar fréttastefnu. Þeir frétta-
menn sem hafa verið reknir á und-
anförnum vikum, og eru skiljanlega
sárir út í fyrrum vinnuveitendur
sína, hafa tekið fram að allan tím-
ann sem fréttastofan hefur verið
rekin hefur sjálfstæði hennar og
fagleg sjónarmið ráðið för. Skiljan-
lega hefur fréttastofa Stöðvar 2 oft
legið undir ámæli stjórnmálamanna
sem hafa viljað þröngva eigin sjón-
armiðum fram og halda öðrum frá
samfélagsumræðunni. En þegar lit-
ið er yfir sautján ára sögu þessara
fréttastofu er hægt að fullyrða að
einkafyrirtækjum er alls ekki síður
treystandi til að reka fréttastofur
en ríkinu eða stjórnmálaflokkum. Á
þessum tíma hefur ekkert gerst
sem bendir til annars – nema ef
vera kynni það sem vísað var til hér
í upphafi og gerðist fyrir fáeinum
dögum.
Fréttadeild Fréttablaðsins er að-
eins rúmlega tveggja ára gömul.
Það tekur langan tíma að byggja
upp fréttadeildir og móta dagblöð.
Ég ætla ekki að dæma um hvernig
til hefur tekist. En ég held að engum
blandist hugur um að fréttastefna
Fréttablaðsins byggir á því skásta
úr stuttri sögu sjálfstæðra frétta-
stofa á Íslandi. Og ég vona að
Fréttablaðið sé ekki lakur sproti
þeirrar hefðar. Fréttablaðið hefur
haft forystu í mörgum stærstu
fréttamálum undanfarinna mánaða
og lítur á sig sem fullgildan sam-
keppnisaðila eldri fréttastofa þrátt
fyrir ungan aldur.
Hættan af
fjárhagserfiðleikum
Það er óhjákvæmilegt að frétta-
miðlar á Íslandi muni í framtíðinni
fremur byggjast á þeirri hefð sem
mótuð hefur verið af miðlum í eigu
einkafyrirtækja og sem hafa neitað
að beygja sig undir afskipti eða
beina stjórn stjórnmálaflokka. Það
er einfaldlega enginn vilji í samfé-
laginu að hverfa aftur inn í það hálf-
gerða sovétkerfi sem dró mátt úr ís-
lensku samfélagi og samfélagsum-
ræðu lungann úr síðustu öld. Það er
óhjákvæmilegt annað en að Morg-
unblaðið fjarlægist forystu Sjálf-
stæðisflokksins og flýti fyrir þeim
aðskilnaði. Það er líka óhjákvæmi-
legt að bein stjórn stjórnmálaflokk-
anna á Ríkisútvarpinu verði aflögð
með einhverjum hætti. Til að flýta
því, eiga menn að fresta umræðum
um rekstrarform, en einbeita sér að
því að efla sjálfstæði fréttastof-
anna.
Það að stjórnarmaður í Norður-
ljósum hafi brostið dómgreind, að
fréttastjóri Stöðvar 2 hafi tekið
ranga ákvörðun og að fréttamenn
Stöðvarinnar hafi leyft þessu ein-
staka tilfelli að draga úr trúverðug-
leika fréttastofunnar, breytir engu
um þessa stöðu. Þessi dómgreind-
arbrestur, sem einkennir allt þetta
mál, ber fremur vott um tauga-
veiklun innan fyrirtækis sem
stendur illa fjárhagslega og vinnu-
staðar sem gæti verið að leysast
upp. Hann segir því meira um
hættuna sem sjálfstæði frétta-
miðla stafar af veikri fjárhags-
stöðu en rekstrarformi. Það skapar
hættu, þegar fréttamiðlar eru háð-
ir velvild einstakra manna eða fyr-
irtækja um afkomu sína. Þótt ein-
hverjir einkamiðlanna séu í þessari
aðstöðu í dag, þá er enginn miðill
jafnfastur í þessari klemmu og
Ríkisútvarpið. Stjórnendur frétta-
stofa Ríkisútvarpsins og -sjón-
varpsins eru algjörlega háðir ríkis-
stjórnarflokkunum hverju sinni
um rekstrarforsendur sínar; hækk-
un afnotagjalda og þol gagnvart
taprekstri. Það segir nokkuð um
þessa hættu að innan þeirrar stofn-
unar er sú fréttastofa sem hefur
gengið skemmst í því að móta sér
sjálfstæða og óháða stefnu – frétta-
stofa Ríkissjónvarpsins. ■
Sunnudagsbréf
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um fjölmiðla á Íslandi.
10 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Fjárhagslegt sjálfstæði er
forsenda sjálfstæðrar fréttastefnu
Breyska þingmenn eða fyrirmyndir?
■
En í þessu –
sem og reyndar
mörgu öðru –
ætlum við Ís-
lendingar að
þola lengur
misnotkun rík-
isvaldsins en
aðrar þjóðir
sem eru að
brjótast undan
ofríki stjórn-
málaflokka.
Smáa letrið