Fréttablaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 34
34 31. september 2003 SUNNUDAGUR rað/auglýsingar Antik húsgögn frá Kerela, til sölu að Smiðjuvegi 6, rauð gata Opið laugardag og sunnudag frá 11-18 Til skjólstæðinga Heilsugæslunnar Efstaleiti Frá og með mánudeginum 1. september munu læknar stöðvarinnar hefja vaktþjónustu á eftirmið- dagsvakt, sem verður opin frá kl. 16-18 alla virka daga, mánudaga til föstudaga. Þetta er gert til að auka og bæta þjónustu við skjólstæðinga stöðvarinnar. Ekki þarf að panta tíma. Heilsugæslan Efstaleiti Starf hjá skipulagsfulltrúa SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ Arkitekt - Skipulag Auglýst er eftir arkitekt/skipulagsfræðingi í tímabundið starf og vegna átaksverkefna hjá embætti skipulagsfulltrúa á skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. Helstu verkefni Starfið er krefjandi og fjölbreytilegt í vistlegu starfsumhverfi. Í því felst m.a. almenn for- sagnargerð ásamt umsjón með ákveðnu afmörkuðu svæði innan borgarinnar, þar sem m.a. er unnið að stefnumótun við gerð nýs og endurskoðaðs deiliskipulags og umfjöllun um umsóknir og erindi sem berast skipulags og byggingarnefnd. Starfið veitir góða innsýn í skipulagsstörf á sveitarstjórnarstigi. Hæfniskröfur Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun á sviði skipulagsmála í arkitektúr/skipulags- fræðum, geta unnið sjálfstætt og jafnframt eiga auðvelt með samvinnu og samskipti. Æskileg er staðgóð þekking og starfsreynsla á sviði skipulags- og byggingarmála Umsóknir, ásamt greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf berist starfsmanna- haldi skipulags- og byggingarsviðs Borgartúni 3, 105 Reykjavík, fyrir 10. september n.k. Launakjör eru skv. kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og viðkomandi stéttarfélags. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Reykjavíkurborg vill ná og viðhalda sem jöfnustum hlut kynja í starfsstéttum og stofnunum og eru því karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um stöðuna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi í síma 563-2600. Embætti skipulagsfulltrúa myndar aðra megin- stoð skipulags- og byggingarsviðs og starfar á grundvelli skipulags- og byggingarlaga. Skipulagsfulltrúi vinnur að undirbúningi stefnu- mótunar í skipulagsmálum og hefur umsjón með gerð aðalskipulags og deiliskipulags. Hlutverk skipulagsfulltrúa er m.a. að vinna að gerð skipulags sem tekur mið af hagsmunum heildarinnar og miðar að faglegri mótun byggðar og umhverfis. Hlutverk skipulags- og byggingarsviðs er m.a. að veita borgarbúum, borgarfulltrúum, ráðgjöfum, hönnuðum, byggingarverktökum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulags- og byggingarmál. Sviðið er jafnframt stefnumótandi í skipulags- og byggingarmálum borgarinnar í samvinnu við skipulags- og byggingarnefnd. Frekari upplýsingar um sviðið og embætti skipulagsfulltrúa er að finna á heimasíðu www.skipbygg.is Skemmtilegu jazzballett og freestyle námskeiðin okkar hafa aldrei verið vinsælli. Nú skráum við í: JazzballettFreestyle Innritun í síma 553-0786 eftir kl. 12.00 Dugguvogi 12 *Leið 4 stoppar stutt frá • 5-7 ára • 8-10 ára • 11-13 ára • 14-16 ára • 17 ára og eldri - dansandi í 10 ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.