Fréttablaðið - 31.08.2003, Side 46
46 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Ég er að byrja með ný námskeiðnúna á mánudaginn hjá Rækt-
inni,“ segi Oscar Luis Justo,
margfalldur meistari í boxi. „Þar
verð ég með unglinganámskeið,
byrjendanámskeið og framhalds-
námskeið.“
Oscar spáir því að landslið Ís-
lendinga verði fljótlega mjög
frambærilegt en áhuginn á boxi
hérlendis hefur aukist mjög á
undanförnum árum. Hann ætti að
vita það þar sem hann keppti 240
sinnum á ferli sínum og vann 209
af þeim bardögum. Oscar Kúbu-
meistari í sínum þyngdarflokki 3
sinnum og svo varð hann Suður-
Ameríkumeistari 1982. Hann hef-
ur starfað sem þjálfari á Kúbu og
einnig í Evrópu. Þjálfaði meðal
annars Pedró Miranda frá Spáni,
tvöfaldan Evrópumeistara í boxi.
Með boxinu vinnur Oscar Luis
Justo hjá Sóma-samlokum og líkar
það ágætlega, enda harður nagli
sem setur ekki neit fyrir sig. ■
Boxari
OSCAR LUIS JUSTO
■ er margfaldur meistari í boxi, á Kúbu
og í Suður Ameríku, en undanfarið hefur
hann kennt Íslendingum box og líkar það
vel. Svo smyr hann samlokur hjá Sóma
líka og unir hag sínum vel hér á landi.
Imbakassinn
Kennir box og smyr
samlokur
ÓDÝRAR
GÆÐA
ÞAK-
SKRÚFUR
Ál
Ryðfríar
Galvaniseraðar
Heitgalvaniseraðar
Söðulskinnur
í úrvali
Stórhöfða 33
Sími: 577 4100
Sunnudagssteikin heyrir eig-inlega sögunni til í mínu
lífi,“ segir Stefán Jónsson leik-
ari. Hann er önnum kafinn
þessa dagana enda sýningar á
Kvetch aftur farnar í gang auk
þess sem Stefán er í óða önn við
æfingar á Elling.
Aðspurður um ástæðu þess
að steikin sé heillum horfin seg-
ir Stefán að svarið liggi líkleg-
ast í heilsusamlegara líferni.
„Það voru einhvern tíman steik-
ur og lambalæri í foreldrahús-
um en nú er maður orðinn svo
heilsusamlegur að ekki er hægt
að tala um sunnudagssteikur í
eiginlegum skilningi. Nema að
maður sé sjálfur steikin í
heitasta pottinum í Vesturbæj-
arlauginni eftir sundsprett og
gufubað.“
Stefán hlaut Grímuna fyrir
leikstjórn sýna á Kvetch auk
þess sem sýningin var valin sú
besta á árinu. „Þetta hefur geng-
ið alveg ótrúlega vel og aðsóknin
á sýninguna verið mjög góð. Eft-
ir því sem ég veit best eru aðeins
nokkur sæti eftir á þær níu
aukasýningar sem ákveðnar
hafa verið núna í ágúst og sept-
ember.“
Stefán segir áherslurnar hafi
breyst hjá sér undanfarin ár og
vísar þá í að þær hafi færst úr
maganum og upp. „Sunnudags-
steikin skipaði þó ágætan sess
hjá mér þegar ég var yngri og
var enn í foreldrahúsum. þetta
var ákveðið ritual, fjölskyldan
safnaðist saman og borðaði.“
Þegar Stefán er spurður að
því hvað á boðstólum sé á sunnu-
dagskvöldum nú segir hann all-
an gang vera á því. „Konan mín
sér mestmegnis um elda-
mennskuna og ég nýt þess sem
hún ber á borð hverju sinni. Það
er því allur gangur á því hvað ég
borða á sunnudagskvöldum nú
en hún er afbrags kokkur og
kemur sífellt á óvart.“ ■
Sunnudagssteikin
STEFÁN JÓNSSON
■ segir allan gang vera á því hvað sé á
boðstólum á sunnudagskvöldum.
Steiktur í heitapottinum
STEFÁN JÓNSSON
Hann segir heilsusamlegt
líferni valda því að sund-
laugarnar komi í stað
sunnudagssteikarinnar.
Ég er hérna í fríi,“ segir StefanKeller útgefandi frá Þýskalandi
en hann hefur nú nýlega gefið út
bók sem er bæði á íslensku og
þýsku. „Þetta er ævisaga Jóns
Helga Scweizer prófessors í sálar-
fræðum og hún heitir Um gildi hlut-
anna á íslensku.“
Ævi Jóns Helga er um margt
merkilegt. Hann sleit barnskónum í
þýskum borgum í seinni heimstyrj-
öldinni en unglingsárunum eyddi
hann á Heiðarseli, mjög afskektum
bæ á Íslandi. Þetta er því stór-
merkileg bók og vonandi að Stefan
Keller finni sér tíma til að koma
henni í bókabúðir á Íslandi en
Fréttablaðið náði tali af honum af
þeirri einföldu ástæðu að hann er
staddur hér á landi sem stendur og
er á ferðalagi. Ætlar að skoða sögu-
slóðir bókarinnar sem hann var að
gefa út og njóta náttúrufegurðar-
innar. ■
Ævisaga íslensks
prófessors
Ævi
STEFAN KELLAR
■ er staddur hér á landi í sumarfríi,
ferðast um landið, en er annars nýbúinn
að gefa út ævisögu Íslendings á þýsku og
íslensku í Þýskalandi.
STEFAN KELLAR
Gefur út bók um ævi íslensks-þýsks pró-
fessors á þýsku og íslensku. Önnur síðan
er þýsk, hin íslensk.
Mér finnst best að vera meðstrákunum mínum á morgn-
ana þegar ég á frí,“ segir Bryndís
Hlöðversdóttir alþingiskona. „Nú
erum við að fara að baka skúf-
fuköku handa vinkonu þeirra sem
von er á í heimsókn.“ ■
■ Morgunstund
Brosið
Þetta bros hefur lagt heims-
byggðina að fótum sér. Frægara
en öll önnur íslensk bros saman-
lögð þó stundum hafi verið bros-
að í gegnum tárin. Hver á brosið.
OSCAR LUIS JUSTO
Er að byrja með ný námskeið í Ræktinni á
morgunn.
GÓÐUR MATUR
Starfsmenn í Kárahnjúkum eru ánægðir
með matinn.
Kræsingar í
Kárahnjúk-
um
Maturinn í vinnubúðum virkj-unarmanna í Kárahnjúkum
þykir með eindæmum góður.
Sumir starfsmenn þar lýsa hon-
um sem himneskum og hafa ekki
fyrr komist í annað eins. Fyrir
utan staðgóðan morgunverð með
mið-evrópsku yfirbragði er þrí-
réttað bæði í hádeginu og á
kvöldin. Kennir þar ýmissa
grasa og áhrifa víða að úr veröld-
inni. Kokkarnir á staðnum eru á
þriðja tuginn og eru þar á vegum
veitingaþjónustufyrirtækisins
Sodexho. Þykir mörgum starfs-
mönnum í Kárahnjúkum fréttir
af deilum aðila vinnumarkaðar-
ins á staðnum skyggja á hinar
sem betri eru og snúa beint að
fæðinu á staðnum. ■
Að vera
Ég hugsa, þess vegna er ég.“
Rene Descartes, franskur heimspek-
ingur, fæddur í Tours í Frakklandi 1596 og
lést 1650. Einn víðlesnasti heimspekingur
síðari tíma. Hafði gríðarleg áhrif á heim-
spekilega hugsun Vesturlandabúa á sínum
tíma og hefur enn. Hugsaði einfalt en vel.
■ Hugleiðing
■ Matur
DECARTES
Einn víðlesnasti heim-
spekingur síðari tíma.
Svona, svona! Þú
venst þessu með tíð
og tíma!
Ég man eftir því
þegar ég brenndi
mitt fyrsta bretti
af vínarbrauðum...