Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 22

Fréttablaðið - 31.08.2003, Page 22
Karlmenn hafa borið sig illayfir því hvernig farið er með kynbræður þeirra í gamanþáttum í sjónvarpi, en aðalpersónur bandarískra sjónvarpsþátta eru iðulega latir, sjálfselskir og væru- kærir, hvítir, karlmenn á miðjum aldri og flestir of feitir. Þeir virð- ast flestir byggðir á höfuðpáfa húðlatra og treggáfaðra sófa- rottna, sjálfum Hómer Simpson. Þeir smellpassa inn í klisjukennda hellisbúakenninguna og kunna best við sig fyrir framan sjón- varpið með bjór í annarri og rusl- fæði í hinni. Þessir hjassar eru ekki beinlínis aðlaðandi, en eiga þó nær allir gullfallegar, bráðgáf- aðar konur sem umbera þá og reyna að hafa stjórn á heimsku- pörum þeirra. Fallegar konur og feitir menn Þeim karlmönnum, sem sárnar þessi birtingarmynd kynbræðra sinna mest, hafa látið að því liggja að þessi lenska sé enn ein sönnun- in fyrir því að kvenréttindabarátt- an sé komin út í öfgar. Þær hafi tekið völdin á heimilinu og í af- þreyingariðnaðinum og geri sér það að leik að grafa undan karl- mennskunni. Þórunn Hrefna Sigurjónsdótt- ir, blaðamaður, hefur kynnt sér stöðu karlmanna í amerískum gamanþáttum og hefur meðal annars skrifað grein um þessa hysknu steríótýpu í Veru. Hún segist vel geta skilið að venjuleg- um körlum úti í bæ sé misboðið, en telur viðbrögð þeirra fulltil- finningaþrungin enda sé staða karlanna enn sterk ef vel er að gáð. „Ætlunin er sennilega ekki sú að niðurlægja karlkynið, enda held ég að gamanþáttaraðir eigi að láta öllum líða vel, bæði konum og körlum. Víst eru konurnar greindar og fallegar, en karlarnir sannanlega mun síðri. Fallegu konurnar eru samt sem áður svo ástfangnar af þessum feitu og vit- lausu körlum sínum að þær varpa starfsframa sínum fyrir róða til þess að hugsa um börnin og heim- ilið, þvo af þeim þvottinn og elda handa þeim mat. Karlarnir vinna einir úti og þó að þeir kunni að hafa lítið til brunns að bera stjórna þeir fjárstreyminu inn á heimilin. Fallegu konurnar eru þeim því fjárhagslega háðar.“ Kóngur í ríki sínu Þórunn Hrefna nefnir þætt- ina King of Queens sem dæmi um þetta. Í þáttunum er skyggnst inn í líf barnlauss pars sem hefur föður konunnar inn á heimili sínu. „Heimilisfaðirinn er fitubolla sem hugsar mest um mat og sjónvarp og á það til að hafa hugann við ídýfur og sósur, þegar konan hans er að reyna að tala við hann um mikilvæg mál- efni. Húsbóndinn reynir iðulega að fara á bakvið konuna, sem lít- ur út eins og velþjálfað súper- módel, með fíflalega hegðun sína, en alltaf kemst upp um hann. Hann skemmir líka hluti og slasar sig á fáránlegan hátt, en alltaf verður hann að endingu að reiða sig á náð og miskunn konu sinnar, sem er bæði jarð- bundin og góð.“ Þrátt fyrir þetta er eiginkon- an háð karlinum þegar kemur að fjármálunum, en þar ræður hann og getur gert það sem hon- um sýnist. Sömu sögu er að segja af Hómer Simpson. Hann ræður yfir peningunum og kemur fjöl- skyldunni ítrekað í klandur með fáránlegum fjárfestingum og heimskupörum. Eiginkonan, Marge, veit alltaf betur en hefur ekki hemil á karlinum og styður oftast við bakið á honum. Karl- arnir eru því vissulega heimskir í þáttunum, en samt taka þeir allar meiriháttar ákvarðanir og konurnar gefa eftir. Huggun harmi gegn Þórunn Hrefna er ekki frá því að þessum ýktu persónum sé ætlað að friða bæði kynin. „Kannski er þetta allt til þess að karlar meti konur sínar að verð- leikum og hugsi: Konur eru ekki eins vitlausar og þær líta út fyr- ir að vera. Þær hafa kannski minni völd en karlar og eiga inn- an við eitt prósent af auði jarð- ar, en þær hafa nú samt ýmis- legt að segja inni á heimilunum. Svo við skulum hlusta á þær og vera góðir við þær. Kannski er þetta líka til að sætta heimavinnandi konur við stöðu sína. Í þáttunum fá þær að vera með ýmsar spælingar fram og til baka, fá að vita betur en karlarnir, en í raun breytir það engu um það hvar valdið liggur. Þær eru fjárhagslega háðar maka sínum og hann tekur enn allar stórar ákvarðanir. Þær geta þá ornað sér við spaugsyrði kynsystra sinna í þáttunum og sagt: Iss! Konur eru nú miklu greindari en karlar.“ Þórunn Hrefna segist hafa skrifað greinina í Veru til þess að hugga þá karla sem telja sig eiga um sárt að binda eftir að hafa horft á þessa þætti og legg- ur áherslu á að hún sé ósammála því að þættirnir séu til marks um það að konur séu búnar að „valta yfir“ karlana og bendir á að það sé aðeins á yfirborðinu sem konurnar virðist hafa betur. „Mig langar til dæmis að benda þeim á að allir eru þætt- irnir kenndir við karlana þó að þeir greini frá samskiptum 22 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR Gáfaðar konur sætta sig við heimska menn Margur karlmaðurinn er ósáttur við þá meðferð sem kynbræður þeirra fá í gamanþáttum í sjón- varpi. Einhverjir halda því fram að feiti, lati, heimski sjónvarpskarlinn sé sönnun þess að kven- réttindabaráttan sé kom- in út í öfgar. Á sama tíma öfundast þeir út í ýktar birtingarmyndir sínar sem eiga flestar glæsileg- ar og gáfaðar konur og þegar vel er að gáð hafa karlar yfirhöndina ennþá - líka í sjónvarpinu. ■ Gamanþættir Skjár einn sýnir mikið af amer-ískum gamanþáttum og kemur því nokkuð við sögu þegar það kemur að því að rugla saman reit- um sjónvarpsparanna þannig að hver fái maka við sitt hæfi. Doug Heffernan er aðalpersóna þátt- anna The King of Queens á Skjá einum. Hann er sendibílstjóri í góðum holdum og minnir um margt á Hómer Simpson þó hann sé ekki gulur á hörund. Hann er latur og frekar tregur og veitir ekkert af ákveðinni konu til þess að hafa hemil á dellunni í honum og píska hann áfram. Mimi Bobeck, sem hrellir Drew Carrey í samnefndum þátt- um á Skjá einum, er svæsnasti og tannhvassasti pilsvarg- ur sem sést hefur í sjónvarpi í háa herrans tíð. Hún hefur að vísu fundið hinn fullkomna maka í bróður Drews sem er klæðskipt- ingur. Það er engu að síður freist- andi að siga henni á kónginn í Queens, sem myndi ekki komast upp með neitt rugl ef þessi lit- skrúðuga drottning tæki völdin í ríki hans. ■ MIMI BOBECK skýtur karlpeningnum oft skelk í bringu og hikar ekki við að beita menn bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi. Doug yrði eins og mús undir fjalarketti ef leiðir þeirra lægju saman. Doug og Mimi: Skrattinn hittir ömmu sína DOUG HEFFERNAN er hyskinn og sérgóður og kemst oft upp með vitleysu og leiðindi á heimilinu. Það er ansi hætt við því að hljóðið breyttist í honum ef hann tæki saman við frenjuna Mimi Bo- beck. Mörgum þykir perlu kastaðfyrir svín þegar þeir horfa upp á hina föngulegu Carrie Heffernan kljást við treggáfaðan eiginmann sinn í þáttunum The King of Queens á Skjá einum. Hann er latur hjassi en hún gæti hæglega starfað sem fyrirsæta. Þar fyrir utan er hún glögg og metnaðarfull og starfar sem ritari hjá lögfræðistofu. Þau hjónin eiga því fátt sam- eiginlegt og þar sem engin börn eru í spilinu ætti ekkert að aftra Carrie að segja skilið við kallinn og taka saman við lögfræðinginn Bobby Donnell sem stjórnar lög- fræðistofunni í The Practice. Bobby ber af öðrum mönnum hvað útlit og útsjónasemi í laga- flækjum varðar og veit líka alveg hvað hann vill, rétt eins og Carrie. Þau yrðu svakalegt par sem myndi glansa í gegnum hanastéls- veislur og flókin réttarhöld. ■ BOBBY DONNELL er að vísu hörkutól og getur verið kaldlyndur en er þrátt fyrir það sjálf- sagt vænlegri kostur en Doug Heffernan. CARRIE HEFFERNAN er að margra mati allt of góð fyrir eiginmann sinn, kónginn í Queens. Það gæti hentað henni betur að leita maka í öðrum þáttum á Skjá einum, til dæmis The Practice þar sem hin fjall- myndarlegi Bobby Donnell ræður ríkj- um. Carrie og Bobby: Falleg saman DÆMIGERÐUR SJÓNVARPSKARL Hómer Simpson er sá karldurgur í amer- ísku sjónvarpi sem aðrir slíkir eru helst bornir saman við. Hann er vitaskuld ýktast- ur en ef til vill um leið mannlegastur. ÞÓRUNN HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR Hómer er fullkominn vanviti í öllu tilliti; barnauppeldi, heimilisstörfum, félagslífi og sem manneskja. Hann hefur til að bera ýkta „karllega“ eiginleika, hefur gaman af að borða og glápa á sjónvarpið, elskar tæki og íþróttir, er sóðalegur, sköllóttur með stóra ístru ... og hann á konu, Marge, mun greindari en hann, en stendur þó fullkomlega við bakið á honum í því sem hann tekur sér fyrir hendur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.