Fréttablaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 23
SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 23 Nánari upplýsingar í síma +45 7025 2577 www.tmdanmark.dk pS ánn 30 ára reynsla með spánskar húseignir afhentar beint frá byggingaraðila á umsömdum tíma. Sýningaferðir með leiðsögn á dönsku eða ensku. Costa Blanca ströndin hefur eitt heilsusamlegasta loftslag veraldar, skv. WHO. Velkomin á k ynningu sem haldin v erður á Hótel Loftleiðir- Flugleiðahótel v ið Hlíðarfót, Reykjavíkurfl ug velli laugard. 6. og sunnud. 7. se p. kl. 10-17 Mikið úrval af vönduðum húseignum á Costa Blanca ströndinni á mjög hagstæðu verði. Við veitum yður alla nauðsynlega aðstoð í sam- bandi við fasteignakaup/ búsetu á Spáni. T M I N T E R N A T I O N A L Það er með ólíkindum að spaug-aranum Chandler Bing úr Fri- ends hafi tekist að krækja í grafalvarlegu vinkonuna, Monicu Geller. Þau eru að vísu bæði taugaveikluð, hvort á sinn hátt en Monica er með fullkomnunar- áráttu og Chandler lætur illa að stjórn. Afsakanir hans og brand- arar hitta því æ sjaldnar í mark hjá frúnni og hann yrði miklu bet- ur í sveit settur ef hann tæki sam- an við Drew Car- rey. Carrey er alltaf með kaldhæðin tilsvör á takteinum og er, rétt eins Chandler, að drepast úr minni- máttarkennd og óöryggi þannig að þeir félagar myndu örugglega finna sálarró í örmum hvors ann- ars. Þar fyrir utan eiga þeir það sameiginlegt að fólk virðist aldrei geta hætt að efast um kynhneigð þeirra. ■ Niles Crane hlýtur að vera hinnfullkomi eiginmaður fyrir Monicu Geller úr Friends. Hann toppar hana í smámunasemi og er þar fyrir utan annálaður herramað- ur, fágaður í smekk á mat, vín og föt. Monica er auðvitað eðalkokkur og Niles er líka liðtækur í eldhúsinu. Heimili þeirra yrði glansandi himnaríki þar sem hver hlutur væri á sínum stað. Alltaf. Svo er Niles hálærður geð- læknir sem gæti komið sér vel og sparað stór- útgjöld þegar frúin fær móðursýkisköst. Lífið er bara því miður ekki fullkomið í sjónvarpinu frekar en raunveruleikanum og þannig virðast flestar persónur banda- rískra gamanþátta æða um í villu og svima án þess að hafa hug- mynd um að sú eina rétta, eða eini rétti, er innan seilingar. Annað hvort ofar, neðar, eða til hliðar á dagskrársíðum dagblaðanna. ■ Niles og Monica: Fædd fyrir hvort annað NILES CRANE: Er geðlæknir, fagurkeri, snyrtipinni og mont- hani. Full- kominn fyrir Monicu. MONICA GELLER: Taugaveikluð með fullkomnunaráráttu. Hefur ekkert að gera með framtaks- lausum brandara- kalli. Gæti þurft á geðlækni að halda. CHANDLER BING Brandarkall með minni- máttarkennd. Þetta verður ekki betra. DREW CARREY Brandarakall með minnimátt- arkennd. Drew og Chandler: Fyndnir sálufélagar hjóna og samskiptum fjöl- skyldna. Það rennir ennfremur stoðum undir það að þeir séu enn „húsbóndar á sínu heimili“ þó að þeir hegði sér eins og hálf- vitar. Þeir hafa fjárráðin og það er undirstaðan, eins og allir vita sem lifa í kapitalísku samfélagi.“ Karnival heima í stofu Staða kynjanna er því óbreytt þó karlarnir séu dregnir sundur og saman í háði á sjónvarpsskjánum. Þórunn Hrefna skýrir þetta með því að vísa til karnivals miðalda þar sem leyfilegt var að gera miskunn- arlaust grín að valdhöfum á ákveðn- um dögum. „Stundum var leyfilegt að vald- hafarnir væru dregnir sundur og saman í háði og það var talið nauð- synlegt til þess að draumórar þegn- anna um breytt ástand létu síður á sér kræla. Þegar þegnunum var tal- in trú um það í gamanleikjum að kóngurinn væri nautheimskur, þá leið þeim einhvern veginn betur inn í sér og hugsuðu: „Ég er gáfaðari en hann, þó að hann sé valdameiri“. Þórunn Hrefna segir að þetta sé ennþá gert og bendir á forseta Bandaríkjanna, sem dæmi. „Einn valdamesti maður heims, George W. Bush, er til að mynda talinn mjög heimskur og í öllum skemmtiþátt- um er hann leikinn sem slefandi fá- viti. Þegnar hans orna sér við að hlæja að honum, en það breytir því ekki að Bush er enn valdamesti maður heims. Íslenskir karlmenn ættu því að geta speglað sig rólegir í banda- rísku afþreyingarefni, enda vita klókir valdhafar að það er góðs viti ef einhver hlær að þeim. Það er nefnilega ekki gert grín að undir- málsmönnum, eins og fátæklingum, öryrkjum, útlendingum ... og kon- um.“ thorarinn@frettabladid.is Ég komst að því að það er ekki verið að gera lít- ið úr körlunum enda held ég að gamanþáttaröðum sé ætlað að láta öllum líða vel, bæði konum og körlum. Konurnar eru greindar og fallegar og karlarnir, sem eru algerir fávitar, ná samt í þessar konur. ,, Íslendingur tekur við starfi yfirmanns öryggismála Sameinuðu þjóðanna í Líberíu í byrjun september næstkomandi. Hann heitir Snorri Magnússon er fyrrum lög- reglumaður í Reykjavík. Starfið leggst vel í hann. Íslendingur tryggir öryggið í Líberíu Ég þurfti ekkert að hugsa migum, enda var ég búinn að ákveða að vera í þessu í einhvern tíma“, segir Snorri Magnússon fyrrum lögreglumaður á Íslandi. Hann tekur um þessar mundir við starfi yfirmanns öryggismála Sameinuðu þjóðanna í Líberíu. „Ég er í fríi á Íslandi núna en fer til Líberíu í byrjun september,“ segir hann Snorri hefur starfað hjá hjá Sameinuðu þjóðunum í Kosóvó frá því í apríl 2001 og starfaði hjá öryggisgæslunni þar. „Þetta er nokkurs konar innanhússlögregla SÞ,“ segir hann, „og ég var þar yfir deild sem sér um gæslu allra bygginga SÞ í Pristina. Það var svo hringt í mig í fríinu hérna heima núna og mér var boðið að stjórna innri öryggismálum í Lí- beríu.“ Þetta verður að teljast mikil upphefð og vafalítið verður um krefjandi starf að ræða, miðað þær fregnir sem borist hafa frá Líberíu undanfarið. Snorri var lögreglumaður hér heima áður en hann fór á vegum embættisins til Bosníu árið 1999. „Ríkisstjórnin ákvað árið 1997 að taka þátt i frið- arstarfi á vegum SÞ í Bosníu og lögreglumönnum bauðst þá að sækja um,“ segir Snorri. „Ég gerði það og fékk þessa bakteríu og hef verið í þessu síðan þá og sótti í framhaldinu um vinnu hjá Sameinuðu þjóðunum en þær hafa eiginlega dregið sig alveg út úr Bosníu og Evrópusambandið hef- ur tekið við þar.“ Fjölskyldan eftir heima Snorri er 39 ára gamall, giftur og þriggja barna faðir. Fjölskyld- an fylgir honum ekki á átakastað- ina og býr á Íslandi. „Það eru eng- ar aðstæður til þess að vera með fjölskyldu þarna og það er bein- línis mælt gegn því á stöðum sem eru að koma út úr stríðsástandi.“ Snorri er yfirleitt við störf þrjá mánuði í senn og kemur þess á milli heim í þriggja til fjögurra vikna frí. „Ég er samt í stöðugu og góðu sambandi við fjölskylduna enda eru öll fjarskiptamál hjá SÞ í góðu lagi. Það er alls konar fólk að störfum á þessum svæðum á veg- um samtakanna og mikið um fjöl- skyldufólk þannig að það er séð til þess að við getum verið í góðu síma- og tölvusambandi í gegnum gervihnött við fjölskyldur okkar.“ Börn Snorra eru á unglings- aldri og hann segir þau svolítið spennt fyrir því sem hann er að gera, þó að þeim finnist það erfitt á köflum. Starfið felur auðvitað í sér talsverða áhættu, en það er ekki á Snorra að heyra að hann kvíði mikið fyrir, enda hefði hann þá sjálfsagt valið sér annan starfsvettvang. „Það er alltaf áhætta í þessu starfi, en ef það er rétt haldið á spöðunum og maður er ekki með neinn fíflagang á þetta að vera allt í lagi,“ segir hann. thorarinn@frettabladid.is SNORRI MAGNÚSSON Fékk símtal frá Sameinuðu þjóðunum og hefur verið beðinn að sinna starfi yfirmanns öryggismála í Líberíu. ■ Sameinuðu þjóðirnar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JA RG EY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.