Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 39

Fréttablaðið - 31.08.2003, Síða 39
39SUNNUDAGUR 31. ágúst 2003 Landsbankadeild karla: Jafnt í Eyjum FÓTBOLTI ÍBV og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli í Eyjum í gær í fyrsta leik 16. umferðar Landsbanka- deildar karla. Bæði mörkin komu beint úr aukaspyrnu í seinni hálf- leik. Björgólfur Takefusa skoraði tíunda mark sitt í deildinni í sum- ar og kom Þrótturum yfir en Bjarnólfur Lárusson jafnaði met- in. Þróttarar komust þar með upp í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig. Eyjamenn þokuðust aðeins fjær fallsvæðinu, með 20 stig í sjöunda sæti. Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í dag. Valur tekur á móti KA og Fram fær FH í heimsókn. ■ Enska úrvalsdeildin: Makalele loks til Chelsea FÓTBOLTI Miðvallarleikmaðurinn Claude Makalele hjá Real Madrid hefur samþykkt tilboð enska úr- valsdeildarliðsins Chelsea. Kaup- verðið er 13.8 milljónir punda. „Makalele mun gangast undir læknisskoðun og getur vonandi skrifað undir samning við Chel- sea í lok vikunnar svo hann verði löglegur í Meistaradeildinni,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu sem liðin sendu frá sér. Stjórn Chelsea hefur í lengri tíma verið á höttunum eftir Makalele en Madrídarliðið hefur hingað til neitað öllum tilboðum. Makalele fór um tíma í verkfall og neitaði að mæta til æfinga þar sem hann vildi fá hærri laun. Lík- legt þykir að hann fái hærri laun hjá Lundúnarliðnu undir stjórn milljarðamæringsins Roman Abramovitch. ■ HEIMASIGRAR Í 3. DEILD Leiknir Reykjavík vann Núma í gær með þremur mörkum gegn einu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum 3. deildar karla. Víkingur Ólafsvík fékk Hött frá Egilsstöðum í heim- sókn og fóru heimamenn með sig- ur af hólmi 1-0. Þau lið sem tryggja sér sæti í úrslitum í sam- anlögðum viðureignum leika í 2. deild að ári. FJÖLNIR Í LANDSBANKADEILDINA Fjölnir úr Grafarvogi sigraði Sindra 3-2 í úrslitaleik 1. deildar kvenna á Hvolsvelli í gær og tryggði sér þar með sæti í Lands- bankadeildinni að ári. Sindri mætir liðinu sem lendir í næst neðsta sæti Landsbankadeildar- innar í aukakeppni um laust sæti í deildinni. CLAUDE MAKALELE Fær loks að fara til Chelsea. ■ Fótbolti FREDI BOBIC Hefur skorað flest mörk þýska landsliðsins það sem af er árinu. Leikir Þjóðverja á árinu: Þrír sigrar - tvö töp FÓTBOLTI Þýska landsliðið í knatt- spyrnu, sem mætir Íslendingum á Laugardalsvelli um næstu helgi í undankeppni Evrópumótsins, hef- ur leikið sjö leiki á þessu ári, þrír hafa unnist, tvisvar varð jafntefli og tveir hafa tapast. Þjóðverjar hafa ekki náð að sigra stórþjóð í knattspyrnu í ein þrjú ár. Þeir töp- uðu meðal annars fyrir Spánverj- um með þremur mörkum gegn einu á útivelli. Þjóðverjar hafa lagt minni spá- menn á knattspyrnuvellinum að velli; Serbíu og Svartfjallaland, Kanada og Færeyjar. Þeir gerðu hins vegar jafntefli við Litháa og Skota í undankeppni Evrópumóts- ins. Þjóðverjar hafa skorað tíu mörk í leikjunum sjö en fengið á sig sjö. Gamla brýnið Fredi Bobic hefur verið hættulegastur fyrir framan mark andstæðinganna, skorað fjögur mörk. ■ LEIKIR ÞJÓÐVERJA Á ÞESSU ÁRI Spánn - Þýskaland 3-1 Fredi Bobic Þýskaland - Litháen 1-1 Carsten Ramelow Þýskaland - Serbía/Svartfjallaland 1-0 Sebastian Kehl Þýskaland - Kanada 4-1 Carsten Ramelow, Paul Freier, Fredi Bobic, Tobias Rau Skotland - Þýskaland 1-1 Fredi Bobic Færeyjar - Þýskaland 0-2 Miroslav Klose, Fredi Bobic Þýskaland - Ítalía 0-1 Mörkin (10): Fredi Bobic 4, Carsten Ramelow 2, Paul Freier, Sebastian Kehl, Miroslav Klose, Tobias Rau.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.