Fréttablaðið - 31.08.2003, Blaðsíða 30
■ Bandaríkin
30 31. ágúst 2003 SUNNUDAGUR
Bandarísk stjórnmál eiga sér sínar spaugilegu hliðar. Bob Dole forseta- og varaforsetaframbjóðandi hefur gefið út tvær bækur þar
sem hann rifjar upp broslegu hliðina á stjórnmálum þar í landi.
Með bros á vör (næstum)
alla leið í Hvíta húsið
Einn þekktasti þingmaðurrepúblíkana á síðustu öld er
Bob Dole sem lengi var leiðtogi
þeirra í öldungadeild bandaríska
þingsins. Dole gerði tvær tilraun-
ir til að komast í Hvíta húsið,
fyrst þegar hann bauð sig fram til
varaforseta 1976 með Gerald
Ford gegn Jimmy Carter, og aftur
20 árum síðar þegar hann bauð sig
fram sem forsetaefni repúblíkana
gegn demókratanum William J.
Clinton.
Þótt forsetadraumar Doles hafi
ekki náð að rætast hefur hann
ekki tapað kímnigáfunni, og síðan
hann hætti í stjórnmálum hefur
hann gefið út tvær bækur um
fydni. Önnur þeirra fjallar um
fyndni stjórnmálamanna en sú
síðari (sem þykir ekki eins fynd-
in) fjallar um fyndni Bandaríkja-
forseta.
Lincoln á leið á þing
Í bók sinni um fyndni stjórn-
málamanna kemur Bob Dole víða
við og rifjar upp margar
skemmtilegar sögur. Ein þeirra er
sagan af því þegar Abraham
Lincoln bauð sig fyrst fram til
þings, en hann var repúblíkani.
Mótframbjóðandi hans var prest-
ur að nafni Peter Cartwright sem
var ekki yfir það hafinn að ætla að
veiða nokkur atkvæði á því að
gera lítið úr trúarhita Lincolns. Á
sameiginlegum framboðsfundi
þrumaði presturinn lengi og pré-
dikaði eld og brennistein yfir
þeim sem ekki sæktu kirkju
reglulega. Í ræðulok bað hann svo
þá fundarmenn sem vildu komast
til himnaríkis að gera svo vel að
rísa úr sætum. Góður hluti fund-
armanna reis þegar í stað á fætur.
Þá sagði Cartwrigth: „Nú bið ég
þá sem ekki vilja fara til vítis að
standa upp.“ Og þar með risu allir
á fætur nema Abraham Lincoln.
Prédikarinn beindi því athyglinni
að honum og spurði háum rómi:
„Og má ég spyrja, hr. Lincoln, á
hvaða leið eruð þér?“
Lincoln reis þá loksins á fætur
og sagði: „Úr því að séra
Cartwright vill endilega fá að vita
það, get ég upplýst að ég er á leið-
inni á þing.“
Og þangað fór hann.
Fámáll forseti
Sagt er að flestir stjórnmála-
menn séu málglaðir. Undantekning
frá þeirri reglu var Calvin Coolidge
Bandaríkjaforseti sem þótti með
þöglari mönnum. Einu sinni skrapp
hann til messu og þegar hann kom
heim spurði kona hans um hvað
stólræða prestsins hefði verið.
„Syndina,“ sagði Coolidge.
„Og hvað sagði hann um synd-
ina?“ spurði forsetafrúin.
„Hann var á móti henni,“ sagði
Coolidge.
Hinn þögli Coolidge var ekki að-
eins spar á orð, hann var líka spar-
samur á peninga. Einhverju sinni
spurði hann varnarmálaráðherr- ann: „Af hverju getum við ekki lát-
ið duga að smíða eina herflugvél?
Geta flugmennirnir ekki skipst á að
fljúga henni?“
Sagt er að Coolidge hafi ein-
hverju sinni verið að taka fyrstu
skóflustunguna að opinberri bygg-
ingu. Þegar hann hafði lokið því lét
siðameistarinn á sér skilja að það
væri við hæfi að forsetinn segði
eitthvað við þetta tækifæri.
Coolidge horfði ofan í skóflufarið
og sagði svo hrifinn: „Flottur ána-
maðkur.“
Tvö orð
Einhverju sinni var forsetan-
um fengin borðdama sem var
ákaflega skrafhreyfin. Hún sagði
við forsetann að hún hefði veðjað
um að hún gæti fengið hann til að
segja meira en tvö orð meðan á
borðhaldinu stæði. Þegar þau risu
á fætur eftir kaffið sagði
Coolidge: „Þú tapar.“
Herbert Hoover tók við for-
setaembættinu af Coolidge sem
gaf honum heilræði: „Þú þarft að
taka á móti gestum í þrjá til fjóra
klukkutíma á dag. Flestir þeirra
eru komnir til að biðja um eitt-
hvað sem þeir verðskulda ekki að
fá. Ef þú situr grafkyrr þá ljúka
þeir sér af á þremur, fjórum mín-
útum. En ef þú svo mikið sem
hóstar eða brosir þá byrja þeir
upp á nýtt.“
Coolidge lést í janúar 1933.
Sagt er að þegar blaðakonan
Dorothy Parker heyrði andláts-
fregnina hafi hún sagt: „Hvernig
geta menn séð það?“
Fyndnir demókratar
Bob Dole segir frá Adlai
Stevenson demókrata sem bauð
sig fram í forsetakjöri gegn
Dwight Eisenhower, og tapaði.
Stevenson, sem var vel menntaður
og orðlagður gáfumaður, heyrði
einhvern aðdáanda sinn í hópi há-
skólafólks segja að hann ætti sig-
urinn vísan því að allir hugsandi
menn mundu kjósa hann. „Það er
ekki nóg,“ sagði Stevenson þá, „ég
þarf að ná meirihluta.“
Ef repúblíkanar eru
reiðubúnir til að hætta
að segja ósannindi um
demókrata erum við reiðu-
búin að hætta að segja
sannleikann um repúblík-
ana.“ - Stevenson
,,
BOB DOLE
Forsetaframbjóðandinn fyrrverandi hefur lag á að sjá björtu hliðarnir á málunum þótt
hann hafi hrasað tvisvar á leið sinni í Hvíta húsið. Síðan hann hætti í stjórnmálum hefur
hann gefið út tvær bækur um fyndni.
CALVIN COOLEDGE
Var spar á orð og peninga. Stundum kallaður „maðurinn með steinandlitið“.
EDWARD KENNEDY
Hafði ekki unnið ærlegt handtak áður en hann byrjaði í pólitík.
JOHN F. KENNEDY
Fullur fyrirgefningar en minnugur á nöfn.
ABRAHAM LINCOLN
Komst snemma vel að orði.
EUGENE MCCARTHY
Sagði stjórnmál ekki ósvipuð knattspyrnu.