Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 2
2 15. september 2003 MÁNUDAGUR „Já, svo sannarlega! Enda skil ég ekki hvernig dómararnir komust að þessari niðurstöðu.“ Hnefaleikarinn Oscar de la Hoya er hættur keppni eftir tap sitt gegn Shane Mosley. Bubbi Morthens er ásamt Ómari Ragnarssyni boxáhugamaður númer eitt á Íslandi. Spurningdagsins Bubbi, er eftirsjá að gulldrengnum? STOKKHÓLMUR, AP Svíar felldu í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að- ild að sameiginlegu myntbanda- lagi Evrópu og upptöku evru í stað krónu eftir þrjú ár. Þegar blaðið fór í prentun var munurinn afger- andi, andstæðing- unum í hag. Búið var að telja at- kvæði í 5.946 kjör- dæmum af 5.976. Þá hafði 56,1% kjósenda sagt nei en 41,8% já. Auðir seðlar voru 2,1%. Kjörsókn var mjög góð en rúm- lega 81% mætti á kjörstað. Til sam- anburðar var kjörsókn í þingkosn- ingunum í fyrra rúm 70%. Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar um evruna eru talin mikið áfall fyrir sænsk stjórnvöld og þá flokka sem standa að ríkisstjórn- inni. Þá er áfallið engu minna fyrir forsvarsmenn atvinnulífsins í landinu, sem allir höfðu barist fyr- ir því að Svíar samþykktu evruna. Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, sem beitti sér mjög hart í langri og strangri kosningabaráttu, þykir hafa orðið fyrir miklu persónulegu áfalli. Sænskir fjölmiðlar sögðu í gær- kvöld að þótt stjórnarflokkarnir réðu yfir 80% þingsæta í sænska þinginu hafi þeim mistekist að fylkja meirihluta sænsku þjóðar- innar á bak við sig. Göran Persson forsætisráð- herra kom fram í sjónvarpi í gær- kvöldi og játaði ósigur. „Ég held að við höfum látið blekkjast af jákvæðum skoðana- könnunum,“ sagði Persson og virtist mjög hissa á niðurstöðunni, ekki síst því hve mikill munur var á fylkingunum. Sama gilti um leiðtoga annarra flokka sem höfðu barist fyrir upptöku evrunnar. „Fólkið hefur lýst þeirri skoð- un sinni að lýðræðið komi ekki að ofan. Þetta eru mikilvæg skilaboð til Evrópu þess efnis að Evrópu- sambandið verði að færast í lýð- ræðisátt,“ sagði Ulla Hoffmann, leiðtogi Vinstri flokksins. Talið er að höfnun Svía á evr- unni efli andstöðuna gegn sameig- inlegu myntbandalagi Evrópu og verði vatn á myllu andstæðinga sambandsins í Danmörku og Bret- landi, en bæði ríkin standa utan myntbandalagsins. the@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR „Við erum ákaflega sáttir við þennan fund,“ sagði Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, um fund sem félag smábátaeig- enda í Ísafjarðarsýslu hélt um línuívilnun. Á fundinn mættu flest- ir af þingmönnum kjördæmisins ásamt samgönguráðherra. „Það sem stendur upp úr er að það er mikill vilji á meðal stjórnar- þingmanna að standa við gefin lof- orð. Það var tilgangur fundarins að fá það á hreint hvað stjórnvöld hygðust fyrir í þessu máli og það gekk eftir. Vilji er greinilega til að koma línuívilnun á sem fyrst og standa vonir okkar smábátasjó- manna til þess að það verði strax í haust. Þessu var lofað og það var greinilegur vilji til að standa við gefin loforð. Nú bíðum við smá- bátasjómenn þingsetningar og inn- an tíðar ætti frumvarp þessa efnis að vera borið fram.“ Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, sagði fundinn hafa verið gagnlegan. „Það var samstaða um að koma línuívilnun í framkvæmd og að hún nái til sem flestra. Það var þó ekki neitt ákveðið með tímasetn- ingu. Ég tel að línuívilnun eigi að koma til framkvæmda í haust en ekkert er ákveðið í þeim efnum.“ ■ ARIEL SHARON Byggingu aðskilnaðarmúrs frestað. Ísraelsstjórn: Byggingu múrs frestað RAMALLAH, AP Ariel Sharon, forsæt- isráðherra Ísraels, hefur ákveðið að fresta byggingu hluta aðskiln- aðarmúrs Ísraela, sem hefði teygt sig langt inn á Vesturbakkann og innlimað nýlendur gyðinga í miðju landsvæðis þess sem Palestínumenn hafa krafist. Áður fyrirhuguð bygging að- skilnaðarmúrsins hafði valdið reiði Palestínumanna, sem töldu hana landrán. Þá lögðust Banda- ríkjamenn gegn byggingu múrs- ins. Bygging aðskilnaðarmúrsins nýtur gríðarlegs fylgis í Ísrael, þar sem múrinn kemur í veg fyrir að sjálfsmorðsárásir séu gerðar frá svæðum handan múrsins. ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Segir lítinn árangur hafa orðið á fundi Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar enn sem komið er. Sendinefnd Íslands í Mexíkó: Enginn árangur VIÐSKIPTI Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra segir lítinn ár- angur vera af viðræðum innan Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar en fundur hennar er haldinn í Cancún í Mexíkó. „Það er allt ákaflega óljóst enn- þá og ómögulegt að segja að ár- angur hafi náðst enn sem komið er. Það ber mikið í milli hjá flest- um þjóðum og miklar deilur hafa orðið varðandi ýmsar tillögur.“ Halldór sagði flesta fundi standa langt fram á nætur á með- an aðildarríki reyndu sitt besta til að hamra út samkomulag en eng- inn áþreifanlegur árangur væri kominn í ljós. ■ EISTLAND, AP Eistlendingar sam- þykktu með miklum meirihluta greiddra atkvæða að ganga í Evr- ópusambandið. Þjóðaratkvæða- greiðsla um Evrópusambandsaðild fór fram í landinu í gær og bentu útgönguspár í gærkvöldi til að ríf- lega þrír af hverjum fjórum hefðu sagt já við aðildinni. Samkvæmt fyrstu tölum sem birtar voru völdu 73% kjósenda inngöngu í Evrópu- sambandið en 27% voru á móti. Lokatölur kunna að verða aðrar en ráðamenn í Eistlandi segja mestu máli skipta að yfir helming- ur þjóðarinnar greiddi atkvæði og góður meirihluti sagði já. Alls voru 865.000 manns á kjörskrá og greiddu yfir 51% atkvæði. Eistar ganga samkvæmt þessu í Evrópusambandið 1. maí á næsta ári ásamt tíu öðrum ríkjum. Af þeim tíu ríkjum sem sóttu um aðild að Evrópusambandið á næsta ári eiga aðeins Lettar eftir að greiða atkvæði um aðildina. Þjóðar- atkvæðagreiðsla fer fram í Lett- landi næstkomandi laugardag. ■ KUMBA YALA Forseti Gíneu-Bissá er nú í haldi eftir valdarán hersins. Valdaránstilraun í Gíneu-Bissá: Forsetinn í haldi hermanna LISSABON, AP Yfirmaður hersins í Afríkuríkinu Gíneu-Bissá til- kynnti í gær að herinn hefði tekið völdin í landinu og forseti lands- ins, Kumba Yala, og ráðherrar hans væru í haldi hermanna. Tals- maður hersins tilkynnti valdarán- ið í útvarpi í gærmorgun. Sagði hann að ástæðan væri sú að ríkis- stjórn Yalas hefði ekki tekist að leysa þau vandamál sem að land- inu steðjuðu. Allt var með kyrrum kjörum í landinu og fór valdarán- ið friðsamlega fram. Gínea-Bissá var áður portúgölsk nýlenda, en hlaut sjálfstæði árið 1975. Landið er eitt hið fátækasta í heiminum, matarskortur er viðvarandi og grunnþjónusta er í lamasessi. ■ Eistland í Evrópu- sambandið: Yfir 70% fylgjandi ESB-aðild BETRA LÍF INNAN ESB Yfirgnæfandi meirihluti sagði já við Evrópu- sambandsaðild í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. „Segðu já við ESB-aðild og lífið verður betra“ sagði á áróðursskiltum um allt land. Sexburar í Gaza: Drengirnir skírðir Yasser GAZA-BORG, AP Hjón í Gaza-borg á heimastjórnarsvæði Palestínu- manna eignuðust á fimmtudag sexbura, þrjá drengi og þrjár stúlkur sem tekin voru með keis- araskurði. Sexburarnir eru agn- arsmáir og eyða fyrstu dögunum í súrefniskassa. Þeim heilsast þó vel, líkt og móðurinni. Foreldrun- um þótti við hæfi að lýsa stuðn- ingi við leiðtoga sinn og skírðu drengina þrjá alla í höfuðið á Yasser Arafat, forseta Palestínu- manna. ■ FUNDURINN Á ÍSAFIRÐI Gestir voru á einu máli um að fundurinn hefði verið málefnalegur. Fjölsóttur fundur um línuívilnun: Staðið við gefin loforð BROTIST INN Í AKTU TAKTU Brot- ist var inn í Aktu taktu á Sæ- braut aðfaranótt sunnudags. Rúða í versluninni var brotin og skiptimynt í peningakassa tekin. Þjófurinn er ekki fundinn. BÍLL VALT Í ÖNUNDARFIRÐI Bíl- velta varð í Önundarfirði í gær. Bíllinn hafnaði í Bjarnarfjarðará. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slapp án teljandi meiðsla. ÓK BIFHJÓLI Í VEG FYRIR BÍL Bif- hjóli var ekið af gangstíg og út á akbraut í veg fyrir aðvífandi bíl á Akureyri í gær. Tveir voru á vél- hjólinu og voru þeir fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Öku- maður bílsins slasaðist ekki en bíllinn er talsvert skemmdur og bifhjólið ónýtt. ■ Lögreglufréttir ■ „Fólkið hefur lýst þeirri skoð- un sinni að lýð- ræðið komiekki að ofan. Þetta eru mikilvæg skilaboð til Evr- ópu þess efnis að Evrópusam- bandið verði að færast í lýðræð- isátt.“ Svíar kolfelldu evruaðild Svíar höfnuðu aðild að evrunni í gær með afgerandi hætti. Rúmlega 56% sögðu nei, tæp 42% já. Útkoman er sögð áfall fyrir stjórn Görans Perssons, forsætisráðherra Svíþjóðar. KÁTT Á KOSNINGAVÖKU Maud Olofsson, formaður sænska Miðflokksins, brosti breitt í gærkvöld eftir að fyrstu tölur voru birtar. Flokkur Olofsson barðist hart gegn evruaðild Svía.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.