Fréttablaðið - 15.09.2003, Síða 1

Fréttablaðið - 15.09.2003, Síða 1
bílasýning ● nýir bílar ▲ SÍÐUR 14-15 bílar o.fl. Situr í drauma- bílnum Óskar Jónasson: 25 ára í dag Eiður Smári Guðjohnsen: ▲ SÍÐA 12 Fótboltatertur í æsku fimm lið í fallhættu KR-ingar tóku við titlinum: ▲ SÍÐA 20 Töpuðu fyrir ÍBV ● áhugaverðar eignir ▲ Fylgir Fréttablaðinu í dag Heldur upp á Seðlabankahúsið Helgi Hafliðason: MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Íþróttir 20 Sjónvarp 24 MÁNUDAGUR STAÐIÐ VIÐ GEFIN LOFORÐ Félagar í Félagi smábátaeigenda voru sáttir í lok fundar sem haldinn var á Ísafirði í gær um línuívilnun. Félagsmenn telja vilja fyrir hendi meðal stjórnarþingmanna að standa við gefin loforð. Sjá síðu 2. EISTLAND Í ESB Eistlendingar sam- þykktu með miklum meirihluta greiddra at- kvæða að ganga í Evrópusambandið. Þjóð- aratkvæðagreiðsla um aðild að ESB fór fram í landinu í gær og bentu útgönguspár í gær- kvöldi til að ríflega þrír af hverjum fjórum hefði sagt já við aðildinni. Sjá síðu 2. BANDALAG Í MÓTUN Þrátt fyrir að ógnarástandið í Ísrael og Palestínu hafi orðið til að binda snöggan enda á heimsókn Ariels Sharons til Indlands, fyrstu opinberu heimsókn ísraelsks forsætisráðherra þangað, fjölgar þeim sem telja að ríkin tvö séu ásamt Bandaríkjunum að mynda bandalag í varn- ar- og hernaðarmálum. Sjá síðu 6. LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA UM TOLLKVÓTA Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra finnst Samtök verslunar og þjónustu fara offari í umræðu sinnu um tollkvóta á landbúnaðarvörum. Sjá síðu 4. RÍKAR ÞJÓÐIR OG SNAUÐAR Ráðstefna um þróunarsamvinnu verður haldin í Háskóla Íslands. Ráðstefnan stendur frá klukkan 13 til 17. Dr. Jeffrey D. Sachs, forstjóri Jarðarstofnunarinnar við Columbia-háskóla, fjallar um þróunar- aðstoð og hlutskipti þróunarlanda með sérstöku tilliti til þúsaldarmarkmiða Sam- einuðu þjóðanna. Sjá nánar: DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG GOLFVEÐUR Góðviðrisdagur fram und- an. Tilvalið að spássera um bæinn með krökkunum eða fara í golf. Sjá síðu 4. Gagnrýna aðkomu SA að Kárahnjúkadeilu Kjaradeilan við Kárahnjúkavirkjun er í hnút. Framkvæmdastjóri Samiðnar gagnrýnir túlkun Samtaka atvinnulífisins og Impregilo á lágmarkslaunum. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjör starfsmanna Impregilo standast virkjunarsamning. KJARADEILA Deilan um launakjör starfsmanna við Kárahnjúkavirkj- un er í hnút. Þorbjörn Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Samiðnar, segir Samtök atvinnulífsins (SA) hafa tekið afstöðu með ítalska verk- takafyrirtækinu Impregilo í launa- deilunni við starfsmenn. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það ekki rétt. „Eftir að menn fóru að gera ágreining um hvað væru lág- markslaun voru forsendurnar fyr- ir samningaviðræðunum brostnar – menn eru ekki einu sinni að tala saman núna,“ segir Þorbjörn. „Þegar fyrirtækið gerir ágreining um lágmarkslaunin fer SA inn í þá deilu með því og þar með er málið orðið miklu víðtækara en svo að það snúi bara að þessum samningi. Við ætlum ekki að fara að semja við þetta ítalska fyriræki um út- færslu á lágmarkslaunum, sem á síðan að snerta alla aðra kjara- samninga í landinu.“ Hannes segist hafa átt viðræður við Alþýðusambandið um það hvernig skilja beri lágmarkskjör samkvæmt lögum. „Við höfum mismunandi skilning á því en ég held að Impregilo hafi ekki neinn sérstakan skilning á því. Við höldum því fram að lágmarks- launakjör geti verið samsett úr fleiri en einni tölu, en þurfi ekki endilega að vera ein tala eins og tímakaup eða mánaðarlaun.“ Hannes segir mikilvægt, þegar verið sé að tala um launakjör starfs- manna við Kárahnjúka, að greint sé á milli þeirra sem eru í beinu starfi hjá Impregilo, verktaka á vegum fyrirtækisins og þeirra sem eru þar á vegum starfsmannaleigufyrir- tækja. „Impregilo er með sitt fólk á ráðningarkjörum sem eru ítölsk,“ segir Hannes. „Samtök atvinnulífs- ins og Impregilo hafa lagt fram greinargerð og útreikninga sem eiga að sýna fram á að þessi kjör standist virkjunarsamninginn. Við höfum hins vegar ekki látið í ljós neina afstöðu um þau laun sem starfsmannaleigufyrirtækin eru að greiða. Það mál er til skoðunar.“ Þorbjörn segir framhald við- ræðnanna vera í höndum Samtaka atvinnulífsins. „Við lögðum fram okkar skilning á lágmarkslaunum og þeir ætla að svara okkur á næstu dögum. Ef þeir ætla að halda sig við þessa túlkun á lágmarkslaunum sem þeir hafa ver- ið að styðja er ég svartsýnn á fram- haldið.“ Virkjunarsamningurinn fellur úr gildi í febrúar næstkomandi. Þor- björn segir að ef ekki náist sam- komulag í deilunni við Kárahnjúka- virkjun sé ljóst að hún sigli beint inn í komandi kjarasamninga og muni hafa mikil áhrif á þá. trausti@frettabladid.is 15. september 2003 – 222. tölublað – 3. árgangur RAMALLAH, AP Varaforsætisráð- herra Ísraels, Ehud Olmert, segir koma til greina að ráða Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, af dögum. Palestínumenn söfnuð- ust saman á götum Vesturbakk- ans og á Gaza-svæðinu í gær og hétu því að verja leiðtoga sinn. Ísraelskir ráðamenn hafa undanfarna daga hótað því að ryðja Arafat úr vegi með því að senda hann í útlegð, fangelsa eða jafnvel myrða hann. Olmert er þó nánasti samstarfsmaður Ariels Sharons forsætisráðherra sem tekið hefur undir þessar raddir enn sem komið er. Ísraelskir ráðamenn ásaka Arafat um að koma í veg fyrir friðarumleitanir og ákvað Ísra- elska öryggisráðið því á fimmtu- dag að „fjarlægja“ Arafat eftir að tvær sjálfsmorðsárásir urðu fimmtán manns að bana. Að sögn Olmerts kemur einnig til greina að halda Arafat í ein- angrun í höfuðstöðvum hans í Ramallah með því að skera á símalínur og koma í veg fyrir heimsóknir þangað. Aðalsamningamaður Palest- ínumanna fordæmir ummæli Ol- merts og segir þau bera vott um hugsunarhátt mafíunnar en ekki ríkisstjórnar í lýðræðisríki. ■ Arafat sagður koma í veg fyrir friðarumleitanir: Til greina kemur að ráða Arafat af dögum HAFNA EVRUNNI Flest benti í gærkvöld til að Svíar hefðu í þjóðaratkvæðagreiðslu hafnað aðild að sameiginlegu myntbandalagi Evr- ópu með afgerandi hætti. Samkvæmt útgönguspám voru rúm 46% fylgjandi aðild en tæp 52% á móti. Fyrstu tölur sem birtar voru gáfu til kynna enn meiri mun. Höfnun evrunnar er mikið áfall fyrir Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Sjá nánar bls. 2. ARAFAT FAGNAÐ Hundruð skólabarna söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar Arafats í Ramallah til að sýna honum stuðning sinn, en Ísraels- menn hafa hótað að ryðja honum úr vegi. Sameinuðu þjóðirnar í Írak: Ekkert samkomulag GENF, AP Ekki tókst samkomulag um hlut Sameinuðu þjóðanna í Írak á fundi utanríkisráðherra þeirra fimm ríkja sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem lauk í Genf í Sviss á laugardag. Auk fastafulltrúanna sat Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, fundinn. Þar ítrek- uðu ráðherrarnir það markmið að endurreisa fullveldi Íraks og ræddu um ályktunartillögu sem Bandaríkjamenn hafa lagt fram í öryggisráðinu. Hún miðar að því að koma á fót fjölþjóðlegum friðar- gæsluher undir bandarískri stjórn. Samkvæmt tillögunni taka aðildar- ríki Sameinuðu þjóðanna á sig hluta af kostnaði við uppbygginguna í Írak. Hvorki tókst samkomulag um tímaáætlun fyrir pólitíska upp- byggingu í Írak né um það hvert hlutverk SÞ á að vera. ■ Morðið á Önnu Lindh: Nýjar myndir STOKKHÓLMUR, AP Sænska lögreglan birti í gær nýjar myndir af meint- um morðingja Önnu Lindh, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, og eru það fyrstu myndir sem birtar er án þess að andlit mannsins sé hulið. Myndirnar voru teknar af öryggis- myndavélum verslunarinnar þar sem Lindh var myrt. Blóðblettir fundust nærri morð- staðnum og leiddi bráðabirgða- rannsókn í ljós að blóðið er ekki úr Lindh. Því er talið mögulegt að blóðið sé úr morðingjanum. Sjá nánar bls. 4. AP M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.