Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 29
fast/eignirMÁNUDAGUR 15. september 2003 15 Þeir sem hafa hugsað sér aðtaka þakrennur í gegn fyrir veturinn hafa kannski orðið var- ir við að ekki er mikið úrval af hvítum þakrennum og niðurföll- um á markaðnum. Ólafur Sig- urðsson hjá Húsaþjónustunni, sem sér um endurnýjun, stíflu- losun og viðgerðir á rennum, segir að heilu verkin bíði hjá sér vegna þessa vandamáls. Hjá Byko fengust þær upp- lýsingar að von sé á hvítum rennum og niðurföllum eftir um það bil viku, en mikil töf varð á sendingunni. Í Álfaborg eru til hvítar þakrennur í einhverjum stærðum, en ekki þeim algeng- ustu að sögn Ólafs. Þar er einnig von á sendingu. Í Húsasmiðjunni eru aðeins til kantaðar rennur í hvítu en ekki rúnnaðar. Ólafur segir að mjög lítið úr- val sé á markaðnum og kantaðar rennur dugi til dæmis ekki fyrir hús þar sem allar rennur séu rúnnaðar, það gefi auga leið. Hann segist nú vera búinn að bíða eftir rennum í tvær vikur. „Þetta er skrítið ástand. Við þurfum kannski að birgja okkur upp fyrir næsta haust.“ ■ BANDSLÍPIVÉL Þetta er sterkari gerð af juðara, sem oft er kallað- ur slípirokkur. Slípirokkurinn juðar fram og aftur með sand- pappír sem er settur á hann. Maður er eldsnöggur að vinna með bandslípivélinni. Hún er með sandpappírshring og er m.a. notuð til að slípa niður borð. BRUNATJÓN ER OFT MIKIÐ Árið 2002 varð tjón upp á 1.500 milljónir. Brunavarnir mikilvægar/ Mikið eignatjón í eldsvoðum Eignatjón vegna eldsvoða varsamtals 1.522 milljónir króna árið 2002 en hefur verið að meðal- tali um 941 milljón króna á ári frá 1981 miðað við verðlag 1. júlí 2002, samkvæmt upplýsingum af vefsíðu Brunamálastofnunar. Ljóst er að eignatjón hefur farið vaxandi á síðustu árum í takt við meiri eignamyndun í landinu. Brunatjón hér á landi er þó svipað eða minna en í ýmsum nálægum löndum, sé tekið mið af vergri landsframleiðslu. Mest eignatjón í eldsvoða árið 2002 varð þegar eldur kom upp í kjallaranum í Fákafeni 9 í Reykjavík. Áætlað er að tjónið nemi alls um 211 milljónum króna. Laugavegsbruninn fylgdi fast á hæla honum og olli áætluðu tjóni upp á 154 milljónir króna á fasteignum og lausafé. Aðrir elds- voðar ollu mun minna eignatjóni en þó var í nokkrum tilvikum um að ræða tjón sem hleypur á tugum milljóna króna. ■ Verkefni í biðstöðu/ Skortur á hvítum þakrennum NÚ ER TÍMINN TIL AÐ LAGA RENNURNAR En fagmennirnir bíða eftir hvítum rennum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.