Fréttablaðið - 15.09.2003, Page 29

Fréttablaðið - 15.09.2003, Page 29
fast/eignirMÁNUDAGUR 15. september 2003 15 Þeir sem hafa hugsað sér aðtaka þakrennur í gegn fyrir veturinn hafa kannski orðið var- ir við að ekki er mikið úrval af hvítum þakrennum og niðurföll- um á markaðnum. Ólafur Sig- urðsson hjá Húsaþjónustunni, sem sér um endurnýjun, stíflu- losun og viðgerðir á rennum, segir að heilu verkin bíði hjá sér vegna þessa vandamáls. Hjá Byko fengust þær upp- lýsingar að von sé á hvítum rennum og niðurföllum eftir um það bil viku, en mikil töf varð á sendingunni. Í Álfaborg eru til hvítar þakrennur í einhverjum stærðum, en ekki þeim algeng- ustu að sögn Ólafs. Þar er einnig von á sendingu. Í Húsasmiðjunni eru aðeins til kantaðar rennur í hvítu en ekki rúnnaðar. Ólafur segir að mjög lítið úr- val sé á markaðnum og kantaðar rennur dugi til dæmis ekki fyrir hús þar sem allar rennur séu rúnnaðar, það gefi auga leið. Hann segist nú vera búinn að bíða eftir rennum í tvær vikur. „Þetta er skrítið ástand. Við þurfum kannski að birgja okkur upp fyrir næsta haust.“ ■ BANDSLÍPIVÉL Þetta er sterkari gerð af juðara, sem oft er kallað- ur slípirokkur. Slípirokkurinn juðar fram og aftur með sand- pappír sem er settur á hann. Maður er eldsnöggur að vinna með bandslípivélinni. Hún er með sandpappírshring og er m.a. notuð til að slípa niður borð. BRUNATJÓN ER OFT MIKIÐ Árið 2002 varð tjón upp á 1.500 milljónir. Brunavarnir mikilvægar/ Mikið eignatjón í eldsvoðum Eignatjón vegna eldsvoða varsamtals 1.522 milljónir króna árið 2002 en hefur verið að meðal- tali um 941 milljón króna á ári frá 1981 miðað við verðlag 1. júlí 2002, samkvæmt upplýsingum af vefsíðu Brunamálastofnunar. Ljóst er að eignatjón hefur farið vaxandi á síðustu árum í takt við meiri eignamyndun í landinu. Brunatjón hér á landi er þó svipað eða minna en í ýmsum nálægum löndum, sé tekið mið af vergri landsframleiðslu. Mest eignatjón í eldsvoða árið 2002 varð þegar eldur kom upp í kjallaranum í Fákafeni 9 í Reykjavík. Áætlað er að tjónið nemi alls um 211 milljónum króna. Laugavegsbruninn fylgdi fast á hæla honum og olli áætluðu tjóni upp á 154 milljónir króna á fasteignum og lausafé. Aðrir elds- voðar ollu mun minna eignatjóni en þó var í nokkrum tilvikum um að ræða tjón sem hleypur á tugum milljóna króna. ■ Verkefni í biðstöðu/ Skortur á hvítum þakrennum NÚ ER TÍMINN TIL AÐ LAGA RENNURNAR En fagmennirnir bíða eftir hvítum rennum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.