Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 4
4 15. september 2003 MÁNUDAGUR Tekur þú slátur? Spurning dagsins í dag: Viltu lestarsamgöngur á höfuðborgar- svæðið? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 20,3% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Landbúnaðarráðherra um tollkvóta: Vísar gagnrýni á bug LANDBÚNAÐARMÁL „Ég held að for- svarsmenn verslunar hér á landi ættu að líta sér nær,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vegna þeirrar umræðu sem nú er uppi um tollkvóta á innfluttum landbúnaðarvörum. Samtök versl- unar og þjónustu vilja meina að tollkvótar landbúnaðarráðuneyt- isins geri mönnum það ókleift að bjóða landsmönnum erlendar landbúnaðarafurðir á sanngjörnu verði. „Þessir tollkvótar eru sam- kvæmt alþjóðlegum samningum og þeim verður ekki breytt í einni svipan. Reyndar á enn eftir að koma í ljós hvað gerist á fundi Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar sem nú stendur yfir, en fyrir liggur að Íslendingar flytja inn mun meira af landbúnaðarvörum nú þegar en gengur og gerist erlendis.“ Guðni vísar gagnrýni verslunar- manna á bug. „Ég veit ekki betur en að nánast allar matvörur hafi hækkað hérlendis undanfarin tíu ár nema landbúnaðarvörur. Það er að bera í bakkafullan lækinn að segja innflutningstolla standa í vegi fyrir sanngjarnri verðmyndun. Megnið af þeim vörum sem engan toll bera hefur hækkað um tugi prósenta á meðan landbúnaðarafurðir hafa lækkað. Þeir verða að gæta sann- girni í sínum málflutningi.“ ■ Biðja um hjálp frá almenningi STOKKHÓLMUR, AP Sænska lögregl- an birti í gær nýjar myndir af manni sem grunaður er um morð- ið á Önnu Lindh, utanríkisráð- herra Svíþjóðar. Þetta eru fyrstu myndirnar sem birtar eru af manninum án þess að andliti mannsins sé breytt. „Við viljum að almenningur hjálpi okkur að finna manninn,“ sagði Mats Ny- len, talsmaður sænsku lögregl- unnar. Hann segir nokkra að- ila hafa verið yf- irheyrða í tengslum við morðið á Önnu Lindh, en að þeim hafi öllum verið sleppt. Myndirnar voru teknar af ör- yggismyndavélum verslunarinn- ar þar sem Anna Lindh var myrt og er andlit mannsins að hluta til falið undir blárri derhúfu. Maður- inn á myndinni er klæddur grárri hettupeysu og eru ermar peysunnar rúllaðar upp. Að sögn lögreglu passar maðurinn á myndinni við lýsingu sjónarvotta á morðingja Önnu Lindh, um það bil þrítugur Svíi með axlasítt hár. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þó sagt þann grunaða þéttvaxinn, en maðurinn á myndinni er meðal- maður að þyngd. Sjálf árásin á Önnu Lindh var þó ekki tekin upp af öryggismyndavélum verslun- arinnar. „Okkur hefur ekki tekist að bera kennsl á manninn á mynd- inni, en ég held að við munum finna hann,“ sagði Stina Wessling, talsmaður lögreglu. Að sögn henn- ar hafa lögreglu borist þúsundir ábendinga eftir að myndin var birt, en enn hafa þær ekki borið árangur. „Við höldum áfram að hafa auga með um það bil tíu góð- kunningjum lögreglunnar. Auk þess eru nokkrir aðilar sem við viljum kanna nánar,“ segir Stina. Þá hafa rannsóknarstofur hald- ið áfram að leita að lífsýnum úr morðingjanum á hnífnum sem varð Önnu Lindh að bana. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort hníf- urinn verður sendur til Þýska- lands eða Bretlands til frekari rannsóknar. Einnig stendur yfir rannsókn á fatnaðinum sem morð- inginn henti frá sér á flótta frá morðstaðnum. Þá fundust blóðblettir nærri morðstaðnum og bendir bráða- birgðarannsókn til þess að blóðið sé ekki úr Önnu Lindh. Talið er að blóðið sé úr morðingjanum, sem hafi skorið sig er hann réðst á Lindh. Rannsókn á blóðinu er nú hafin og standa vonir til þess að niðurstöðurnar leiði í ljós hver morðinginn er. ■ Friðargæslan í Kosovo: Sænskur her- maður lést PRISTINA, AP Sænskur friðargæslu- liði lést og annar særðist í spreng- ingu sem varð í bækistöðvum sænskra friðargæsluliða í Kosovo í gær. Talið er að sprengjuhleðsla hafi sprungið fyrir slysni. Nú eru um 21.000 friðargæsluliðar við friðargæslu í Kosovo, þar af um 700 sænskir hermenn. Ekki er ljóst hve margir voru staddir í herbúðum sænsku hermannanna þegar óhappið varð. Friðpargæslulið á vegmu NATO hefur verið í Kosovo frá stríðslokum á Balkanskaganum árið 1999. ■ Colin Powell: Kominn til Íraks BAGDAD, AP Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom til Bagdad í gær. Þetta er fyrsta heimsókn Powells til Íraks eftir að Saddam Hussein, fyrrum forseta landsins, var steypt af stóli. Við komuna til Bagdad sagðist Powell ánægður með framfarir í stjórn- málum og efnahag landsins eftir að stríðinu lauk. Þá sagðist Powell hvattur áfram af stefnu landsins í átt til sjálfstjórnar, en bætti við að landamæri landsins drægju til sín skemmdarverkamenn sem reyndu að vinna gegn þessu markmiði. ■ ICI – ný miðstöð: Vinna gegn fordómum FRÆÐSLA ICI – Inter Cultural Iceland er heiti á nýrri miðstöð sem nýlega var stofnuð. Markmið stofn- unarinnar er að auka fjölmenning- arleg samskipti og samvinnu á Ís- landi, nýta þekkingu innflytjenda til að auðga íslenskt samfélag og vinna gegn fordómum og mismun- un. Að auki aðstoðar ICI innflytj- endur með ýmsu móti við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri en einnig verður mikil áhersla lögð á námskeiðsahald og fræðslu. ■ Írak: Ráðist á hermenn FALLUJAH, AP Einn bandarískur hermaður lést og þrír særðust í árás fyrir utan borgina Fallujah, 50 kílómetra vestur af Bagdad, í gær. Þar höfðu opinberir emb- ættismenn lagt niður störf til þess að mótmæla árás banda- ríska hersins, sem olli dauða átta íraskra lögreglumanna og jórdansks gæsluliða á föstudag. Bandaríski herinn hefur beðist afsökunar á atvikinu. Atvikið hefur valdið mikilli ólgu í Fallujah, en allt frá því skömmu eftir að borgin var her- tekin í apríl hefur gengið á með árásum milli bandaríska hersins og íbúa borgarinnar. ■ Mannskætt rútuslys í Brasilíu: 14 látnir og 36 slasaðir BRASILÍA, AP Að minnsta kosti 14 létust og 36 slösuðust þegar rúta og fólksbíll rákust á skammt utan við höfuðborg Brasilíu í gær. Fólksbifreiðin reyndi að fara fram úr rútunni og rakst þá á bíl sem kom á móti. Báðir fólksbíl- arnir köstuðust á rútuna, sem fór við það út af veginum og kastaðist tugi metra niður bratta hlíð. Tíu farþegar létust samstundis en fjórir létust á leið á sjúkrahús. ■ Slasaður eftir bílveltu: Óbreytt ástand BÍLSLYS Maðurinn sem lenti í bíl- veltu á Holtavörðuheiði á föstu- dag liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis er líð- an mannsins óbreytt. Hann hafði farið í aðgerð á föstudags- kvöldið eftir að hafa hlotið al- varlega áverka. Líðan hans er eftir atvikum. Slysið átti sér stað skammt frá Miklagili. Auk mannsins voru tveir aðrir í bílnum, karl og kona. Flogið var með þau á slysadeild en meiðsl þeirra reyndust ekki eins alvarleg. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Finnst Samtök verslunar og þjónustu fara offari í umræðu sinni um tollkvóta á land- búnaðarvörum. FRÁ FALLUJAH Mikillar reiði gætir í garð bandaríska hers- ins eftir að átta lögreglumenn og einn jórdanskur gæsluliði voru drepnir í borg- inni á föstudag. COLIN POWELL Heimsækir Írak í fyrsta skipti eftir að Saddam Hussein, fyrrum forseta landsins, var steypt af stóli. Skólameistari MA: Vill hækkun grunnlauna NÁM Menntaskólinn á Akureyri var settur í 124. skipti í gær. Í ræðu nýs skólameistara, Jóns Más Héðinssonar, kom m.a. fram að mikilvægt væri að ríkið ynni að bættum aðbúnaði nemenda og starfsfólks. Vinna þyrfti að hækk- un grunnlauna svo hlutfall yfir- vinnu minnkaði enn frekar. Jón Már sagði að sótt hefði verið til menntamálaráðuneytisins um að breyta skólaárinu til samræmis við aðra framhaldsskóla. Í bréfi frá ráðuneytinu var ekki heimiluð fjárveiting fyrir breytingu á næsta skólaári. ■ GRUNAÐUR UM MORÐIÐ Á ÖNNU LINDH Lögregla birti í gær nýjar myndir af meintum morðingja Önnu Lindh og eru þetta fyrstu myndir sem birtar eru án þess að andliti mannsins sé breytt. Myndir af manni grunuðum um morðið á Önnu Lindh birtar í gær, þær fyrstu þar sem andlit hins grunaða er ekki hulið. Lögregla rannsakar hvort blóðblettir sem fundust á staðnum séu úr morðingjanum. „Okkur hef- ur ekki tekist að bera kennsl á manninn á myndinni, en ég held að við munum finna hann. 79,7%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.