Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 51
MÁNUDAGUR 15. september 2003 23
Vandræði Kelly Osbourne erunú á enda því hún hefur gert
nýjan plötusamning við Santury
Records. Stúlk-
an missti
samning sinn
við gamla
plötufyrir-
tæki föður
hennar, Ozzy,
og hætti sá
gamli í kjölfar-
ið hjá útgáf-
unni. Fjölmiðl-
ar voru margir
búnir að ákveða
að tónlistarferill
Kelly væri á
enda, en svo
virðist ekki vera.
Stúlkan er svo
búin að hljóðrita dúett með
pabba gamla.
Leikarinn Ethan Hawke reynirnú hvað hann getur til þess að
forðast það að
verða á vegi
bræðra eigin-
konu sinnar
Umu Thurman.
Þeir eru víst
ævareiðir út í
leikarann eftir
að hann viður-
kenndi að hafa
átt í ástarsam-
bandi við fyrirsætu á meðan
hann var við tökur á kvikmynd í
Kanada. Bræðurnir eru víst það
reiðir að þeir hafa látið hafa það
eftir sér í fjölmiðlum að þá langi
til þess að drepa hann. Hawke
hefur ekki viljað taka ábyrgð á
gjörðum sínum og segir eigin-
konu sína eiga jafnmikinn þátt í
því hvernig fór og hann.
Frægðarsól bresku sveitarinnarThe Cure virðist vera að rísa
á nýju. Að
minnsta kosti
seldist upp á að-
eins fjórum dög-
um á tónleika
sem útvarps-
stöðin KROQ í
Los Angeles
stendur fyrir í
50 þúsund
manna leik-
vangi. Þetta telst víst vera nýtt
met. Upphitunarsveitirnar eru
heldur ekki af verri endanum en
þær eru Hot Hot Heat, Interpol,
Kings of Leon, Jet og Duran
Duran.
Honum Rafael Lanizante fráArgentínu brá heldur í brún
þegar hann mætti á tannlækna-
stofuna með tannpínu. Ekki var
nóg með það að honum var mein-
að að fara í aðgerð heldur var
ástæðan frekar undarleg. Honum
var sem sagt tilkynnt að hann
hefði verið dáinn í meira en 20 ár.
Samkvæmt sjúkraskýrslu átti
hann að hafa látist árið 1980.
„Ég fékk áfall,“ sagði Rafael.
„Stúlkan sýndi mér meira að
segja dánarvottorðið mitt. Ég var
viss um að þetta væri grín þangað
til ég sá það. Eina útskýringin sem
mér dettur í hug er að árið 1979
var trukknum mínum stolið og í
honum voru skilríki mín. Kannski
fannst þjófurinn svo dauður ári
seinna með skilríkin mín?“
Lögreglan rannsakar nú hvern-
ig ruglingurinn getur hafa átt sér
stað.
„Það eina jákvæða við þetta
allt saman er að í öllum hama-
ganginum hef ég algjörlega
gleymt tannpínunni en mér er
sagt að ég fái ekki að fara í aðgerð
fyrr en búið sé að leysa málið og
þau átta sig á því að ég er
sprelllifandi.“ ■
■ ■ KVIKMYNDIR
Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800
Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900
Háskólabíó, s. 530 1919
Laugarásbíó, s. 553 2075
Regnboginn, s. 551 9000
Smárabíó, s. 564 0000
Sambíóin Keflavík, s. 421 1170
Sambíóin Akureyri, s. 461 4666
Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500
■ ■ FUNDIR
13.00 Ráðstefna um málefni þró-
unarlanda og þróunaraðstoð Íslands í
Hátíðarsal Háskóla Íslands. Markmið
ráðstefnunnar er að vekja athygli á þró-
unarsamvinnu Íslendinga og málefnum
þróunarlanda. Forseti Íslands hr. Ólafur
Ragnar Grímsson setur ráðstefnuna.
Sérstakur gestafyrirlesari verður Dr.
Jeffrey D. Sachs, sérlegur ráðgjafi Kofis
Annans. Ráðstefnan er öllum opin.
■ ■ SKEMMTUN
19.30 Í tilefni af útgáfu Ensku rós-
anna eftir Madonnu efnir Edda til út-
gáfupartís fyrir börn í Eymundsson
Austurstræti. Ekkert hefur verið gefið
upp um útlit og innihald bókarinnar en
þetta er fyrsta barnabók þessarar frægu
listakonu. Páll Óskar mun skemmta
gestum og afhjúpa bækurnar á slaginu
20:00. Boðið verður upp á hollar veit-
ingar og öll börn verða leyst út með
gjöfum. Veislunni lýkur 20.30 svo börnin
komist snemma í háttinn.
Skrýtnafréttin
Fréttiraf fólki
Meinað um tannvið-
gerð vegna dauða síns
HJÁ TANNSA
„Jæja, annað hvort ertu dauður eða þú ert
með eitthvað rotið fast á milli tannanna!“
hvað?hvar?hvenær?
12 13 14 15 16 17 18
SEPTEMBER
Mánudagur