Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 11
Í kjölfar fundaferðar sjávarút-vegsnefndar Alþingis um Suður-
land komu upp spurningar um
hver hefði tekið ákvörðun um ferð-
ina og skipulagt hana. Fyrir liggur
að formaður nefndarinnar er fjar-
verandi, líklega vegna veikinda.
Varaformaðurinn er í útlöndum og
segist ekki hafa skipulagt ferðina
eða haft afskipti af undirbúningi
hennar. Af þessu virðist ljóst að
einhver hefur tekið ákvörðun og
skipulagt þessa ferð, sem ekki er
til þess kjörinn að hafa afskipti af
störfum alþingismanna. Ætli þetta
sé einsdæmi?
Þegar ég var að vinna að bók-
inni Stjórnkerfi fiskveiða í nær-
mynd fór ég gegnum allt sem sagt
hefur verið og skrifað á Alþingi
um fiskveiðistjórnun frá upphafi.
Þar komu iðulega í ljós einkennileg
viðbrögð einstakra þingmanna og
einkennilegar tillögur sem síðar
voru samþykktar í atkvæða-
greiðslum. Þessar tillögur voru
iðulega andstæðar stjórnarskrá og
mannréttindum, en þjónuðu hags-
munum þröngs hóps útvegsmanna
til að ná yfirráðum yfir helstu auð-
lind þjóðarinnar, fiskimiðunum.
Stjórnarfrumvarpi kollvarpað
í meðförum þingsins
Eitt dæmi er um að þingmenn
lutu greinilega stjórn einhvers
annars en sannfæringar sinnar eða
forystu stjórnmálaflokka sinna.
Atvik þetta gerðist í ársbyrjun
1994, er þingið tók til meðferðar
frumvarp ríkisstjórnarinnar til
breytinga á lögum um fiskveiði-
stjórnun.
Þegar frumvarp ríkisstjórnar
er lagt fyrir Alþingi hefur það ver-
ið samþykkt í þingflokkum stjórn-
arinnar og þingmenn því búnir að
taka afstöðu til breytinganna sem
áformaðar eru í frumvarpinu. Það
vakti því sérstaka athygli mína að
mikilvægu grundvallaratriði
frumvarpsins, sem varðaði mikinn
meirihluta hagsmunaaðila, skyldi
bókstaflega hent út úr frumvarp-
inu í meðförum þingsins.
Þann 14. desember 1993 er á
þingskjali 360 lagt fram frumvarp
ríkisstjórnarinnar, samþykkt af
þingflokkum hennar, til breytinga
á lögum um stjórn fiskveiða, þar
sem í 7. gr. er gert ráð fyrir að
heimilað verði að úthluta aflaheim-
ildum til fiskvinnslustöðva. Við
upphaf fiskveiðistjórnunar árið
1986 var beinn hlutur útgerðar úr
verðmætum útfluttra sjávaraf-
urða um 23% af heildarverðmæt-
inu. Hlutdeild byggðarlaganna var
um 77%. Í ljósi þessa var afar eðli-
legt að fiskvinnslustöðvum væri
úthlutað aflaheimildum.
Hverjir sneru sannfæringu
þingmanna?
Af niðurstöðum þeirra breyt-
inga sem urðu á frumvarpinu í
meðförum þingsins er augljóst að
það var þröngur hópur útgerðar-
manna, sem lýtur forystu LÍÚ,
sem hlaut umtalsverðan vegsauka
í niðurstöðunum sem urðu að lög-
um. Þingmenn létu því greinilega
23% hagsmunaaðila kúga sig til að
sniðganga hagsmuni 77% hags-
munaaðilanna. Framhjá þessari
skráðu niðurstöðu verður ekki
komist. Henni verður ekki breytt
svona löngu síðar.
Í Fréttablaðinu fimmtudaginn
11. september spyr Friðrik Arn-
grímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ,
hvort tími loddarana sé liðinn? Ég
tek undir þessa spurningu en vek
athygli á því að það hafa ævinlega
verið starfshættir loddara að ota
sínum hagsmunum áfram á eintali
við ístöðulitla stjórnendur og fjar-
ri almennri umræðu. Saga fisk-
veiðistjórnunar er þakin vegvísum
um þessi vinnubrögð, því miður. ■
Umræða
GUÐBJÖRN JÓNSSON RÁÐGJAFI
■ skrifar um ákvarðanir þingmanna
hvað varðar fiskveiðistjórn.
■ Bréf til blaðsins
11MÁNUDAGUR 15. september 2003
Um öfugsnú-
ið jafnrétti
Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur skrifar:
Í Fréttablaðinu 4. september sl.er birt frétt á forsíðu undir fyr-
irsögninni „Öfugsnúið jafnrétti“.
Þar segir að ef „velja ætti á milli
tveggja jafnhæfra umsækjenda
um starf hjá Skattstjóranum á
Ísafirði yrði konan fyrir valinu þó
svo allir starfsmenn embættisins
séu kvenkyns.“ Ekki kemur fram
rökstuðningur fyrir þessari full-
yrðinu, einungis sagt að svona séu
lögin. En sem betur fer eru lífið
og lögin ekki svona öfugsnúin.
Það er vissulega rétt að ef fjár-
málaráðherra stæði frammi fyrir
því að ráða nýjan skattstjóra á
Ísafirð og tveir jafnhæfir um-
sækjendur yrðu um þá stöðu bæri
honum að ráða konuna. Ástæða
þessa er sú að ef marka má frétt-
ina er skattstjórinn á Ísafirði eina
konan sem gegnir embætti skatt-
stjóra, hinir 8 eru karlar. Og ef
marka má fréttina er skattstjór-
inn á Ísafirði eina konan sem stýr-
ir stofnun sem heyrir undir fjár-
málaráðuneytið. Samkvæmt upp-
lýsingum á heimasíðu fjármála-
ráðuneytisins eru alls 22 stofnanir
sem heyra undir það ráðuneyti.
Þar er því verk að vinna.
Skattstjórinn á Ísafirði ræður
starfsmenn þess embættis. Af of-
angreindri frétt verður ekki ráðið
hvernig skipting starfa er þar, t.d.
hve margir gegna sérfræðistörf-
um og hve margir almennum
skrifstofustörfum. Við ráðningu í
störf hjá embættinu ber forstöðu-
manninum að horfa til kynjahlut-
falls í viðkomandi starfsgrein hjá
embætti sínu, standi val hans
milli tveggja jafnhæfra umsækj-
enda af gagnstæðu kyni. Af frétt
Fréttablaðsins er ljóst að þar hall-
ar á karla og bæri því í slíku til-
viki að velja karl.
Við Íslendingar búum við eina
bestu löggjöf um jafnrétti kven-
na og karla í heiminum. Til lög-
gjafar okkar er horft í mörgum
þeim ríkjum Evrópu sem nú
vinna að því að styrkja og þróa
lýðræði í sínu landi eftir margra
ára kúgun. Á þessu sviði sem
öðru er mikilvægt að rétt sé rétt.
Löggjöf okkar um jafnrétti kynja
er langt því frá öfugsnúin. Mark-
mið hennar er að tryggja jöfn
áhrif kvenna og karla, m.a. með
því að jafna stöðu kynjanna á
vinnumarkaði og stuðla að því að
störf flokkist ekki í sérstök kven-
na- eða karlastörf. Á atvinnurek-
endum hvílir þessi mikilvæga
skylda sem enn er brýn, ef marka
má umrædda frétt. ■
Hverjir stjórna ákvörð-
unum þingmanna?