Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 6
6 15. september 2003 MÁNUDAGUR
■ Innlent
■ Dómsmál
Veistusvarið?
1Hann hefur hlotið fimm kærur í fimmlöndum vegna brota á mannréttind-
um. Maðurinn dvaldi hér fyrir nokkrum
dögum Hver er þetta?
2Hver mun leika aðalhlutverkið í kvik-myndinni Dís?
3Íslenska kvennalandsliðið í fótboltavann stærsta sigur Íslands frá upphafi
þegar stúlkurnar léku við Pólverja. Hver
voru úrslitin?
Svörin eru á bls. 26
Utanríkisráðherra Noregs vill ekki stól framkvæmdastjóra NATO:
Segir hollenskan starfsbróður heppilegri
OSLÓ, AP Kristin Krohn Devold, ut-
anríkisráðherra Noregs, telur
æskilegt að Jaap de Hoop, utan-
ríkisráðherra Hollands, verði
næsti framkvæmdastjóri Atl-
antshafsbandalagsins, NATO.
Sjálf hefur Devold verið nefnd
sem hugsanlegur arftaki Robert-
sons lávarðar, sem lætur af emb-
ætti í árslok eftir að hafa gegnt
embætti framkvæmdastjóra í
fjögur ár. Devold segist alls ekki
munu taka að sér embættið.
„Ég tel æskilegt að næsti
framkvæmdastjóri NATO komi
frá Hollandi, sem er mikilvæg-
asti bandamaður Noregs í
NATO,“ sagði Devold.
Frá stofnun NATO hafa Evr-
ópuþjóðir alltaf átt fram-
kvæmdastjóra samtakanna. John
Manley, fjármálaráðherra
Kanada og fyrrum utanríkisráð-
herra, hefur einnig verið nefndur
til sögunnar en Jaap de Hoop er
talinn heppilegri til að viðhalda
góðum tenglsum Bandaríkjanna
og Evrópuþjóðanna 17 sem aðild
eiga að NATO. ■
BANDALAG Þrátt fyrir að ógnar-
ástandið í Ísrael og Palestínu hafi
orðið til að binda snöggan enda á
heimsókn Ariels Sharons til Ind-
lands, fyrstu opinberu heimsókn
ísraelsks forsætisráðherra þang-
að, fjölgar þeim sem telja að ríkin
tvö séu, ásamt Bandaríkjunum, að
mynda bandalag í varnar- og hern-
aðarmálum.
Slíkt bandalag er til þess fallið
að valda Pakistönum áhyggjum.
Deilur þeirra við Indverja hafa oft
þokað þeim fram á barm styrjaldar
og reyndar hafa þrjú stríð brotist út
milli ríkjanna tveggja síðan þau
fengu sjálfstæði frá Bretum.
Pakistanar hafa talið kjarnorku-
vopnaeign vera sína sterkustu vörn
til að koma í veg fyrir hugsanlega
innrás Indverja, sem saka þá fyrr-
nefndu um að styðja við bakið á
hryðjuverkahreyfingum sem beiti
sér gegn Indverjum, hvort tveggja
í Kasmír og Indlandi sjálfu.
Verði bandalag Indlands, Ísraels
og Bandaríkjanna til þess að Ind-
verjar komi sér upp vörnum gegn
kjarnorkuárás getur það grafið
undan fælingarmætti kjarnorku-
vopna Pakistana. „Við þolum eina
sprengju eða tvær, jafnvel fleiri.
En þegar við svörum verður Pakist-
an ekki lengur til,“ sagði George
Fernandes, varnarmálaráðherra
Indlands, síðasta vor þegar jaðraði
við stríð á milli ríkjanna. Richard
Foster, sérfræðingur í málefnum
Asíu við varnarmálastofnunina
Center for Security Policy í Was-
hington, sagði í samtali við breska
útvarpið BBC á dögunum að
Bandaríkin, Ísrael og Indland ættu
ýmislegt sameiginlegt.
„Ríkin þrjú deila miklum og
viðvarandi áhuga á að finna rætur
og orsakir hryðjuverka.“
Þeim er einnig umhugað um að
stöðva útbreiðslu gjöreyðingar-
vopna og flugskeyta sem geta bor-
ið þau. Í frétt BBC er einnig fjall-
að um hvernig Bandaríkjastjórn
hefur brugðist við beiðnum Ísra-
ela um að selja háþróaðan vopna-
búnað, byggðan á bandarískri
tækni, til Indlands. ■
SKILORÐSBUNDINN DÓMUR
FYRIR ÞJÓFNAÐ Rúmlega tvítug-
ur piltur á Akureyri, sem játaði
að hafa á einni viku í fyrravor
stolið 88 þúsund krónum úr
versluninni Holunni, hefur verið
dæmdur í 40 daga skilorðsbund-
ið fangelsi. Pilturinn er fyrrum
starfsmaður verslunarinnar.
Hann hefur áður hlotið dóma
vegna fíkniefna.
NÁLGUNARBANNI HAFNAÐ Í
HÆSTARÉTTI Hæstiréttur hefur
hafnað kröfu lögreglustjórans á
Húsavík um nálgunarbann á
hendur barnsföður konu einnar
sem búsett er á Húsavík. Í
dómnum kemur fram að ekki
þótti talið sannað að konunni
stafaði hætta af manninum.
VR VILL KONU Í FORYSTUSVEIT
ASÍ Stjórn Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur vill efla hlut
kvenna í forystusveit Alþýðusam-
bands Íslands. Þess vegna hefur
stjórn VR skorað á Ingibjörgu R.
Guðmundsdóttur, formann Lands-
sambands íslenskra verslunar-
manna, að bjóða sig fram til
varaforseta ASÍ. Kosið verður á
ársfundi sambandsins seinni
hluta október.
Ertu me› fjármálin í hendi flér? N†TT
Á NET
INU
SÁR Á NEFINU
Mark McGowan,
37 ára náms-
maður í London,
velti hnetu þvert
yfir miðborg
London til að
vekja athygli á
óréttlátu endur-
greiðslukerfi
námslána.
Mótmælti endurgreiðslu
námslána:
Velti hnetu
með nefinu
LONDON, AP „Ég er aumur í nefinu
en vonandi hef ég nú greitt upp
skuld mína,“ sagði Mark McGow-
an, 37 ára Breti, þegar hann hafði
lokið athyglisverðum mótmælum
sínum við endurgreiðslukerfi
námslána.
McGowan skreið á fjórum fót-
um og velti hnetu með nefinu, yfir
þvera miðborg London, samtals
11,2 kílómetra leið. Ferðin tók 11
daga og lauk henni á tröppunum í
Downings-stræti 10, hjá Tony
Blair forsætisráðherra.
Með uppátækinu vildi McGow-
an vekja athygli á endurgreiðslu-
kerfi námslána, sem hann telur
óréttlátt. Hann afhenti starfs-
manni Blairs hnetuna ásamt bréfi
þar sem hnetan er boðin sem
greiðsla fyrir 15.000 sterl-
ingspunda námslán McGowans.
Hann hafði þó ekki erindi sem erf-
iði því starfsmaður Blairs sagði
ráðuneytið ekki ætla að blanda
sér í fjármál McGowans. ■
VERÐANDI STJÓRI NATO
Jaap de Hoop, utanríkisráðherra Hollands (t.v.) er sagður arftaki Robertson lávarðar, sem
lætur af embætti framkvæmdastjóra NATO um áramót.
Móta nýtt bandalag
Aukin samskipti Ísraela og Indverja og stuðningur Bandaríkjanna við þau valda Pakistönum áhyggj-
um. Þeir telja samstarfið geta grafið undan stöðu þeirra gagnvart óvinveittum nágrannanum.
FORSÆTISRÁÐHERRAR TVEGGJA KJARNORKUVELDA
Ariel Sharon og Atal Bihari Vajpayee, forsætisráðherrar Ísraels og Indlands, undirrituðu samninga á sviði umhverfismála og baráttunnar gegn fíkniefnum auk þess sem þeir ræddu
hvernig taka ætti á hryðjuverkastarfsemi og um stöðuna í Mið-Austurlöndum.