Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 43
15MÁNUDAGUR 15. september 2003
Notu› atvinnutæki
og fólksbílar
Smelltu flér á sölutorgi›!
Á vef Glitnis er a› finna til sölu: Nota›a fólksbíla og
atvinnutæki s.s. atvinnubifrei›ar, vinnuvélar,
i›na›arvélar, skrifstofu- og tölvubúna›.
fiar eru ítarlegar uppl‡singar og myndir, auk fless sem
hægt er a› reikna út grei›slubyr›i lána og senda tilbo›.
Kíktu á www.glitnir.is og sko›a›u frambo›i›!
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
– h lut i a f Í s landsbanka
K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0
Fyrsti nýi Mitsubishi Lancer-bíllinn í sjö ár var frumsýndur
á dögunum.
Mitsubishi-bílarnir hafa verið
þekktir fyrir ríkulegan staðalbún-
að og er Lancer-bíllinn engin und-
antekning á því. Meðal búnaðar
má nefna ABS-hemlakerfi með
hemlunarátaksdreifingu, sex ör-
yggisloftpúða, álfelgur, loftkæl-
ingu, rafdrifna og upphitaða
útispegla, þokuluktir í framstuð-
urum, upphituð framsæti, raf-
drifnar rúður að framan og aftan
og útvarp með geislaspilara.
Nýi Lancer-bílinn kemur í
tveimur útgáfum, sem fjögurra
dyra stallbakur og fimm dyra
skutbíll. Hann er framleiddur
með þremur gerðum bensínvéla
en einungis tvær þær öflugustu
verða boðnar hér á landi, 1,6 lítra
fyrir báða bílana auk þess sem
skutbíllinn er fáanlegur í sport-
útgáfu og er þá með 2,0 lítra vél.
Báðir bílarnir eru fáanlegir
beinskiptir eða með fjögurra
þrepa sjálfskiptingu með bein-
skiptimöguleika. Nýi Lancerinn
kostar frá 1.895.000 kr og skutbíll-
inn er frá 1.996.000 kr.
Bílar í Svíþjóð:
20% meira
koldíoxíð
Bílar í Svíþjóð gefa frá sér 20prósent meira af koldíoxíði en
bílar í öðrum Evrópusambands-
löndum. Þetta kemur fram í niður-
stöðum árlegrar skýrslu ESB um
koldíoxíðútlosun í löndum sam-
bandsins.
Helsta skýringin er sú að
sænskir bíleigendur velja að eiga
stóra og þunga fólksbíla. Þetta val
hefur bein áhrif á eldsneyt-
iseyðslu og um leið útlosun á
koldíoxíði.
Þjóðverjar eru í öðru sæti hvað
varðar útlosun koldíoxíðs í bílum
og Finnar í því þriðja. ■
LITADÝRÐ
Stór og mikil bílasýning hefur undanfarið
staðið yfir í Frankfurt í Þýskalandi og kenn-
ir þar ýmissa grasa. Hér skoðar Andrea
Ludwig litaúrvalið fyrir Opel-bíla og eins og
sjá má er litadýrðin mikil.
Nýr Subaru Legacy verður frum-sýndur um mánaðamótin októ-
ber/nóvember hjá Ingvari Helga-
syni.
Að sögn Sigþórs Bragasonar,
sölustjóra nýrra bíla, er um gjör-
breyttan bíl að ræða: „Boddíið er
nýtt og vélarnar eru breyttar.
Eyðslan dettur líka heilan helling
niður en samt hafa þeir fleiri hest-
öfl og meira þol. Síðan eyðir sjálf-
skiptingin minna en á beinskiptum
bíl en það hefur hingað til verið þó
nokkuð mikið á hina hliðina.“
Sigþór segir að spenningurinn
fyrir Legacy sé mikill enda aki
fjöldi fólks hér á landi um á þessari
bíltegund. ■
Nýr Mitsubishi Lancer:
Sá fyrsti í sjö ár
LANCER
Mitsubishi-bílarnir hafa ver-
ið þekktir fyrir ríkulegan
staðalbúnað.
LEGACY
Nýr Subaru Legacy Outback
til sýnis á bílasýningu
í Frankfurt. Legacy-bílarnir
koma hingað til lands
um mánaðamótin
október/nóvember.
Nýr Subaru Legacy:
Sjálfskiptingin eyðir minna
AP
/M
YN
D
SKRÝTINN HÖFUÐBÚNAÐUR
Þessi nýtísku höfuðbúnaður fyrir Volvo S
40-bílana var kynntur á bílasýningunni.
Búnaðurinn er notaður til að spjalla við
aðra ökumenn á Netinu.
AP
/M
YN
D
AP
/M
YN
D
AP
/M
YN
D
GLÆSIKERRA
Þessi glæsikerra af gerðinni Chrysler Cross-
fire tók sig vel út á sýningunni.