Fréttablaðið - 15.09.2003, Blaðsíða 17
Ástórsýningunni Húsgögn oghönnun sem haldin var í
fjórða skiptið í Perlunni nú um
helgina mátti sjá bæði íslenska
hönnun og erlenda. „Til að byrja
með var sýningin aðallega fyrir
fyrirtæki en hún hefur þróast
og orðið meira fyrir almenning
á síðari árum,“ sagði Böðvar
Jónsson, verkefnisstjóri sýn-
ingarinnar. „Við erum meðal
annars að upphefja íslenska
hönnun og vekja athygli á
henni. Húsgögn eftir íslenska
hönnuði er að finna í mörgum
verslunum, en fólk veit kannski
ekki af því.“
Margar spennandi hugmynd-
ir voru frumsýndar á sýning-
unni. Þar á meðal voru framúr-
stefnuhugmyndir að hönnun frá
nemendum í Listaháskóla Ís-
lands. Þar fyrir utan mátti sjá
húsgögn eftir gamalreynda
hönnuði.
Þátttakendur á sýningunni
voru: Nemendur við Listahá-
skóla Íslands, Lumex, Kaj Pind,
InnX, Desform, Bólstrarinn,
Sýrusson, Fastland, Sólóhús-
gögn, Lystadún Marco, Hús og
Híbýli, Bang & Olufsen, GÁ
Húsgögn og Öndvegi. Margir
hafa verið með frá upphafi en
fjölmargir nýir bættust í hóp-
inn í ár. ■
fast/eignirMÁNUDAGUR 15. september 2003
Færðu réttan stuðning?
Bylting í svefnlausnum
Tölvustýrður botn sem
tryggir hámarksstuðning
og þægindi.
Frumsýnd á syningunni
Husgögn & hönnun
í Perlunni, 12. - 14. september n.k.
3
Hönnun í Perlunni/
Íslensk hönnun
upphafin
FLOTTUR STÓLL
Hann fæst í Kósí. Grindin er ítölsk en stóll-
inn er framleiddur hér á landi.
NÁTTÚRULEG HÖNNUN
Stólarnir eru með áklæði með ljósprentuðum myndum úr íslenskri nátt-
úru. Hönnuður þeirra er Reynir Sýrusson. „Ég hef meðal annars verið að
gera stóla með þessum myndum. Enn sem komið er fást þeir bara hjá
mér en ég er að vinna að því að koma mér á framfæri,“ segir Reynir,
sem var í námi í Danmörku og bjó þar í fjögur ár.
SÓFABORÐ
Er úr kirsuberjavið. Hönnuður þeirra er
Reynir Sýrusson.
SÓFI FYRIR ALLA
Dönsk framleiðsla frá Bo Konsept sem fæst
í versluninni INNX. „Hægt er að púsla hon-
um saman í allar stærðir og við eigum fjöl-
mörg áklæði á hann,“ segir Arnheiður Vala
Magnúsdóttir hjá INNX.
KLASSÍSK HÖNNUN
Stóllinn var hannaður af finnska hönnuðinum Yrjö Kukkapuro
árið 1964. Hann fæst í GÁ Húsgögn.
Foreldrar -
Stöndum saman
Leyfum ekki eftirlitslaus
unglingapartý.