Fréttablaðið - 19.09.2003, Síða 1

Fréttablaðið - 19.09.2003, Síða 1
endurnýjun í bílaflotanum Ólafur Ragnar: ▲ SÍÐA 38 Forsetinn þarf nýjan Cadillac MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FÖSTUDAGUR DNA-NIÐURSTÖÐUR KOMNAR Sænsk lögregla hefur fengið í hendur niður- stöður DNA- prófs sem gæti varpað ljósi á það hvort 35 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu, er sek- ur um morðið á Önnu Lindh utanríkisráð- herra. Sjá síðu 2. Í FORMANNSKJÖR HEFÐI HÚN KOMIST Á ÞING Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að það hefði hugsanlega breytt afstöðu sinni til formannskjörs ef hún hefði náð kjöri inn á þing. Þetta sagði hún á fundi með stjórnmálafræðinemum í gær. Sjá síðu 2. BISKUP UM AÐSKILNAÐ Biskup Ís- lands telur að enn vilji meirihluti þjóðarinnar tryggja sess íslensku þjóðkirkjunnar. Hann segir að staða þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá feli ekki aðeins í sér skuldbindingu frá ríki heldur einnig frá kirkjunni. Sjá síðu 6. BERST VIÐ VILLIKETTI Meindýraeyðir Ísafjarðarbæjar berst við villikattaplágu í fjölbýlishúsi. Skaut 25 ketti á lóðinni. Býður bætur vegna riffilskots sem fór í gegnum hurð. Sjá síðu 8. LANDSFUNDUR UVG Landsfundur Ungra vinstri grænna hefst klukkan 20.30 í kvöld með kynnisferð um Alþingishúsið. Formleg fundarstörf hefjast á morgun á Hótel Loftleiðum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VINDGANGUR Leiðindavindur verður á landinu þó ekki verði hann að stormi. Hlýnar að nýju. Gæti dropað seinnipartinn í borginni. Sjá síðu 6. ● hvað segja börnin? Foreldrasamstarf lykilatriði börn o.fl. Unnur Jónsdóttir: ▲ SÍÐA 26 þitt eintak v iku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu birta 19. SEPTEMBER TIL 25. SEPTEMBER 2003 ÚTBRE IDDASTA T ÍMARIT LANDSINS – 93 .000 E INTÖK NR . 28 Jón Gnarrí nýju hlutverki 7dagskrásjónvarpsinsnæstudaga Með lífið í lúkunum Hvað segja vinirnir um makann Tískan næsta sumar svindl ● lófalestur Jón Gnarr: ▲ fylgir Fréttablaðinu dag Hjartnæmt hlutverk birta Uppstokkun eigna í íslensku viðskiptalífi VIÐSKIPTI Landsbankinn, undir for- ystu Björgólfs Guðmundssonar, hefur náð fullum yfirráðum yfir Eimskipafélaginu. Samhliða því tryggir Íslandsbanki sér Fjárfest- ingarfélagið Straum. Gríðarleg eignauppstokkun varð í gær þeg- ar Íslandsbanki og Landsbanki náðu samkomulagi um skiptingu eigna sinna í Straumi og Eim- skipafélaginu. Þar með náðist lending í kapphlaupi sem hófst með kaupum Samsonar og Lands- bankans í Straumi. Samkomulagið lá fyrir í gærmorgun en unnið var að samningi í allan gærdag. Við- skipti félaga tengdra viðskiptun- um lágu niðri í allan gærdag. Í hlut Lands- bankans kemur Eimskipafélagið og dótturfélögin Brim og Burðarás. Ákveðnar eignir Burðaráss koma í hlut Íslandsbanka. Bréf í bankanum sjálfum og í Sjóvá- Almennum falla Í s l a n d s b a n k a - megin og einnig yfirráð yfir Flug- leiðum. Sú ráð- stöfun kom nokkuð á óvart, þar sem talið var að Flugleiðir væru eign sem nýir aðilar ásældust. Samkvæmt heimildum var slíkt ekki uppi á teningnum og áhugi Björgólfs og Landsbankans beindist frá upphafi að því að taka á rekstri þeirra félaga sem þeir nú ráða. Hálfgert ógnarjafnvægi réði ríkjum í Straumi eftir að fylking- arnar höfðu tryggt sér um 37% í félaginu hvor um sig. Leiðirnar sem voru færar voru annað hvort að vinna saman eða skipta eignun- um. Seinni leiðin var farin í gær og virðist hvor fylking um sig vera nokkuð sátt við niðurstöðuna. Íslandsbanki stefnir að því að gera Sjóvá-Almennar að dótturfé- lagi sínu. Sérfræðingar segja að túlka megi niðurstöðuna sem varn- arsigur Íslandsbanka miðað við stöðuna eins og hún var við upphaf átaka um Straum. Á hinn bóginn hafi Björgólfi Guðmundssyni tek- ist að rjúfa gróin eignatengsl í ís- lensku athafnalífi sem hann boð- aði. Niðurstaðan sé eins konar stórmeistarajafntefli í flókinni skák. Hugsanlegt er að fleiri leikir verði leiknir á næstu dögum og ekki útilokað að frekari átök verði á milli bankanna. Vilji Lands- bankamanna er að taka til í rekstri Eimskipafélagsins og auka arð- semina. haflidi@frettabladid.is Sjá nánar bls. 4 19. september 2003 – 226. tölublað – 3. árgangur matur o.fl. ● til hnífs og skeiðar ● vín vikunnar Bjarni Gunnar Kristinsson: ▲ SÍÐUR 24 og 25 Kjöt af nýslátruðu BANDARÍKIN Tugir þúsunda yfirgáfu heimili sín í Norður-Karólínu og Virginíu þegar fellibylurinn Isabel gekk yfir austurströnd Bandaríkj- anna í gær. Neyðarástandi var lýst yfir víðast hvar í ríkjunum tveim- ur og fólk hvatt til þess að halda sig innandyra. Fyrirtækjum, skólum og skrifstofum hins opin- bera var lokað auk þess sem almenningssamgöngur lágu niðri. Vindhraði fellibylsins mældist allt að 44 metrar á sekúndu þegar hann gekk á land í Norður-Karólínu seinnipartinn í gær. Rafmagn fór af þúsundum heimila og vatn flæddi um götur. Veðurfræðingar gera ráð fyrir því að fellibylurinn muni fara yfir höfuðborgina Washington og Penn- sylvaníu um helgina og fjara loks út yfir Kanada á sunnudaginn. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur þegar yfirgefið Hvíta húsið og leit- að skjóls í Camp David í Maryland. Flugleiðir aflýstu síðdegisflugi til Baltimore í gær og næturflugi þaðan til Íslands vegna veður- ofsans. Flogið var samkvæmt áætl- un til Minneapolis og Boston. ■ Fellibylurinn Isabel fer yfir austurströnd Bandaríkjanna: Neyðarástand í Virginíu og Norður-Karólínu ISABEL GERIR USLA Á AUSTURSTRÖNDINNI Chris Scarborough, 23 ára gamall íbúi í Kitty Hawk í Norður-Karolínu, skoðar bíl sem fór á hliðina þegar fellibylurinn Isabel gekk yfir svæðið. Hrifsaði peninga og hljóp á brott: Bankarán í Íslandsbanka BANKARÁN Bankarán var framið í útibúi Íslandsbanka að Lóuhólum 2-6 í Breiðholti. Tilkynning um atburðinn barst lögreglu rétt fyr- ir klukkan þrjú og var strax haf- in leit að ræningjanum. Var hann vopnaður eggvopni en ekki lá fyrir hversu miklum fjármunum ræningjanum tókst að hafa á brott með sér. Engan sakaði en svo virðist sem að ræninginn hafi stokkið yfir borð gjaldkera, hrifsað peninga úr skúffu og hlaupið á brott. Fjölmennt lög- reglulið leitar mannsins, meðal annars með hjálp leitarhunda. Að sögn lögreglu er málið í rann- sókn. ■ AP /M YN D Landsbankinn og Íslandsbanki náðu samkomulagi um eignir Straums og Eimskipafélagsins. Björgólfur Guðmundsson og Landsbankinn ráða Eimskipafélaginu. Íslandsbanki ræður Flugleiðum og Sjóvá-Almennum. Nýtt landslag blasir við í íslensku viðskiptalífi. SKIPTING EIGNA: Íslandsbanki: Sjóvá-Almennar Straumur Flugleiðir Landsbankinn: Eimskip Brim Burðarás Marel SH Steinhólar ÍSLANDSBANKI Í LÓUHÓLUM Ræningi réðst inn í bankann laust fyrir klukkan þrjú og hafði á brott fjármuni. Hans er enn leitað.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.