Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 2
2 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR
„Það er kynlíf sem setur allt á
annan endann, magann upp í háls
og skynsemina á ís.“
JPV-útgáfa hefur gefið út bókina Súpersex – krass-
andi kynlíf. Jóhann Páll Valdimarsson er fram-
kvæmdastjóri JPV.
Spurningdagsins
Jóhann Páll, hvað er krassandi kynlíf?
MOSKVA Óvissa ríkir um framtíð
Kyoto-bókunarinnar eftir að
Vladimír Pútín, forseti Rússlands,
lýsti því yfir að Rússar þyrftu
lengri frest til að taka afstöðu til
samningsins. Við setningu alþjóð-
legrar ráðstefnu um loftslags-
breytingar í Moskvu sagði Pútín
að rússnesk yfirvöld stefndu að
því að undirrita bókunina en gaf
ekkert upp um það hvenær endan-
leg ákvörðun yrði tekin.
Markmið Kyoto-bókunarinnar
er að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Til þess að samning-
urinn öðlist fullt gildi verða iðn-
ríki sem voru ábyrg fyrir að
minnsta kosti 55% af heildarút-
streymi koltvíoxíðs í heiminum
árið 1990 að staðfesta hann. Þar
sem Bandaríkin hafa hafnað
samningnum veltur framtíð hans
nú á samþykki Rússa.
„Það stóðu vonir til þess að
Pútín myndi koma með ákveðnari
yfirlýsingar um tímasetningar,“
segir Halldór Þorgeirsson, skrif-
stofustjóri hjá umhverfisráðu-
neytinu. Hann ítrekar þó að ekkert
bendi til þess að stefnubreyting
hafi orðið hjá rússneskum yfir-
völdum. „Pútín sagði að það þyrfti
að gera fleiri athugasemdir en það
væri eftir sem áður ætlun þeirra
að staðfesta samninginn.“ Halldór
segir að vonir hafi verið bundnar
við það að Rússar undirrituðu
samninginn á fyrri hluta næsta
árs. „Það er ekkert útilokað að það
standist en það er auðvitað enn
óvíst.“
Ýmsar getgátur eru uppi um
hvaða ástæður liggi að baki tregðu
Rússa. Á undanförnum árum hefur
orðið verulegur samdráttur í iðn-
aði í Rússlandi og losun gróður-
húsalofttegunda þar af leiðandi
minnkað. Samkvæmt Kyoto-bók-
uninni eiga Rússar því losunar-
heimildir sem þeir geta selt til ann-
arra iðnríkja. Mörg þeirra ríkja
sem eiga aðild að samningnum
hafa átt í erfiðleikum með að upp-
fylla skilyrði samningsins og má
því búast við því að töluverð eftir-
spurn verði eftir umframkvóta
Rússa. „Rússar eru komnir í al-
gjöra lykilstöðu og framtíð bókun-
arinnar veltur á þeirra ákvörðun.
Margir líta svo á að þeir séu að
reyna að þrýsta enn frekar á það
að gerðir verði samningar um
verslun með losunarheimildir.“
brynhildur@frettabladid.is
KÁRAHNJÚKAR „Brunavarnir á
Kárahnjúkum eru á réttri leið,“
sagði Björn Karlsson brunamála-
stjóri. Ástand brunavarna í
vinnubúðum Impregilo hefur
þótt dapurt um hríð en nú hefur
verið gerð bragarbót þar á.
„Það er óhætt að segja að
ástand brunavarna á svæðinu er
annað og betra en það var hér
áður og talsverður árangur náðst.
Á fundi mínum nýlega með
Landsvirkjun og stjórn bruna-
varna á Héraði var ákveðið að
Landsvirkjun styrkti brunavarn-
ir á Héraði með fjárhagsstuðn-
ingi og mun það hafa mikil áhrif
til hins betra.“
Á Kárahnjúkasvæðinu er einn
slökkvibíll en hann er þó ekki til-
búinn til notkunar. Slökkviliðið á
Egilsstöðum sinnir útköllum frá
Kárahnjúkum á meðan en tvo
tíma tekur að keyra þessa leið.
„Það er mikil bót í máli að
núna er verið að ljúka uppsetn-
ingu á viðvörunarkerfum í svefn-
skálum starfsmanna Impregilo,“
sagði Baldur Pálsson, yfirmaður
brunavarna á Héraði. „Það hefur
allt að segja að starfsmenn fái að-
vörun ef eitthvað kemur fyrir.
Þessir menn vinna erfiða vakta-
vinnu og það er gríðarlega mikil-
vægt að slíkt kerfi sé komið
upp.“ ■
FRÁ EGILSSTÖÐUM
Atvinnulífið nýtur góðs af stórframkvæmd-
um Impregilo við Kárahnjúka.
Talsvert um vanskil hjá
Impregilo:
Skulda 30
milljónir
ATVINNUMÁL Samkvæmt upplýs-
ingum frá Samtökum verslunar-
innar hefur það færst í vöxt að
dráttur sé á að verktakafyrirtæk-
ið Impregilo greiði íslenskum fyr-
irtækjum fyrir keypta þjónustu
eða vörur. Um 30 milljón króna
vanskil er að ræða og ná þau til
upphafs framkvæmdanna í vor.
Héraðsverk á Egilsstöðum er eitt
þessara fyrirtækja.
„Það er rétt að Impregilo er á
eftir með greiðslur til okkar í
Héraðsprenti, en upphæðin er
ekki stór og við gerum ekkert mál
úr því,“ sagði Þráinn Skarphéðins-
son framkvæmdastjóri. Héraðs-
prent hefur unnið talsvert fyrir
ítalska verktakann og vonast Þrá-
inn til að viðskipti við Ítalina muni
aukast þegar fram líða stundir
þrátt fyrir skuld þeirra við prent-
smiðjuna.
„Mér finnst allt of mikið af nei-
kvæðu umtali um Impregilo. Í
allri umræðunni á það til að
gleymast hversu stórt þetta verk-
efni er og það er enginn efi í mín-
um huga að flest fyrirtækin hér á
svæðinu eru að bæta talsvert við
sín viðskipti frá því sem áður var.
Almennt má segja að bjartara sé
yfir Austfirðingum en verið hefur
og það er afleiðing þessara virkj-
unarframkvæmda.“ ■
Fundur Impregilo og
Samráðsnefndar:
Lokatilraun
til samkomu-
lags
ATVINNUMÁL „Við munum funda
með forsvarsmönnum Impregilo í
dag og það verður lokatilraun til
að hamra fram samkomulag,“
sagði Þorbjörn Guðmundsson,
talsmaður Samráðsnefndar
verkalýðsfélaganna. Fundur þess-
ara sömu aðila stóð fram á kvöld í
gærkvöldi og voru aðilar sam-
mála um að reyna til þrautar í
kvöld að komast að samkomulagi.
„Við fundum fyrir áhuga hjá
Impregilo á að loka þessu máli og
þess vegna náðist ákveðinn árang-
ur í samkomulagsátt. Það er kom-
inn tími til að útkljá þessar deilur
og koma á varanlegum friði.“ ■
Þrjár unglingsstúlkur:
Skipulögðu
sjálfsmorðs-
árásir
MAROKKÓ, AP Þrjár marokkóskar
unglingsstúlkur eru sakaðar um
að hafa lagt á ráðin um árásir á
Mohammed konung og fjölskyldu
hans.
Stúlkurnar, sem eru fjórtán ára
gamlar, hafa þegar verið ákærðar
fyrir að skipuleggja sjálfs-
morðsárásir á þinghús Marokkó
og stórmarkað sem selur áfengi í
höfuðborginni Rabat. Átján full-
orðnir einstaklingar eru einnig
grunaðir um aðild að málinu.
Lögreglan komst á snoðir um
áform stúlknanna þegar þær leit-
uðu eftir blessun múslímaklerks.
Að sögn yfirvalda voru aðeins
nokkrir dagar fram að árás þegar
stúlkurnar voru handteknar. ■
SAMNINGAR Stytting náms í fram-
haldsskólum gæti orðið að veru-
leika eftir þrjú ár. Hafin er und-
irbúningsvinna með áherslu á
sjónarmið almennings og fag-
aðila. Notast verður við umræðu-
þing á Netinu.
Fram kom á blaðamannafundi
menntamálaráðuneytisins að slík-
ar breytingar kalla á endurskoð-
un kjarasamninga. Til dæmis er
lagt til að kennsludögum verði
fjölgað um tíu en á móti verði
prófdögum fækkað um fimm.
Einhver sparnaður myndi verða
vegna breytinganna en það sem
sparast myndi skila sér sem auk-
in framlög til skólamála í heild.
Stytting náms í þrjú ár þykir
m.a. æskileg til að hafa svipað
kerfi og í öðrum Evrópulöndum.
Þá er vonast til að breytingin
dragi úr námsleiða og kostnaði
og þar með brottfalli nemenda.
Stefnt er að sömu gæðum náms
og samanburðarhæfni við önnur
lönd. Einhverjar áherslu-
breytingar verða þó að sögn
menntamálaráðherra, til dæmis
minni sérhæfing í framhalds-
skólum.
Þrír starfshópar munu fara
yfir námskrár- og gæðamál, fjár-
mál og starfsmannamál. Stefnt er
að því að þeir skili niðurstöðum
fyrir lok þessa árs en það gæti
tekið um þrjú ár að hrinda verk-
efninu í framkvæmd.
Starfshóparnir taka tillit til
umræðunnar á umræðuþinginu.
Hægt er að skrá sig á slóðinni
www.menntagatt.is. ■
Brunaviðvörunarkerfi sett upp við Kárahnjúka:
Eini slökkvibíllinn
er ekki nothæfur
BRUNAVARNIR
Verið er að koma upp brunaviðvörunarkerfi í svefnskálum starfsmanna Impregilo.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA KYNNTI HUGMYNDIR UM STYTTINGU NÁMS
Einhverjar áherslubreytingar verða í framhaldsskólum.
Stytting námstíma í framhaldsskólum:
Kallar á endurskoðun
kjarasamninga
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
RÚSSLANDSFORSETI
Vladimír Pútín segir að hagsmunir rússneska ríkisins verði hafðir til hliðsjónar þegar tekin
verði endanleg ákvörðun um það hvort Rússar staðfesti Kyoto-bókunina.
Óvissa um framtíð
Kyoto-bókunarinnar
Vladimír Pútín segir rússnesk stjórnvöld ekki hafa tekið ákvörðun um
hvort þau ætli að staðfesta Kyoto-bókunina. Mikil vonbrigði fyrir aðildar-
ríkin þar sem samningurinn öðlast ekki fullt gildi án samþykkis Rússa.
Suu Kyi í stofufangelsi:
Sendifulltrú-
um vísað frá
WASHINGTON, AP Mjanmarskir ráða-
menn hafa meinað bandarískum
sendifulltrúum að heimsækja
Aung San Suu Kyi, leiðtoga lýð-
ræðissinna.
Suu Kyi hefur verið í stofu-
fangelsi á heimili sínu síðan hún
var útskrifuð af sjúkrahúsi í síð-
ustu viku. Að sögn bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins var herfor-
ingjastjórninni send formlegri
beiðni um að fá að hitta Suu Kyi
en ekkert svar hefur borist. Eng-
inn bandarískur sendifulltrúi hef-
ur fengið að hitta Suu Kyi síðan
hún var handtekin í lok maí. ■
AUNG SAN
SUU KYI
Bandarískir
sendifulltrúar
fá ekki að
hitta mjan-
marska lýð-
ræðissinn-
ann.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T