Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 30
Hrósið 30 30. september 2003 ÞRIÐJUDAGUR Ég féll fyrir Helgu. Hún er svotignarleg,“ segir dvergurinn Frank Höybye Christiansen, sem fer með eitt aðalhlutverkið í leik- riti Kristínar Ómarsdóttur, Vinur minn Heimsendir, í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Helga leikur einnig í leikritinu en er reyndar kyrk- islanga. „Þau hafa verið óaðskiljanleg upp á síðkastið,“ segir Kristín Ey- steinsdóttir, leikstjóri sýningar- innar. „Þetta hefur ekki farið framhjá neinum hérna.“ Frank og Helga eru nú saman öllum stundum og mæta saman á sýningar. Fara svo saman að þeim loknum. Fer ekki á milli mála að milli þeirra hefur myndast strengur sem ekki verður slitinn svo auðveldlega. Og Frank er ánægður með þróun mála: „Helga er fínn félagi og svipuð á hæð og ég þegar hún teygir úr sér; eða um 1,30 metrar. Við erum góð saman.“ Frank hefur slegið í gegn í sýn- ingu Hafnarfjarðarleikhússins og sýnt þar áður óséða takta. Helga leikur með minni tilþrifum enda er hlutverk hennar að hafast við í glerbúri inni í matarborðinu þar sem leiksýningin fer fram. Frank og Helga skynja þó nærveru hvors annars á sviðinu: „Það er gott að vita af henni þarna. Ég vona að hún finni einnig fyrir mér,“ segir Frank. ■ Imbakassinn ...fær Skjár Einn fyrir að þora að talsetja bandarískt sjónvarpsefni fyrir Íslendinga. Sjónvarps- peningar Áskriftarstöðvum í sjónvarpihér á landi er að fjölga. Áskriftirnar eru að verða frum- skógur og ýmislegt í boði. Grunn- verðið er þó á hreinu eins og hér sést. Miðað er við mánaðaráskrift: Ríkisútvarpið.....2.408 krónur. Stöð 2................4.390 krónur. Sýn.....................4.290 krónur. Fjölvarpið...........1.990 krónur. Stöð 3................2.290 krónur. Skjár 2...............2.995 krónur. Skjár Einn og Popp Tíví eru eftir sem áður ókeypis og Bíórás- in er ekki seld nema með áskrift að Stöð 2. Kostar hún þá 1.800 krónur á mánuði en er frí fyrir M12 félaga. Þá býður Íslenska út- varpsfélagið upp á afsláttarkjör fyrir þá sem kaupa áskrift að fleiri en einni stöð. ■ ■ Leiðrétting Þrátt fyrir sviptingar í íslensku þjóðfélagi að undanförnu skal tekið fram að Davíð Odds- son er enn forsætisráðherra. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ítalía. Mijailo Mijalovic. Timo Hildebrand. IDOL Þátturinn Idol nýtur mikilla vinsælda. Skortur á myndlyklum Við höfum þurft að sækjamyndlykla út í bæ til að anna eftirspurn nýrra áskrifenda,“ seg- ir Pálmi Guðmundsson, markaðs- stjóri Stöðvar 2. „Við lítum á þetta sem góð viðbrögð við vetrardag- skrá okkar.“ Helst er það þátturinn Idol sem dregur fólk að en einnig telja for- svarsmenn Stöðvar 2 að nýr þátt- ur með Þórhalli miðli, Lífsaugað, veki áhuga nýrra áskrifenda. „En Idol hefur farið vel af stað og við finnum greinilega fyrir miklum áhuga sem lýsir sér til dæmis í skorti á myndlyklum,“ segir Pálmi Guðmundsson. ■ Mannlífið mun ekki vera meðbesta móti á tímaritinu Mannlífi um þess- ar mundir. Friðrik Þór Guðmundsson, nýráðinn aðstoðar- ritstjóri tímarits- ins, gekk út í fússi um daginn eftir frekar stutt en stirt samstarf við Gerði Kristnýju ritstjóra. Skiptar skoðanir munu vera innan út- gáfufélagsins Fróða um mál þetta, sem er bæði snúið og leið- inlegt. Gerður Kristný þykir ákveðinn ritstjóri en menn vissu ekki að hún væri svo ákveðin að hún myndi flæma Friðrik Þór á braut, því hann mun vera manna seinþreyttastur til vandræða. Í allri orrahríðinni sem staðiðhefur um skjöl og bækur Hall- dórs Laxness að undanförnu fer minna fyrir því að forsætisráðu- neytið hefur ráð- ið starfsmann til að flokka og raða bókasafni skálds- ins á Gljúfra- steini. Þar er um að ræða Völu Ágústu Káradóttur en hún er eig- inkona sjónvarpsmannsins Gísla Marteins Baldurssonar. Lárétt: 1 húsgögn, 7 útslitinn, 8 íláti, 9 fótamennt iðkuð, 11 íþróttafélag, 12 út- limir, 15 píla, 16 málmur, 17 miklar gáfur. Lóðrétt: 1 mett, 2 skammst., 3 viðvaning- ar, 4 frjáls, 5 kvenfugl, 6 á litinn, 10 ávöxt- ur, 13 tunga, 14 herðandi forskeyti, 15 þröng. Lausn: Lárétt:1stólar, 7örvasa,8ausu,9dans- að,11ka,12armar, 15ör, 16ál,17snilli. Lóðrétt:1södd,2tr, 3óvanar, 4laus, 5assa,6rauður, 10akarn,13mál,14all, 15ös. Ég er svo mikil alæta á tónlistað ég á erfitt með að velja eitt lag,“ segir Regína Ósk söng- kona. Ég hlusta mest á Stevie Wonder og Carpenters-systkinin. Karen Carpenter er uppáhalds- söngkonan mín og óskalagið mitt gæti verið We’ve Only Just Begun. Maður þakkar sínum sæla fyr-ir að búa ekki við þetta alla ævi,“ segir Jónmundur Guðmars- son, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, sem verið hefur í hjólastól og gengið við hækjur eftir góðgerð- arleik í knattspyrnu á Gróttudeg- inum sem haldinn var hátíðlegur á Nesinu fyrir skemmstu. „Það slitnaði hásin og ég er búinn að vera í fjórar og hálfa viku í gifsi og á þrjár vikur eftir,“ segir bæj- arstjórinn, sem neitar því ekki að atvikið hafi opnað augu sín fyrir aðgengi fatlaðra í bæjarfélaginu sem hann stjórnar. „Ég ætla ein- mitt að nota tækifærið seinna í vikunni og fara með öðrum fötluð- um í skoðunarferð um stofnanir bæjarins og kynna mér í raun hvernig aðgengi fatlaðra er. Stjórnmálamenn hafa verið að gera þetta endrum og sinnum en núna brennur þetta á mér sjálf- um,“ segir hann. Jónmundur bæjarstjóri hefur reynt að sinna embættisskyldum sínum eftir megni þrátt fyrir áfallið og gengið bærilega. „Ég hef þó skiljanlega ekki verið jafn mikið á ferli og áður en þetta er hægt,“ segir hann. Búast má við að aðgengi fyrir fatlaða verði síst verra en áður eftir ferð bæjarstjórans um byggð sína svona á sig kominn í vikunni. Þó hann sé kominn á hækjur núna ætlar hann að taka hjólastólinn með sér til að finna með áþreifanlegum hætti hvar skórinn kreppir í þessu efni á Nesinu. ■ Fótbrot JÓNMUNDUR GUÐMARSSON ■ bæjarstjóri á Seltjarnarnesi fótbrotn- aði á góðgerðarleik í knattspyrnu á dög- unum. Hann er nýstiginn upp úr hjóla- stól og kominn á hækjur. Brotinn bæjarstjóri JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Bæjarstjórinn ætlar að reyna á sjálfum sér hvernig aðgengi fyrir fatlaða er í bæjarfélaginu. FRANK OG HELGA Kynntust í Hafnarfjarðarleikhúsinu og eru nú saman öllum stundum. Leikhús FRANK H. CHRISTIANSEN ■ dvergurinn sem slegið hefur í gegn í Hafnarfjarðarleikhúsinu féll fyrir meðleik- ara sínum; kyrkislöngunni Helgu. Dvergur fellur fyrir slöngu Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki ■ Óskalagið mitt Fyrirgefðu! Geturðu að- eins..? Það er alltaf þessi blettur á milli herðablað- anna sem ég næ ekki! 1 7 8 9 10 12 13 15 16 14 17 2 3 4 5 11 6 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.