Fréttablaðið - 30.09.2003, Blaðsíða 23
23ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2003
EGILSSTAÐA
6.300kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
ÍSAFJARÐAR
5.400kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
AKUREYRAR
5.600 kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
flugfelag.is
flugfelag.is
1. – 7. okt
VOPNAFJARÐAR/
ÞÓRSHAFNAR
3.900kr.
Flug aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Akureyrar og
Fargjald fyrir börn 1 króna!
Gildir aðra leiðina fyrir börn, 2ja til 12 ára, í fylgd með fullorðnum
(við bætist flugvallarskattur og tryggingagjald, samtals kr. 333).
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
F
LU
2
24
01
10
/2
00
3
HANDBOLTI Keppni í SS-bikarkeppni
karla í handbolta hefst í kvöld með
fjórum leikjum. Á morgun verða
sex leikir en síðustu fjórir leikirn-
ir fara fram á laugardag.
Fjögur félög úr RE/MAX-deild-
inni verða í eldlínunni í kvöld. Val-
ur, sem er í efsta sæti norðurriðils
RE/MAX-deildarinnar, leikur í
kvöld gegn utandeildarliðinu
World Class. Fram, sem er í öðru
sæti norðurriðils, leikur gegn
Handknattleiksfélagi Reykjavíkur.
Lið ÍR 2 leikur við Breiðablik í
Seljaskóla og Grótta/KR 2 við Aft-
ureldingu á Seltjarnarnesi. Lið ÍR
og Gróttu/KR eru skipuð leik-
mönnum sem léku fyrir nokkrum
árum með meistaraflokki og
nokkrir léku á árum áður með
landsliðinu. Með Gróttu/KR 2 leika
til dæmis Guðmundur Albertsson,
Davíð Gíslason, Leifur Dagfinns-
son og Konráð Olavson en í liði ÍR
2 eru meðal annarra Þorkell Guð-
brandsson, sem áður lék með Aft-
ureldingu, Framararnir Njörður
Árnason og Guðmundur Helgi
Pálsson og ÍR-ingurinn Ólafur
Gylfason. ■
SS-BIKARKEPPNIN Í HANDBOLTA
Valur mætir World Class í kvöld og Aftur-
elding leikur gegn Gróttu/KR 2.
SS-bikar karla í handbolta:
Gamlar hetjur í sviðsljósinu
FÓTBOLTI Átta liða úrslit á Heims-
meistarakeppni kvenna hefjast í
kvöld með tveimur leikjum í
Boston. Heimsmeistarar Banda-
ríkjanna leika gegn norsku
ólympíumeisturunum og Brasilíu-
menn leika gegn Svíum. Á morg-
un leika Þjóðverjar og Rússar og
Kínverjar gegn Kanadamönnum.
Bandaríkjamenn unnu alla sína
leiki í A-riðli. Á sunnudag unnu
þeir Asíumeistara Norður-Kóreu
3-0. Abby Wambach skoraði í fyrri
hálfleik og fyrirliðinn Cat Redd-
ick bætti tveimur mörkum við í
þeim seinni. Svíar unnu Nígeríu
3-0 og fylgja gestgjöfunum í átta
liða úrslitin. Hanna Ljungberg (2)
og Malin Moström skoruðu mörk
Svía í seinni hálfleik.
Kínverjar unnu Rússa 1-0 og
sigruðu í D-riðli. Jie Bai skoraði
eftir korters leik og færði Kín-
verjum sjötta sigurinn í sex leikj-
um gegn Rússum. Hefðu Rússar
unnið ættu Ástralir möguleika á
sæti í átta liða úrslitum með sigri
á Gana. Hvorugt gekk eftir og
urðu Ástralir neðstir í riðlinum.
Alberta Sackey skoraði tvisvar
fyrir Ganamenn í fyrri hálfleik
og Heather Garriock minnkaði
muninn fyrir Ástrala í seinni
hálfleik. ■
HM kvenna í knattspyrnu:
Átta lið eftir
LEIKIR Í ÁTTA LIÐA ÚRSLITUM
1. okt. Bandaríkin - Noregur
1. okt. Brasilía - Svíþjóð
2. okt. Þýskaland - Rússland
2. okt. Kína - Kanada
KÍNA - RÚSSLAND
Rússinn Elena Fomina (númer 13) í bar-
áttu við Kínverjann Liu Ying (númer 10).
FÓTBOLTI Í kvöld fara fram átta
leikir í annarri umferð Meistara-
deildar Evrópu. Arsenal leikur
gegn Lokomotiv í Moskvu og er
enn óljóst hvort Patrick Vieira,
Freddie Ljungberg, Ashley Cole
og Martin Keown verði með en
þeir meiddust í leiknum gegn
Newcastle á föstudag. Sol Camp-
bell og Dennis Bergkamp urðu
eftir heima en David Bentley, 19
ára miðjumaður, verður í leik-
mannahópi Arsenal. Hann hefur
aðeins leikið í 13 mínútur með að-
alliði Arsenal.
Internazionale leikur gegn
Dynamo Kyiv í sama riðli. Varn-
armaðurinn Marco Materazzi
meiddist gegn Udinese um helg-
ina og leikur hvorki í kvöld né
gegn AC Milan um helgina. Einnig
er talið ólíklegt að Christian Vieri
leiki gegn Dynamo.
Anderlecht leikur gegn Bayern
München án sænska miðvallar-
leikmannsins Christian Wilhelms-
son, sem meiddist í 4-2 sigri gegn
K. Heusden-Zolder. Bayern hefur
hins vegar endurheimt Owen
Hargreaves, sem missti af leikn-
um gegn Hansa Rostock á laugar-
dag vegna flensu.
Celtic leikur gegn Lyon í Glas-
gow. Celtic tapaði 2-1 fyrir
Bayern München fyrir tveimur
vikum en Lyon vann Anderlecht
1-0. Celtic lenti í basli með Hi-
bernian um helgina en Lyon
burstaði Lens 4-0 og skoraði Bras-
ilíumaðurinn Juninho Pernam-
bucano þrennu.
Galatasaray og Real Sociedad
leika í Istanbúl í D-riðli. Tyrkirnir
töpuðu 2-1 fyrir Juventus í fyrstu
umferðinni en spænska félagið
vann Olympiakos 1-0 á heimavelli.
Juventus og Olympiakos leika í
Grikklandi í kvöld.
Deportivo og PSV mætast í La
Coruña í kvöld. Þar mætast
markahæstu leikmenn spænsku
og hollensku deildanna. Úrúgvæ-
inn Walter Pandiani hefur skorað
fimm mörk í fimm leikjum með
Deportivo en Serbinn Mateja
Kezman hefur skorað átta mörk í
sex leikjum með PSV.
Deportivo gerði jafntefli við
AEK í fyrstu umferðinni en
Monaco vann PSV 2-1 á útivelli.
Monaco, sem vann Toulouse 3-0
um helgina, er efst í frönsku
deildinni og leikur við AEK á
heimavelli í kvöld. ■
PATRICK VIEIRA
Patrick Vieira meiddist á mjöðm í leiknum gegn Newcastle á föstudag og er óvíst hvort
hann leiki með Arsenal í Moskvu í kvöld.
Meiðsli hjá Arsenal
Óvíst er hvort Patrick Vieira, Freddie Ljungberg, Ashley Cole og
Martin Keown leiki með Arsenal í Moskvu í kvöld. Þeir eru enn
meiddir eftir deildarleikinn gegn Newcastle á föstudag.
A RIÐILL
Anderlecht - Bayern
Celtic - Lyon
B RIÐILL
Internazionale - Dynamo Kyiv
Lokomotiv Moskva - Arsenal
C RIÐILL
Deportivo La Coruña - PSV Eindhoven
Monaco - AEK Aþenu
D RIÐILL
Galatasaray - Real Sociedad
Olympiakos Pireus - Juventus